Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1927, Blaðsíða 51

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1927, Blaðsíða 51
LEIÐARVÍSIR fyrir skipbrotsmenn, sem ienda á suðurströnd íslands. Þegar skip strandar á söndunum í Skaftafellssýslu, er trygg- ast fyrir skipshöfnina að vera um borð eða halda sig við skipið í lengstu lög, reyna að fara ekki í land áður en menn eru komn- ir frá bygðinni. Hættan á að skipið brotni, er mjög litil, held- ur mun sandur fljótt berast að, svo að þurt verði kringum skip- ið um fjöru. Komi skipshöfnin að landi á Breiðamerkursandi, skal hún fara heim að bænum Kviskerjum, sem er undir fjallinu, beint fyrir sunnan vesturendann á Breiðamerkurjökli. En verði strandið hjá Jökulsá, en þó fyrir sunnan hana, mun vanalega vera rjettast að ná i sæluhúsið, sem er rjett hjá jökulröndinni, um IV2 sjóm. fvrir vestan upptök Jökulsár. í sæluhúsinu skulu þeir sem veikir eru bíða, á meðan þeir sem frískari eru, leita hjálpar að Kvískerjum. Ef skipshöfnin lendir á sandinum fyrir austan Jökulsá, á hún að halda í norðaustur til Reynivalla milli jökulsins og sjávar. , Á svæðinu milli Ölduóss og Knappavallaóss er altaf hægt að komast að Knappavöllum, undir fjallinu. Bæirnir sjást langt að. Milli Knappavallaóss og Ingólfshöfða og frá Ingólfshöfða vest- ur Skeiðarársand að Ilvalsýki eru leiðarstaurar, sem gefa mönn- um leiðbeiningu um, hvaða stefnu skuli taka. Milli stauranna er að jafnaði 1 km. Víða, sjerstaklega við alla stærri ósa, eru festir á staurana kassar og eru í þeim geymd kort og leiðbein- ingar á íslensku, dönsku, þýsku, ensku og frakknesku um það, hvernig best sje að ná til bygða. Venjulega er ein veruleg ófæra á þessu svæði, en þetta breytist og verður staurum og leiðar- vísum breytt eftir því, en kortin eru ekki nákvæm og þau er ekki hægt að leiðrétta. Lendi skipshöfnin á sandinum austan við þessa ófæru, verður hún að fara í austur — biða eftir fjöru við ósana -— og revna að ná til Ingólfshöfða, en sje komið að landi fvrir vestan skal lialda i vestur að skipbrotsmannahæl- inu á Kálfafellsmelum. Á Ingólfshöfða er skipbrotsmannahæli, sem stendur austan til á höfðanum, allnærri vitanum. Það er 9,5 m. X 4,5 innanmál. Vegghæðin er 2,2 m., hæð til mænis 3,75 m. Tóftin er hlaðin úr grjóti, en að utan úr grasgrónum sniddum. Þakið er járnklætt. 49 Bending til næstu bæja (t. d. Fagurhólsmýrar) má gera með þvi að draga flagg, sem er i húsinu, á stöng á framstafni hússins. í húsinu eru ýmsar matvörur og áhöld. Frá höfðanum liggur stikuröð, sem fylgja má til bæja. Hælið á Kálfafellsmelum er úr trje og stendur á 10 m. háum foksandshól um 1 sjóm. frá ströndinni. Húsið sjest langt að í logni og björtu veðri, en í dimmviðri sjest það trauðla. í því eru rúm handa 14 mönnum, vistir meðul og umbúðir, verk- færi og smíðaáhöld, tjöld, sleðar, sokkar og vetlingar, ullar- Peysur, eldavjel og steinolia, eldflugur, 1 rautt og 1 hvítt ljós- ker, segldúksbátur, kompás og uppdráttur af nágrenninu. Enn- fremur er fest upp í húsinu leiðbeiningar handa skipbrots- rnönnum, hvernig þeir geti náð í hjálp, eða hvernig þeir geti komist til bygða. Veggirnir á hælinu eru rauðir með hvítum krossi. Þakið er flatt, og á því grindur til að setja ljóskerin í, °g hlíf er skyggir á Ijóskerið sjávarmegin. Skamt frá hælinu stendur sjómerki, 12 m. há stöng með kringlóttri plötu efst, og er hún rauð með lóðrjettri hvitri rönd. Merkið stendur á h. u. b. 63 46' 47" n. br„ 17 25 35' v. I. Eindregið skal ráðið frá því að leita á Skeiðarársand beint upp til jökulsins, ineð því að þá hljóta menn óumflýjanlega að komast á ófærar slóðir, nema maður sje nákunnugur staðhátt- um. Skal farið með ströndinni, annaðhvort til Ingólfshöfða eða Máfabótar. Milli Hvalsýkis og Eldvatnsóss er öruggast að fara eftir sjó- nierkjum, sem eru i sambandi við skipbrotsmannahælið í Máfa- bót, sem bygt var 1913. Sjómerkið er hjer um bil 17 m. há, rauð- og hvítmáluð járn- grind með toppmerki: ferhyrnd, rombisk plata með mjóu horni UPP og niður. Merkið stendur á 63° 42' 26" n. br„ 17° 45' 26" v. 1„ fyrir ofan Skaftárós og Veiðiós, sem renna saman í sjó út, um * 2000 m. frá sjó, 6 m. fyrir ofan sjávarmál. Skipbrotsmannahælið stendur 390 m. N frá sjómerkinu 7 m. yfir sjávarmál. Það er 6x6 m„ hvítt með stórum, rauðum krossi á hvorri hlið. í húsinu er rúm handa 12 mönnum, fatnaður, vistir, kol, steinolía, rúmföt, verkfæri og áhöld af ýmsu tagi, meðalakassi, bátur, sleðar og kaðlar handa skipbrotsmönnum er vilja leita bygða eða biða í húsinu. Ennfremur uppdrættir og leiðbeiningar á íslensku, dönsku, ensku, þýsku og frakk- nesku um, hvernig megi komast til bygða. , Ennfremur eru settir upp þessir leiðarstaurar: Fyrir aust- an Veiðiós 4 meðfram fjörunni (á 2 þeirra eru festir kassar með kortum og leiðarvísum); frá austasta staurnum eru 10 staurar í beinni línu heim að Sljettabóli. Fyrir vestan Skaftár- ós eru 7 staurar meðfram fjörunni (2 þeirra með kortum og i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.