Heilbrigðisskýrslur - 09.12.1990, Síða 10
Vímuvarnaráð verði stofnað og komi það í stað Áfengisvamaráðs. f drögum að
frumvarpi til áfengislaga sem nú er verið að semja af heilbrigðisráðherra er gen ráð fyrir að
starfsemi Afengisvamaráðs nái einnig til fíkniefna. Nafnbreytingin er í takt við þróun
þessara mála hér á landi. Svipuð nafnbreyting hefur verið gerð í nágrannalöndum. Gert er
ráð fyrir að ráðið fái fasta fjárveitingu og ráði sér starfsmenn og erindreka.
Forvarnasjóður. Lagt er til að komið verði á fót sérstökum forvarnasjóði á vegum
ríkisins. í hann verði veitt 20 milljónum árlega. Opinberar stofnanir, félagasamtök og
einstaklingar geta sótt um styrki í sjóðinn að uppfylltum ákveðnum skilyrðum:
Vímuvamaráð sjái um veitingu fjárstyrkja. Um sé að ræða forvamaverkefni sem beinist að
vímuefnaneyslu bama og unglinga. Umsækjandi þarf að leggja fram ítarlega áætlun um
verkefnið þar sem fram komi mat á vandanum, eðli hans og umfangi, verk- og
kostnaðaráætlun, viðmiðanir um árangur og áætlun um hvemig meta eigi árangur að
verkefninu loknu. Hugsanlegt er að setja nánari skilyrði, t.d. að umsækjandinn sýni fram á
að hann hafi faglegar forsendur tíl að sinna verkefninu, að um sé að ræða samstarfsverkefni
tveggja eða fleiri aðila/stofnana o.s.frv. Stjóm sjóðsins tekur síðan umsóknir til umfjöllunar
og ákveður úthlutun (Einar Gylfi Jónsson).
Lagt er til að ísland gerist aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun
með fíkniefni og skynvilluefni.
Með hliðsjón af þeim mikla kostnaði sem hlýst af vistun á sjúkrastofnunum, en kostnaður
einstaklings fyrir fulla meðferð er nú um 300.000-400.000 krónur, fyrir utan þann
kostnað er þjóðfélagið ber vegna framfærslu og afbrota hvers fíkniefnaneytenda, mætti veija
mun meira fjármagni tíl aukinnar aðstoðar við heimili og fjölskyldur sem minna mega sín og
til fyrirbyggjandi starfs í skólum en nú er gert. Bent hefur verið á úrræði í þessu efni af
Unglingaheimili ríkisins. Bætt lífsgæði og mannsæmandi líf sem af slíkri starfsemi hlýst
verður ekki metið til fjár. Heilbrigðis-, félagsmála-, dóms- og menntamálayfirvöldum ber
því að taka upp mun öflugara fyrirbyggjandi starf á þessu sviði en nú er gert. Við
ákvarðanatöku um aukin fjárútlát í þessu skyni ber að hafa í huga að þeir
einstaklingar er síðar gista fangelsi og sjúkrastofnanir vegna afbrota og
fíkniefnaneyslu koma að verulegu leyti úr hópi ungmenna er hér hefur við
lýst.
Nú hafa stjómvöld komið á fót meðferðarheimili fyrir þau ungmenni sem verst eru farin af
vímuefnaneyslu og er það vel. Þetta má þó ekki verða til þess að stjórvöldum finnist nóg að
gert, stofnanameðferð getur aldrei komið í stað forvarna.
- 8 -