Skyggnir - 01.01.1980, Blaðsíða 6
sú aÖ Kommúnistaávarpið er sá rétttrúnaður sem valdhafarnir beita
til að viðhalda völdum. Kenningarnar eru boðaðar sem trúarbrögð til
þess að viðhalda valdinu og auka það, en einmitt hættulegasta vopn
Sovétríkjanna er vopnavaldið. Það er gamalt lögmál að valdsmenn
reyna ávallt að viðhalda valdaaðstöðunni, jafnvel með þeim aðferðum
sem^þeir upphaflega beittu til þess að ná völdum. Vald felur einnig
í sér meðfædda tilhneigingu til^þess að útvíkka umráðasvæði sitt
(sbr. P. Worsley).^Hugsjón kommúnismans var grundvöllur að heims-
valdastefnu Sovétríkjanna, en með tímanum hefur þetta stórveldi
fellt ^grímuna ^og gerræðistilhneigingin stendur berskjölduð. Þetta
er þróun kommúnismans. Og þannig varð Marx "guðfaðir þjóðskipulags sem
gefur þegnum sínum steina í stað brauðs og sprengir í stað betra lífs".
Þið íslensku kommúnistar, fyrir hverju er þá barist?
SVAR :
(Úr mætti hins veika eftir Jón úr Vör)
"Og þá mun ég ganga hinn sama veg og ég valdi mér í æsku, því
á leiðinni að takmarkinu býr hamingja baráttunnar, en vonbrigðin
á vegarenda".
Gunnar Þorsteinsson.
taoismi
Taóismi er upprunninn í Kína á 6. öld f. Krist. Höfundur hans
er talinn vera maður að nafni Lao Tse. I gömlum arfsögnum er þess
getið að hann hafi fæðst árið 6o3 f. Kr. í héraðinu Honan. Er hann
ver ungur að árum ferðaðist hann um versturhéruð Kína og er talið að
hann hafi orðið þar fyrir áhrifum af indverskri heimspeki. Hann gerðist
skjalavörður konungsins í Tsju og gat hann af sér gott orð, fyrir
þekkingu og vitsmuni. Þar starfaði hann í fjölda mörg ár. Er hann sá
að spilling og hnignun færðust í vöxt í ríkinu ákvað hann að yfirgefa
siðmenninguna.
Sagan segir að hann hafi komið í vagni dregnum af tveim uxum til
varðstöðvar einnar á norðvesturmærum Kína. Hleypti landamæj'avörðurinn
honum ekki yfir fyrr en hann hefði ritað eitthvað af speki sinni. Lét
Lao Tse honum þetta eftir og reit á tveim dögum Bókina um veginn. í
bók’þessari má finna stefnu taóista. Hvarf hann síðan yfir landamærin
og fóru engar frekari spurnir af haonum.
UPPHAFIÐ: í upphafi tímanna þegar fruma veraldar, Tai Ki, frum-
ljósvakinn, tók að skipta sér í frumefnin tvö, Jang og Jin, var Taó
að verki. Taó er hinn hljóði, huldi grunnur og vit tilverunnar. Taó
er hið eilífa alvald. Taó er lögmál iífsins.
Hugmyndin um hin tvö frumefni Jang og Jin er frábrugðin öðrum
sígildum heimspekistefnum er hafa tvxhyggju að uppistöðu, að því leyti
að öflin er í raun samstæður en ekki andstæður. Jang og Jin bæta hvort
annað upp og vinna saman og eru nauðsynleg, ef náttúran á að gánga sinn
eðlilega gang. Samstilling þeirra, reglan í alheimi stafar frá Taó.
Þess vegna er það æðsta takmark hvers taóista að lifa samkvæmt kröfum
Taó. í Bókinni um veginn er mönnum bent á hvernig hægt er að lifa sam-
kvæmt kröfum Taó. Laó Tse leggur mikla áherslu á þrjár megindyggðir,
en þær eru hógværð, sparsemi og lítillæti.
Heimshöfnun, afneitun þess lífs, sem vér lifum með umsvifum þess
og eftirsckn eftir gengi o^ veraldar^æðum, það er hjálpræðisvegur
Laó Tse. Maðurinn á að snua burt fra veraldlegum gæðpm til baka til
náttúrunnar og einfelninnar.
í bókinni er hægt að finn-a mörg gullkorn kínverskrar heimspeki en
fyrir þá sem vilja kynna sér taóisma í alvöru vil ég benda á að lesa
BÓkina um veginn, því að "það Taó, sem lýst er með orðum er ekki hið
eilífa Taó".
"Að þekkja fáfræði sína er hið æðsta. Að þekkja hana ekki, en
hyggja sig fróðan, er sjúkdómur."
Ra-gnar Óraarsson.