Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Blaðsíða 5

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Blaðsíða 5
FORMÁLI Veturinn 1976 varð vart svínainflúensu í Fort Dix herstöðinni í New Jersey í Bandaríkjunum og náði smitið að breiðast út frá manni til manns. Óttuðust margir að þetta yrði upphafið á svínainflúensufaraldri í fólki, en svínainflúensuveira virðist vera nánasti ættingi þeirrar veiru, sem olli spánsku veikinni 1918. Af þessu tilefni hvatti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin til rannsókna í aðildarlöndunum á ónæmisástandi fólks gegn svína- inflúensuveiru. Athugunin, sem hér verður sagt frá, er íslenski þátturinn í þeim rannsóknum. Þessi athugun var gerð að frumkvæði landlæknis, en skipulögð og unnin á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði v/Eiríksgötu undir eftirliti og á ábyrgð undirritaðrar. Heilbrigðismálaráðuneytið, landlæknisembættið og Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin tóku á sig þann aukakostnað, sem til þurfti vegna efnis og vinnu við þetta verkefni. Kann rannsóknastofan þeim bestu þakkir fyrir. Þó að tæp 60 ár væru liðin sxðan spánska veikin var hér á ferð- inni, mátti glöggt sjá ehn á mótefnum fólks, hvar sú veiki hafði komið og hverja hún hafði sýkt. Einnig var greinilegt, að skyld- ar veirur höfðu náð að sýkja fólk næstu 10 ár á eftir stórfaraldr- inum 1918. Það kom á óvart, hversu mikil mótefni fundust enn gegn svínainflúensuveiru í blóði þess fólks, sem fætt var fyrir farald- urinn 1918 og hafði verið búsett þar á landinu sem spánska veikin geisaði. Aldursdreifing mótefna gegn svínainflúensuveiru var allt önnur en aldursdreifing mótefna gegn nýjustu A-og B-stofnum inflúensuveiru. Hér á eftir fer skýrsla um þessar rannsóknir og niðurstöður þeirra. Reykjavík, 21. maí 1981 Margrét Guðnadóttir, prófessor

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.