Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Síða 10

Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Síða 10
10 BARNADAGURINN 1939 „S UNN A“ er mestTnotuð á lampa og eldavélar, hún er hrein og tær, veitir beztu birtu og mestan hita. Olíuverzlun íslandi Ii.f. Símar 1690 og 2690 Einn dagur í Grænuborg. Eftir forstöðukonu dagheimilisins í Grænuborg. Klukkan er að verða níu og alltaf eru börnin að tínast inn um stóra hliðið í Grænuborg. Stærri börnin taka stökkið í kring um húsið um leið og komið er inn. Það er nefnilega mikið metnaðarmál hjá þeim, að verða fyrstur í rólurnar að morgni. Fóstrurnar taka á móti yngstu börnunum, klæða þau úr ytri fötunum og fara með þau beint inn. Nú birtist stúlka í dyrunum og hringir bjöllu. Börnin koma hlaupandi úr öllum áttum. Þau hengja fötin á snag- ana sína og raða sér upp inni í leiksal. Þau syngja morgun- söng áður en þau fara inn í borðstofuna, þar sem þau fá hafragraut og lýsi. Börnunum er skipt niður í flokka eftir „í Grœrmborg, í Grœnuiborg er gaman oft & vorin .. Lýsissamlag íslenzkra botnvörpunga Reykjavík. Símar: 3616 og 3428. Stærsta og fulikomnasta kaldhreinsunarstöð á íslandi. