Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Blaðsíða 18

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Blaðsíða 18
16 NIÐURSTÖÐUR Mótefni voru mæld í 1405 blóðsýnum samtals. Á 4. mynd sést aldursdreifing þess fólks, sem sýnin gaf. Myndin sýnir að langflestir í þessu úrtaki fæddust á árabilinu 1888 - 1908. Sá yngsti var 15 ára, en sá elsti 102 ára. Flestir voru á aldrinum 70 - 90 ára, sbr. mynd 4. Ónæmi gegn svínaveiru (A/New Jersey/8/76 (HswlNl)) Dreifing Hl-títra Á 5. mynd sést dreifing Hl-gilda á bilinu 1/10 - 1/1280 og má lesa úr myndinni fjölda þeirra einstaklinga, sem höfðu hvert Hl-gildi, sem athugað var. Myndin sýnir, að flestir eru með Hl-gildi á bilinu 1/20 - 1/80, en fæstir með hærri eða jafnt og 1/320. ónæmi eftir aldri Hl-títra miðað við aldur er að finna í 3. töflu. Á 6. mynd hafa verið reiknuð og teiknuð meðalgildi Hl-títranna eftir aldurs- flokkum. Myndin sýnir, að ónæmi minnka hratt á fyrstu árunum eftir 1918. Þetta má sjá enn skýrara á 7. mynd, sem sýnir að ónæmið hverfur ekki alveg á árunum 1918 - 1920, heldur minnkar jafnt og þétt á árunum 1919 - 1930. Eftir 1930 eru mjög fáir með mótefni gegn svínastofninum. Mest er ónæmið í fólki fæddu á árunum 1898 - 1918 og heldur minna í eldra fólki. Yngra fólkið hefur mun minni eða engin mótefni. Hverjir hafa verndandi mótefni? Á 8. mynd sést hversu stór hluti hvers aldurshóps, sem athugaður var hefur Hl-gildi í þynningu 1/40 eða meiri. Þegar rætt verður um verndandi mótefni hér á eftir eru neðri mörk mótefnamagnsins dregin við Hl-gildi 1/40.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.