Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1971, Page 185
ÁGRIP Á ÍSLENZKU
Ritgerð þessi fjallar um jarðeðlisfræðilegar rannsóknir á berg-
grunni íslands, sem gerðar hafa verið á s.l. 10 árum. Hefur einkum
verið beitt svonefndum skjálftamælingum í þessu skyni. Gagna-
söfnun og fyrsta úrvinnsla var gerð á vegum Orkustofnunar, en end-
anleg samning þessarar ritgerðar fór fram á timabilinu frá október
1968 til marz 1970, er höfundur starfaði við Raunvísindastofnun
Háskóla Islands.
Markmið rannsóknanna hefur verið að afla sem rækilegastrar
þekkingar um hin dýpri berggrunn Islands og tengja hana niður-
stöðum jarðfræðilegra rannsókna á yfirborði landsins. Sams konar
skjálftamælingar og hér hefur verið beitt hafa víða verið gerðar til
könnunar á jarðskorpunni undir úthöfum, einkum með tilliti til mið-
uthafshryggjanna svonefndu. Búast mátti við, að á Islandi væri um
rciargt auðveldara að túlka niðurstoður af þessu tagi í ljósi annarrar
jarðfræðilegrar þekkingar en hægt væri að gera á úthafssvæðum.
Gætu því niðurstöðurnar haft gildi, ekki aðeins fyrir íslenzka jarð-
fræði, heldur einnig fyrir rannsóknir á jarðskorpunni undir úthöf-
uniun, sem er af nokkuð annarri gerð en jarðskorpa meginlandanna.
Fyrstu skjálftamælingamar af þessu tagi hér á landi vom gerðar
á árunum 1959 og 1960 af dr. M. Báth frá Uppsölum og Eysteini
Tryggvasyni jarðskjálftafræðingi í náinni samvinnu við jarðhita-
deild raforkumálastjóra. Var þeim síðan haldið áfram kerfisbundið
og fyrstu árin einkum lögð áherzla á könnun efri hluta jarðskorp-
unnar ofan 5 km dýpis. Þegar slíkt yfirlit var fengið um mestallt
landið, voru dýpri mælingar gerðar, einkum á Suðurlandi og á land-
grunninu við suður- og vesturströndina. Fengust þannig á vissum
svæðum upplýsingar niður á um 20 km dýpi.
Með þeirri mæliaðferð, sem notuð hefur verið, er skjálftabylgjum
komið af stað með sprengingu við yfirborð, oftast í vatni á nokkurra