Fréttablaðið - 04.11.2022, Qupperneq 12
Ég hef gengið í gegnum
erfitt tímabil en eins og
staðan er núna þá lítur
þetta vel út.
16
HM KARLA
Í FÓTBOLTA
DAGAR Í
Heimsmeistaramótið 2022: F-riðill
Innbyrðis viðureignir
23. nóv.
27. nóv.
27. nóv.
23. nóv.
1. des.
1. des.
Leikjadagskrá
Heimild: FIFA Mynd: Getty © GRAPHIC NEWS
Leikmaður til að fylgjast með:
001
Aldrei mæst 001
112
102 323
Kanada Marokkó Króatía
Belgía
Króatía
Marokkó
TapJafnt.Sigur
Kevin de Bruyne BEL
Eftir rúmar tvær vikur
hringja inn jólaklukkur
knattspyrnuáhugafólks þegar
Heimsmeistaramótið í knatt-
spyrnu karla hefst í Katar.
Sófakartöflur landsins eru
farnir að máta sig í réttar stell-
ingar enda er mánaðar veisla
fram undan. Mótið fer í fyrsta
sinn ekki fram að sumri til.
hoddi@frettabladid.is
FÓTBOLTI F-riðill Heimsmeistara-
mótsins er einn af dauðariðlunum,
þarna er að finna sterkar evrópskar
þjóðir í Króatíu og Belgíu. Bæði lið
eru líkleg til alls, að auki eru Kan-
ada og Marokkó í riðlinum. Gríðar-
legur uppgangur er í fótboltanum í
Kanada og gæti liðið svo sannarlega
verið eitt af þeim sem koma á óvart
á þessu stærsta sviði fótboltans.
Síðasti dans Belga
Gullkynslóð Belgíu hefur að ein-
hverju leyti valdið vonbrigðum,
kröfurnar á þessa mögnuðu knatt-
spyrnumenn hafa verið miklar en
gengið hefur valdið vonbrigðum.
Hafa Belgar farið inn í síðustu mót
sem eitt af þeim liðum sem eru talin
sigurstranglegust. Sú pressa er ekki
til staðar fyrir HM í Katar sem gæti
reynst liðinu vel. Bestu menn liðsins
eru að komast yfir hátind ferilsins
og því er talað um mótið sem síð-
asta tækifæri þeirra til að standa
undir væntingum.
„Þetta er síðasta mótið fyrir
marga þarna, við sjáum hjartað í
vörninni með þá Toby Alderweir-
eld og Jan Vertonghen sem eru svo
sannarlega að fara inn á sitt síðasta
Heimsmeistaramót. Eden Hazard
er að fara inn á síðasta HM, svo er
alveg spurning hvað Kevin de Bru-
yne gerir á seinni stigum ferilsins
og hvort hann gefi kost á sér eftir
fjögur ár. Það gæti alveg hjálpað
þessu liði að fara með litla pressu
á sér inn í mótið,“ segir Hrafnkell
Freyr Ágústsson, sérfræðingur
Fréttablaðsins um HM í Katar.
„Belgar þurfa að f inna réttu
blönduna í kringum þessa miklu
reynslu, Amadou Onana hefur
verið frábær hjá Everton og ætti að
auka hlaupagetuna á miðsvæðinu.
Leandro Trossard gefur liðinu aðra
kosti fram á við. Charles De Ketela-
ere og Alexis Saelemaekers hjá AC
Milan eru svo leikmenn sem ég
mæli með að fólk fylgist með.“
Stjörnuframherji Belgíu, Romelu
Lukaku, hefur mikið verið meiddur
í upphafi móts. „Þeir hafa auðvitað
Gæti orðið riðill hinna óvæntu tíðinda
aðra kosti til að fylla í skarð Lukaku
en enginn af þeim mun leiða sókn-
arlínuna af þeim krafti sem hann
hefur gert síðustu ár. Lukaku þarf
að ná heilsu til að Belgar geti keppt
við stóru strákana. Miðað við aldur
og fyrri störf þessa liðs sé ég þá ekki
fara nema í átta liða úrslitin.“
Klókir Króatar
Gríðarleg reynsla er í herbúðum
Króatíu en liðið hefur á undan-
förnum árum gert vel á stórmótum.
Króatía fór alla leið í úrslitaleikinn á
síðasta Heimsmeistaramóti en tap-
aði þar fyrir Frökkum. Kjarni liðsins
hefur verið sá sami um langt skeið
en ungir og spennandi leikmenn
hafa þó verið að færast í aukana.
„Þeirra leikur snýst um miðsvæðið
þar sem Luka Modric stjórna öllu
og er með þá Marcelo Brozović
og Mateo Kovacic með sér.
Ef þeir ætla að gera vel þarf
Joško Gvardiol að stíga upp
í varnarleiknum og hjálpa
Dejan Lovren sem er kominn af létt-
asta skeiði,“ segir Hrafnkell.
„Þeir eru fáránlega góðir í því
að sækja úrslitin sem þarf, ef þeir
komast yfir geta þeir lokað leikjum
nokkuð auðveldlega. Þeir geta hald-
ið nánast endalaust í boltann með
þessum klóku miðjumönnum. Þeir
eru vel skipulagðir og er það þeirra
styrkleiki að Zlatko Dalić hefur í
rúm fimm ár þjálfað liðið.“
Uppgangur í Kanada
Það hefur verið mikill uppgangur
í fótboltanum í Kanada á undan-
förnum árum, stjarna liðsins er
Alphonso Davies bakvörður FC
Bayern. Liðið hefur fleiri spenn-
andi leikmenn í sínum röðum
og má þar nefna Jonathan David,
22 ára framherja Lille í Frakklandi,
sem stórlið Evrópu hafa horft til.
