Heilbrigðisskýrslur - 09.12.1990, Síða 5

Heilbrigðisskýrslur - 09.12.1990, Síða 5
Inngangur: A undanfömum árum hefur Landlæknisembættið af og til boðið til samráðsfundar um vandamál vegna vímuefnaneyslu unglinga. Vegna gruns um vaxandi fíkniefnaneyslu unglinga bauð landlæknir því til fundar fulltrúum lögreglunnar í Reykjavík, unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, Menntamálaráðuneytis, SÁÁ, Unglingaheimilis ríkisins, Krossins, Rauða kross hússins, Fangelsismálastofnunar ríkisins, Félagsmálstofnunar Hafnarfjarðar og Landsnefndar um alnæmisvamir. Alls voru haldnir 6 fundir síðla vetrar og vorið 1990. Umræðuefni: Fíkniefnaneysla unglinga, áhættuhópar og úrbætur. í umræðunum komu fram ábendingar um að fíkniefnaneysla unglinga væri algengust meðal eftirtalinna hópa: 1) Þeirra sem ekki hefðu lokið grunnskólanámi. 2) Atvinnulausra unglinga. 3) Þeinra unglinga er "lent" hefðu í afbrotum. Var ákveðið að kanna feril þessara unglingahópa nánar. Efniviður: Unglingar sem ekki Ijúka grunnskóla. Upplýsingar fengust úr nemendaskrá Hagstofu íslands (viðauki I). Nemendaskráin nær til unglinga er ekki komu fram í nemendaskrá haustin 1985, 1986, 1987 og 1988. Meðalaldur í 8.bekk grunnskóla er 14 ár og í 9. bekk 15 ár, á 1. ári framhaldsskóla 16 ár og á 2. ári framhaldsskóla 17 ár og er þá miðað við beina braut í skólakerfinu án tafa og án flýtis. Sérskólar vanheilla nemenda, kvöldskólanemendur og aðrir nemendur utan dagskóla em ekki teknir á nemendaskrá. Unglingar sem eru atvinnulausir. Upplýsingar um samfellt atvinnuleysi í 3 mánuði eða lengur og 6 mánuði samfellt eða lengur. Atvinnuleysi meðal 15-24 ára í landinu frá 28.02.1989-28.02.1990 fengust frá Félagsmálaráðuneytinu (viðauki II). Unglingar með ákærufrestun. Upplýsingar um fjölda unglinga 15-21 árs með ákærufrestun, eftir búsetu, menntun, fjölskyldustærð og tegund brota fengust hjá Fangelsismálastofnun ríkisins (viðauki III). Enn ffemur fengust upplýsingar frá Fangelsismálastofnuninni og frá Omari H. Kristmundssyni um tilefni fangavistar og um vistanir ungs fólks 16-24 ára (viðauki IV). Mikilsverðar upplýsingar fengust einnig frá unglingadeild Félasmálastofnunar Reykjavíkur, Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar, Rauða kross húsinu, SÁÁ, Landlæknisembættinu, skólahjúkmnarfræðingum og Unglingaheimili ríkisins. Niðurstöður: Á undanfömum ámm hefur komið í ljós að nokkur hópur unglinga á skyldunámsstigi hafi hætt námi. Kannanir skortir á því hve þessi hópur er stór en likur benda til að hann sé 2-4% árgangs. Tölur þessar miðast við allt landið. Áthyglisvert er að um 20-35% 16-17 ára unglinga virðast ekki stunda framhaldsnám. Athyglisvert væri að kanna hve margir þeirra öðlist starfsmenntun og þjálfun. Niðurstöður rannsókna í vestrænum löndum gefa til kynna að fjölskylduhagir þessara barna em oft bágbornir meðal annars ber mikið á vímuefnanotkun og veikindum meðal foreldra (Mannvernd, Landlœknisembœttið 1988). -3-

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.