Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1971, Blaðsíða 186
186
GUÐMUNDUR PÁLMASON
metra dýpi. Síðan er kannað, hvernig þær berast út. Það er gert með
mælingum á yfirborði í mismunandi fjarlægð frá sprengistað, allt
upp í 100—200 km. Sýnt hefur verið fram á, að jarðskorpan undir
Islandi er lagskipt með tilliti til bylgjuhraða. Sömu lagamót finnast
víðast hvar, en á nokkuð mismunandi dýpi. Til könnunar á lagskipt-
ingunni hafa einkum verið notaðar svonefndar P-bylgjur, sem eru
sama eðlis og hljóðbylgjur í lofti.
Á eldgosabelti landsins eru yfirborðsberglög tiltölulega laus í sér
og hafa lágan bylgjuhraða, frá um 2,1 til 3,4 km/sek. Þótt þessi
berglög séu mjög sundurleit að gerð, hafa þau verið sett hér í einn
flokk og gefið nafnið lag 0. Meðalhraði í þeim er um 2,8 km/sek og
þykkt þeirra allt að 1000 metrum.
Á hinum tertieru svæðum á Vestur-, Norður- og Austurlandi er
bylgjuhraðinn í yfirborðsbergi nokkru hærri, að meðaltali um 4,1
km/sek (lag 1). Þessi hraði tekur og við undir lagi 0 í gosbeltinu.
Af því er dregin sú ályktun, að hin tertiera basaltmyndun taki við
víðast hvar undir lagi 0 í gosbeltinu. Á enn meira dýpi hækkar
bylgjuhraðinn og verður nálægt 5,1 km/sek (lag 2). Bergmynd-
anir með þessum hraða finnast á yfirborði aðallega á Suðausturlandi,
og eru einnig víðast hvar undir lagi 1. Undantekning frá þessu virð-
ist vera Reykjanesskaginn, þar sem ekki verður vart við lag 2. Þau
gögn, sem fyrir liggja, benda til þess, að lag 2 sé að mestu leyti tertier
hraunlög, sem hafi verið á meira dýpi en lag 1. Mörkin milli laga 1
og 2 eru ekki alls staðar greinileg.
Neðan við lag 2 hækkar bylgjuhraðinn í um 6,5 km/sek (lag 3).
Er dýpi á þessi lagamót mjög breytilegt, allt frá um 1 km og upp í
um 10 km. Berg með þessum hraða finnst því hvergi á yfirborði, og
ályktanir um gerð þess verða aðeins dregnar óbeint. Þessi lagamót
hafa verið rakin um allt landið og gert kort af dýpi þeirra (37. mynd).
Á 8—16 km dýpi vex bylgjuhraðinn enn í um 7,2 km/sek (lag 4).
Þessi lagamót hafa aðeins verið könnuð á Suður- og Vesturlandi og
á landgrunninu við suður- og vesturströndina. Á öllu Suðvesturlandi
er dýpi á þessi mót 8—9 km, en það virðist vaxa í 14-15 km austan
við gosbeltið á Miðsuðurlandi. Þær mælingar, sem hér er fjallað um,
benda einnig til þess, að þessi mót liggi dýpra á Norðurlandi, e.t.v.
á 14-16 km dýpi. Lag 4 er sennilega af sömu gerð og efri hluti jarð-
möttulsins á miðúthafshryggjunum, enda þótt bylgjuhraðinn sé lítið
eitt lægri hér en venjulega mælist á þeim svæðum.
Lögð hefur verið áherzla á að fá sem skýrasta mynd af mótum
laga 2 og 3, sem hvergi ná upp á yfirborð. Þessi lagamót eru eitt