„Stóra planið var að byggja upp lið
sem yrði klárt í Heimsmeistara-
mótið eftir fjögur ár. Þeir eru með
svakalega spennandi lið og eins og
nefnt var þá eru David og Davies
algjörlega frábærir leikmenn. Cyle
Larin hjá Club Brugge er svo einn
annar sem má nefna en hann er til
alls líklegur,“ segir Hrafnkell Freyr
um stöðuna.
„Alphonso Davies er eins og
David Alaba er fyrir Austurríki,
hann er bakvörður hjá Bayern en
spilar aldrei þá stöðu í landsliðinu,
Hjá Kanada er hann að sjá um mið-
svæðið og ræður þar ferðinni. Ég sé
þá alveg geta ógnað Króatíu en þeir
verða í meiri vandræðum með Belg-
íu. Þeir keyra þetta áfram á krafti og
hraða en þurfa að stilla varnarleik-
inn aðeins fyrir mótið.“
Ziyech með lyklavöld
Lið Ma rok kó hef u r nok k r a
skemmtilega leikmenn í sínum
röðum en enginn er þekktari en
Hakim Ziyech, leikmaður Chelsea.
Þarna er einnig að finna Achraf
Hakimi, leikmann PSG, sem er að
margra mati besti hægri bakvörður
fótboltans um þessar mundir. „Það
var mikilvægast fyrir Marokkó
að leysa deiluna sem hafði komið
upp á milli Ziyech og fyrrverandi
þjálfara liðsins. Walid Regragui
tók við starfinu og hans fyrsta verk
var að laga vandamálin sem voru
til staðar og fá kantmanninn til
að snúa aftur í landsliðið. Þeir eru
svo með magnað teymi bakvarða,
Noussair Mazraou er oftast að leika
sem hægri bakvörður og þá færir
Hakimi sig yfir til vinstri. Þeir eru
með hörkulið og þetta verður að
ég held einn skemmtilegasti riðill
mótsins. Króatar og Belgar geta ekk-
ert bókað sæti sín áfram því Kanada
og Marokkó eru bæði frambærileg
lið,“ segir Hrafnkell. n
Hrafnkell Freyr
Ágústsson, sér-
fræðingur
Stóra
planið var
að byggja
upp lið
sem yrði
klárt í
Heims-
meistara-
mótið eftir
fjögur ár.
Þeir eru
með svaka-
lega spenn-
andi mót.
Luka Modric
er listamaður
með boltann.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
aron@frettabladid.is
FÓTBOLTI Íslenski miðvörðurinn
Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður
norska úrvalsdeildarfélagsins Våle-
renga og íslenska karlalandsliðsins
í knattspyrnu, er ekki á heimleið.
Brynjar hefur undanfarna mánuði
gengið í gegnum krefjandi tíma í
Noregi en hefur trú á því að hann
geta staðist væntingarnar sem bæði
hann og félagið hafa.
„Ég er ekki á leiðinni heim til
Íslands. Það er engin uppgjöf í mér,“
segir Brynjar við Fréttablaðið og
segir sögusagnir um að hann gæti
verið á heimleið ekki vera sannar.
„Tímarnir hérna úti í Noregi hvað
framhaldið varðar líta bara vel út að
mínu mati. Ég hef gengið í gegnum
erfitt tímabil en eins og staðan er
núna lítur þetta vel út. Það stefnir í
að ég sé að fara fá þessa síðustu leiki
á tímabilinu.“
Brynjar gekk til liðs við Vålerenga
frá Lecce á Ítalíu í janúar og skrifaði
undir langtímasamning við félag-
ið. Miklar væntingar voru gerðar
til Brynjars sem hefur ekki náð sér
almennilega á strik undanfarið.
Margt spilar þar inn í.
„Ég fékk Covid-19 á sínum tíma og
glímdi við eftirköst þess í um fjórar
til sex vikur. Það tók á andlega án
þess þó að hafa varanleg áhrif á
mig. Andlegu erfiðleikarnir fólust í
því að mér þótti leiðinlegt að missa
þolið og þurfa að vinna það upp
aftur nánast frá byrjunarreit.“
Þá hefði hann viljað hafa spilað
betur í þeim leikjum sem hann fékk
tækifæri í áður en hann smitaðist af
veirunni.
„Þegar að ég kom fyrst til félagsins
í janúar frá Lecce voru væntingarnar
í minn garð mjög miklar. Það spilaði
alveg smá inn í svekkelsið sem fylgdi
því að ég náði ekki að sýna mínar
bestu hliðar. Að sama skapi set ég
mér mjög háleit markmið og veit
að félagið sem og stuðningsmenn
þess gera það líka. Hvað framhaldið
varðar þá veit ég að hér er fólk sem
hefur trú á mér enn þá og ég hef það
sjálfur.“ n
Nánar á frettabladid.is
Brynjar blæs á kjaftasögurnar um að hann sé á heimleið
Brynjar Ingi hefur verið á milli tannanna á fólki en kveðst ekki vera á heimleið.
FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK
12 Íþróttir 4. nóvember 2022 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 4. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR