Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.11.1931, Blaðsíða 14

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.11.1931, Blaðsíða 14
14 80—100 m. fyrir innan Hafnarhólma. Malarfjara, nokkuð brött, kólfhörð, en hreint úti fyrir. Leiðarmerki eru engin. Lendingin er allgóð, bezt um hálffallinn sjó. i. BRÚNAVÍK Lendingin er norðanmegin i fírúnavikinni, um 200 m. frá sandi þeim, sem er fyrir botni víkurinnar, beint undan yz1a jaðri Brúnavikurtúnsins, í háaustur frá íbúðarhúsinu í Brúnavik. Lendingin er i norðvestur. Grjót og klappir. Leiðarmerki eru engin. A leiðinni eru blindsker og boði. Lendingin er talin góð fyrir kunnuga, bezt um hálffallinn sjó. k. GLETTINGANES Lendingin er í norðaustur af Glettinganesbæniun. Austan við hana liggur Glettinganestangl í norður úr nesinu. Lendingin er í suður. Malarbotn. Leiðarmerki eru engin. Norðaustanvert utan við mynni lendingarinnar er boði. Þegar inn er komið, er lend- ingin talin góð. I. KJÓLSVÍK Lcndingin, kölluð ,,Ker“, er niður af Kjólsvíkurbænum, sunnan við syðsta bökuhornið. Klapparbotn. Engin leiðarmerki. Lendingin er slæm, en skárst um fjöru. Boði er rótt suður undir bökurhorninu. m. BREIÐAVÍK (Steinsfjörulending) Lendingin er norðan við fíreiSavík, utan við klettahlein, sem ei stult utan við krókinn, þar sem víkin bevgist til austurs. Leið- armerki eru engin. Lendingin er i norður. Malarbotn. Lending- in er hrein, en talin miður góð, bezt um hálffallinn sjó. n. LITLAVÍK (Kambsvíkurlending) Lendingin er sunnan i fíreiðavík, í fyrsta bás sunnan við Litíavíkurbæinn. Leiðarmerki eru engin. Lendingin er í suð- vestur. Malarbotn, nokkuð stórgrýtt. í mynni bássins er sker. Lendingin er talin miður góð. o. HÚSAVÍK Lendingin er sunnanvert við klöpp, sem liggur fram í sjo fyrir miðri Húsavik, undir horninu á Húsavikurkambi, sem er beint upp af klöppinni. Lendingin er í norðaustur. Malarbotn og klappir. Leiðarmerki eru engin, en farið er eftir dæld. sem er sunnan við Húsavikurkamb og á að bera í Dallandspart, sem er

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.