Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.11.1931, Blaðsíða 13

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.11.1931, Blaðsíða 13
13 c. BAKKAGKHÐISÞORP (Vogur) Lendingin er vogur, sem skerst inn i Kiffubjörg sunnan vi<S Bakkagerffi. A bakkanum upp af vognum standa fiskhús. Lend- ingin liggur í suðvestur. Klapparbotn. Leiðarmerki eru engin. í miðjum vognum er boSi, um 5 m. frá steyptu bryggjunni. Lend- ingin talin iniður góð. d. BAKKAGERKISÞORP (Bakkafjara eða Eyrarfjara) Lendingin er sunnan Bakkaár i'ram af verzlunarhúsinu Bakkaeyri. Liggur í vestur. í lendingunni er grjót og klappir. Leiðarmerki eru engin. Fram af lendingu er stórt sker, Arsker. sem er í kafi um háflæði. Leiðin liggur sunnan skersins, en var- ast skal klapparhala suður úr skerinu, og ber því að fara um 8 má frá háskerinu. Sunnan við leiðina eru smá blindsker, sem ber að varast. Lendingin er talin miður góð, betri um flóð. e. BAKKAGERÐISÞORP (Skipafjara) Lendingin er frain af verzlunarhúsum Kaupfélags Borgar- fjarffar, fyrir norðan klettahleinar, er ganga þar fram i sjó. Lend- ingin liggur i vestur. Malar- og sandbotn. Leiðarmerki eru engin. Fram af vörinni eru blindsker. Syðsta skerið er fram af hlein- inni og er upp úr sjó um 4 klst. hverja fjöru. Um 10—12 m. norð- ur af þvi er smásker, sem aðeins stendur uþp úr um stórstraums- fjöru. Leiðin er aðeins laust við þetta sker, því þar fyrir norðan tekur við skerjaklasi milli lendinganna Bakkafjörn og Skipafjöru. Lendingin er talin miður góð, bæði um flóð og um fjöru. f. BAKKAGERÐISÞORP (Bakkagerðisfjara) Lendingin er fjara sú, er tekur við sunnan við klettahleinar þær, er ganga frain í sjó frá verzlunarhúsi Kaupfélags Borgar- fjarðar. Lendingin liggur i suðvestur. Malar- og sandbotn. Leið- arinerki eru engin. Lendingin slæm bæði um flóð og um fjöru. g. HOFSTRÖND Lendingin er Stekkavík, út og niður af bænum Hofströnd, skammt innan við Hofstrandarhamar. Lent er rétt utan við yztu klöppina niður af fjárréttinni á sjávarbakkanum. Lendingin liggur í suður. Klapparbotn með malarfjöru. Lendingin er hrein, utan við hana eru blindsker, sem sést á um fjöru. Lendingin er allgóð, betri um flóð. b. HÖFN Lendingin er i Hellisfjöru fast innan við Hafnartún og er önnur fjara inn frá Háfnarhótma. innan við Skarfasker. seni er

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.