Skyggnir - 01.01.1980, Page 8

Skyggnir - 01.01.1980, Page 8
Eins og flestum er kunnugt, var heimsspeki miðalda, tómismi inn, aðeins þjónn kirkjunnar. Henni var aðeins ætlað að vera túlkun á kreddukerfi kaþólskunnar, og ef menn voguðu sór að reyna að koma með aðrar túlkanir á ýmsum fyrirbærum, blasti glötunin við. En eftir því sem borgarastlttin dafnaði, fór hún að skapa slr sjálfstætt heimsspekilegt viðhorf í baráttu sinni gegn llnsveldinu. Með orðinu heimsspeki, er hlr einkum átt við þekkingarfræðina, þ.e. manninn og afstöðu hans til umhverfisins. Þessi andlega frelsisbarátta tók á sig ýmsar myndir, ailt sam- kvæmt framgangi og þróun vísindanna, og einnig eftir því hver- nig styrkleikahlutföll stettanna voru eða hversu einörð þessi barátta var. Hún kom fram m.a. í tvíhyggjunni (Kant), Hughyggjunni (m.a. Hegel) og í efnishyggjunni (m.a. Feuerbach). I kerfi Hegels nær hughyggjan hámarki sínu, og hefur jafn- framt runnið sitt skeið. Díalektík Hegels, er í eðli sínu kenning borgarastlttarinnar, og kjarni hennar er hið díalekt- íska þróunarhugtak, sem stillt er upp gegnt kyrrstöðukenningum kirkjunnar. Samkvæmt þessu hugtaki er litið á hlutina, og fyrir- bærin, sem stöðuga verðandi og umleið eyðingu, þau eru ekki óumbreytanlegir nl einangraðir, heldur þver^t á móti í órjúfan- legum tengslum, og háðir sífelldum breytingum. Aflvaki þessarar vei-'ðandi er mótsögnin, eða eins og hann segir "Mótsögnin er rót allrar hreyfingar og alls lífs; því aðeins að eitthvað feli í slr mótsögn, hreyfist það, hefur til að bera hvatir og starfandi líf". Þessi mótsögn neitar sífellt verandi ástandi, og skapar annað nýtt, o.s.frv. En þar sem dxalektík Hegels var byggð á grunni hughyggjunnar, gerði hann ráð fyrir því að hugsunin, "andinn" væri hið upprunalega, en hinir raunveru- legu hlutir, og ferli, væru aðeins raungerðar eftirmyndir hans. Þessi "andi" er því ekkert annað en leifar guðshugtaksins. Þarna liggja annmarkar Hegelismans, því hlr voru höffc enda- skipti á hlutunum, og öfiu raunverulegu samhengi snúið við. Hversu rlttar og snjallar ály-tanir sem :egel dró af samhengi einstak.ra atriða, hlaut, af f;/rrgreindum ástæðum,svo að fara, að niðurstaðan varð röng, og því verður að telja kerfi hans einn feikimikinn vanskapnað.

x

Skyggnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skyggnir
https://timarit.is/publication/1736

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.