Heilbrigðisskýrslur - 11.12.1990, Blaðsíða 8
Inngangur
Fljótlega eftir að sjúkraflutningaráð tók til starfa varð því ljóst að
nauðsynlegt yrði fyrir nefndarmenn að kynna sér persónulega
sjúkraflutninga sem víðast á landinu, ástand þeirra og fyrirkomulag.
Ekki síður yrðu góðar og ítarlegar upplýsingar um sjúkraflutninga
gagnlegar fyrir yfirvöld heilbrigðismála, mennta- og fjármála vegna
ákvarðanatöku síðar meir. Varð það að ráði að famar voru allmargar
kynnisferðir út á land um sumarið og haustið 1988 og vorið 1989 auk þess
sem sjúkraflutningar á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á Reykjanesi vom
kannaðir. Niðurstöður þessara kynnisferða birtast í þessari skýrslu.
Allsstaðar var tekið mjög vel á móti nefndarmönnum. Það var
auðfundið að menn höfðu mikinn áhuga á þessu máli og vildu gera sitt til
að allt væri í sem bestu ásigkomulagi. Hitt var líka greinilegt að þeir
höfðu saknað þess að hafa ekki fram að þessu haft verulegt tækifæri til að
ræða sjúkraflutninga við fulltrúa heilbrigðisyfirvalda, geta leitað ráða
hjá þeim eða sótt til þeirra stuðning við ýmislegt sem þeir höfðu á
prjónunum eða vegna einhvers sem þeim þótti vanta.
Næstum því allir þeir staðir á landinu sem hafa eitthvað með
sjúkraflutninga að gera vom heimsóttir. Við hina (aðeins tvo) var haft
munnlegt og skriflegt samband. Heilsugæslustöðvar vom heimsóttar og
rætt við heimamenn, bæði heilsugæslulækna, héraðslækna,
hjúkrunarfræðinga, sjúkraflutningamenn og yfirmenn þeirra eftir
atvikum. í nokkrum tilfellum var einnig rætt við bæjar- og
sveitarstjórana. Starfsaðstaða var könnuð og bifreiðaskýli.
Sjúkrabifreiðar vom skoðaðar, mældar og myndaðar og búnaður þeirra
skoðaður. Allt var þetta skráð á þar til gerð eyðublöð.
Frá því að þessi könnun var framkvæmd hafa orðið ýmsar breytingar
sumsstaðar á landinu en ekki stórvægilegar. Nýjar bifreiðar hafa verið
keyptar og teknar í notkun, breytingar hafa orðið á starfsliði og húsnæði
o.s.frv. Þrátt fyrir það teljum við að skýrslan gefi nokkuð glögga mynd
af skipulagningu og rekstri sjúkraflutninga á íslandi og þeim
flutningatækjum sem notuð em.
Ásamt skýrslu um sjúkraflutninga sem landlæknir gaf út fyrir
nokkrum árum (Heilbrigðisskýrslur 1982, nr. 1 - Eggert Ásgeirsson)
teljum við að þessi kömrun skapi góða viðmiðun fyrir framtíðina auk þess