Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Qupperneq 3

Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Qupperneq 3
BARNADAGURINN 1939 3 Fullveldi og uppeldi. Eftir Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóra. Á tuttugu ára afmæli fullveldis okkar íslendinga, 1. des. síðastl., var í ræðu og riti tíundað og fram talið flest af því, sem mikilvægast þótti og áunnizt hafði um ræktun lands- ins, samgöngur, byggingar o. fl., þessa tvo áratugi, sem við höfðum þá ráðið okkur sjálfir. Og þetta framtal sýndi okk- ur enn þá ljósar en áður, hve stórfeldar framfarir höfðu að ýmsu leyti orðið, hve tognað hafði úr gróðurlendum, vegir höfðu lengzt og veglegum byggingum fjölgað. Töðu- afli og kartöfluuppskera hafði t .d. meira en tvöfaldast, áveituhey aukizt um hundruð þúsunda hestburða, afgirt skóglendi stækkað meira en um helming og sandgræðslu- svæðin tvítugfaldazt; akvegir nærri fimmfaldazt, á þriðja hundrað brýr verið byggðar, tveim milljónum króna verið varið til vitabyggingar og hátt á níundu milljón til síma- lagningar og annarra skyidra framkvæmda; burðarmagn farþega- og flutningaskipa þjóðarinnar nálega þrefaldast, bílaeignir sexfaldazt, komið upp veglegri sundhöll, fjölda sundlauga, átta spítölum, mörgum barnask'ólum, hús- mæðraskólum, héraðsskólum, þjóðleikhúsi, háskólabygg- ingu o. fl. o. fl. Ekki er að undra, þótt þessar og því líkar upptalning- ar gerðu okkur dálítið hreykna og áfengi hinna stórstígu framfara stigi okkur ofurlítið til höfuðs; því að miklu hef- ir óneitanlega verið áorkað á skömmum tíma. En ekkert af því, sem hér hefir verið nefnt eða neitt annað, sem fram kom í orðum manna og skrifum tuttugasta fullveld- isdaginn, veitti þó nokkra verulega vitneskju um það, sem mikilvægast var af öllu: hvort íslenzka þjóðin hefir vaxið að vizku og maunkostum þetta tuttugu ára skeið. Hinar áþreifanlegu umbætur og miklu framfarir bera að vísu glöggt vitni um áhuga, framtak og vaxandi verktækni, og víst eru þetta góðir kostir meðan þeim er beint til far- sældar lands og lýðs. Athuganir og skýrslur herma og, að mannsæfin á Islandi sé að lengjast, ungbarnadauði sé í rénun og unglingarnir sé nð verða hávaxnari en foreldr- ar þeirra. En án viðhalds og vaxtar hinna æðri, sígildu mannkosta, er allt þetta lítilvægt. Áhugi, framtak og tækni getur snúist til bölvunar þjóð og landi, framlenging ham- ingjulausrar ævi er lítið ánægjuefni og langur ættleri er öllu leiðari en hinn, sem lægri er í lofti. Nú skal að vísu ekkert um það dæmt, hvort hér á landi hafi heldur hall- að til andlegs ófarnaðar, hamingjuleysis og úrkynjunar sumra beztu mannkosta síðustu áratugi. En hitt er víst, að slíkir mannkostir hafa dregizt aftur úr annari þróun á landi hér.. Eða mun nokkrum koma í hug, að halda því fram, að orðheldni, hófsemi, drengskapur í deilum og baráttu, sjálfstjórn, sannleiksást og göfuglyndi hafi auk- izt á hinu tvítuga fullveldisskeiði, sem þó hefir verið svo auðugt að ytri umbótum? En ef vexti þessara kosta hefir hnignað, þá er fullveldið og flest önnur verðmæti í hættu. Um engan hlut í veröldinni ætti okkur að vera annara en það, að ala upp sterka og göfuga menn. Ef það gleym- ist, er til einskis barizt. Uppeldi barna og unglinga er okk- ar mikilvægasta mál. Hver maður býr alla ævi að þeirri meðferð og mótun, sem vöxtur hans, hinn ytri og innri, mmtmm mmmmv Gefið börnunum All-Bran og Corn Flakes aiibrah daglega. Fæst allsstaðar. Verzlunin BRYNJA Reykj avík. Selur ávallt: Fyrsta flokks verkfæri fyrir trésmiði, húsgagnasmiði, málara og múrara. Garðyrkjuverkfæri. Útsögunartæki og smærri verkfæri fyrir börn. Útvegum smiðatól við trésmiði nemenda í barnaskólum. Laugaveg 3. Föt, fataefnl í mikiu úrvali. Fötin sauniuð á stuttum tíma. Dömukápur og dragtir, saumað eftir nýjustu tízku. Mikið úrval af Sumarefnum og tilbunum kópum. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f.

x

Barnadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.