Harpan - 01.12.1939, Síða 1

Harpan - 01.12.1939, Síða 1
HARPAN Safnaðarblað. Bindindisblað. Menningarblað. JÓLIN. Kom blessuð Ijóssins hátíð, helgi þín minn hug og vilja göfgi vermi, fylli, svo máttug verði og heilög hugsun mín og hörpu mína drottins andi stilli. Ó gef mér kraft að grœða fáein sár og gerðu bjart og hreint í sálu minni svo verði hún kristallstœr sem barnsins tár og tindri í henni Ijómi af hátign þinni. (Guðm. Guömundsson.) Sjaldan hafa jólin, hin mikla hátíð Ijóssins, friðarins og kærleikans, ljómað yfir myrkari storð og dapurlegri veröld, en einmitt nú. Sjaldan hefir mönnunum verið alvarlegri nauðsyn og brýnni þörf að hugleiða boöskap og kenningu frelsara síns, en á yfirstandandi tfma. Þær hryllilegu fréttir, sem daglega berast um ofríki, kúg- un og hermdarverk, þar sem engu er hlíft, allt hiö helgasta svívirt, og vopnaður of- stopinn níðist á frelsi og réttindum, eignum og lífi lítilmagnans, hljóta nú að verða hverjum hugsandi manni íhugunar- og áhyggjuefni. Að þessu sinni verða því víða um heim óvenjulega dapurleg jól. Þúsundir heim- ila iiggja í ömurlegri rúst, og í kjölfar eyðileggingarinnar siglir fátæktin skortur- urinn og eymdin. Margir lifa þessi jól landflótta og heimilislausir, aðrir í fanga- búðum, enn aðrir eru særöir og limlestir í sjúkrahúsum og sjúkraskýlum, og sjá fram á örkuml og eymd heillar æfi. Viö miljónir jólaborða verða að þessu sinni auð sæti, eitt, tvö, eöa þrjú, sem með hljóðri þögn minna á fallinn, særðan eða fjarlægan vin. Miljónum hermanna er miskunnarlaust hrint út í hættur og dauöa, nauðugir reknir áfram með gadda- svipu heragans til þess að myröa bræður sína á sjálfri hátíð miskunnsemdanna og friðarins. Er ekki von, að margur haldi nú dapurleg jól og setji hljóðan, þegar IlAIíDSBOK.., . A v XSLA.MÍIS

x

Harpan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/1726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.