Magni - 01.05.1936, Page 1

Magni - 01.05.1936, Page 1
 1 L l. ái'g. ísafjörður, 1. maí 1936. 1. tbl. Atvinnuleysið og æskan. Ungir jafnaðarmenn gera þá kröfu í dag til bæjarstjórnar ísafjarðar, að hún veiti minnst kr. 5000.— til atvinnu í sumar fyrir atvinnulausa unglinga á aldrinum 14 —18 ára. Atvinnuleysi unglinga hér í bænum er orðið svo alvarlegt, að bæjarstjúrnin verður að gera einhverjar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að það verði alvarlegra, en orðíð er, því annars er stórum hluta æskunnar mjög mikil hætta búin. Það er hverjum manni kunn- ugt, að atvinnuleysi hefir verið mikið hér í vetur, og óhætt að segja, það mesta, sem nokkurn- tíma hefir verið. Það á fyrst og fremst rót sína að rekja til afla- og gæfta-leysis í vetur, enda hefir ekki í mörg ár verið svo lítill aíli kominn á land hér eins og nú. Margur verkamað- urinn hefir líka átt bágt og mörg verkamannafjölskyldan átt við þröng skilyrði að búa, sérstak- lega þær stærri. Að þessu at- huguðu, þá er það mjög eðlilegt, að þegar eitthvað fer að rakna úr með vinnu, að verkamenn, sem hafa stóra fjölskyldu á fram- færi sínu, fái frekar vinnu en þeir, sem hafa aðeins fyrir sér sjálfum að sjá. En þar sem vinnan er svo lítil, eins og nú er, þá er það sýnilegt, að ung- lingar þessa bæjar fá litla eða enga atvinnu í surnar. Nú er það ennfremur öllum kunnugt, að atvinnuleysi hefir færst í vöxt meðal unglinga í þessum hæ í vetur. Það má með sanni segja, að skólarnir dragi mikið úr þessu á veturna, en aðstaða margra lieimila er nú þannig, að þau geta ekki sett börnin til náms eða séð þeim á annan hátt fyrir sæmilegu umhverfi, félagsskap og hollum viðfangsefnum. Nú er það vit- anlegt, að þegar skólarnir hætta, þá bætist sá hópur, sem í þeim hefir verið, í tölu hinna at- vinnulausu æsku. Iðjuleysi ung- linganna leiðir svo oft til þess, að þeir dragast út í miður heppilegan félagsskap og athafn- ir, og eni þess ekki all fá dærni, að leitt hefir til afbrota og ó- farnaðai'. Hér í bænum hefir aldrei vei'ið eins mikið af ýms- um óknyttum og í vetur, og má telja það víst,að þar í hafa átt mik- inn hlut iðjulausir og athafnalaus- ir unglingar. Nú.er það alltaf svo, að unglingunum er alltaf einum kennt um það, sem þeir gei-a illt af séi', og þeim refsað stundum stranglega fyi'ir. Og margur heldur því jafnvel fram, að það sé eina leiðin til að gei’a þá að beti'i mönnum — en þessi aðferð hefir algerlega brug'ðist, enda fækkar þeim stöðugt, sem þessu halda fram. En eflaust má mikið um það deila, hvaða aðfei’ð sé bezt gagnvai't ungling- um þeirn, sem eru komnir á þessa braut, og eitt er víst, að ein af þeim beztu er, að ung- lingarnir fái að læra og hafa eitt- hvað að geia, því það er reynzla allra, sem við atvinnuleysi hafa átt að stríða, að því fylgir hin mesta mann- og siðspilling, og á engum kemur hún eins hart niður og unglingum og æsku- mönnum. Áhugamál, hugsjónir og viðfangsefni skoi'tir, lífsfjör og manndóinui' dvín, og ef ekki er aðgert, þá bíður áeskumaður- inn það tjónið, sem eríiðast er úr að bæta, lömun á starfslund sinni og starfsvilja. Það ætti því að vei'a áhuga- mál hinna eldri að hjálpa þess- um ungu olnbogabörnum þjóðfé- lagsinstilaðnáþví takmarki, sem þeirn er ætlað.semsé að taka við starfi og stjórn af þeim eldri, og eitt er víst, að þeir veiða ekki fæi'ir um það, ef þjóðfélagið gei'ir ekki skyldu sína í því að hjálpa æskunni til að verða fær til þess. — Það er sorglegt til þess að vita, að foreldrar verði að hoi'fa upp á það að börnin steypist í glötun eða lendi á glapstigu, — það er líka sorg- legt að sjá unga menn ekkert hafa að gera svo mánuðum skiftir — þó það sé mikil þörf fyrir vinnu, bæði fyrir þá sjálfa og foi'eldra þeii'ra. Það vii'ðist vei'a komið í það hoi'f nú, að unglingum er allstaðar opin leið til glötunar og ófarnaðar, en aftur á móti færri tækifæri til þess að geta orðið nýtur og góð- ur maður, séi'staklega börnum vei’kamannanna, því verkamað- urinn á svo öi'ðugt að koma börnum sínum til mennta og sjá þeim á annan hátt fyrir sæmilegu umhverfi og uppeldi. Nú er það komið svo, að í flestum iðngreinum er farið að takmarka nemendafjölda, svo að nix komast miklu fæi'ri þar að en áðui'. Þetta leiðir til þess, að sá fjöldi unglinga, sem liefir mikinn hug á að komast þar inn, vei'ður daufur við öðru og leiðist máske út á þá braut, sem þeir sjálfir hafa aldrei ætl- að séi'. Það er nú komið svo, að þeii', sem ætla sér að kom- ast að því, er þeir hugsa sér að hafa fyrir stafni í lífinu, verða að veia í allskonar vináttu-, tengda- eða klíkusanxbandi, en þá viiðist þeim líka vera opin leið — jafnvel þó þeir séu máske ekki fæi'ir í Jxað starf, sem þeim er ætlað. Verklýðsæskan á afar öi'ðugt framdráttar, því flest þau störf, sem mikilvæg eru, enx raun- verulega ætluð þeirn, sem stýi'a þessu þjóðfélagi. Þó hefir nú verklýðsbai'áttan getað bætt mik-

x

Magni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Magni
https://timarit.is/publication/1723

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.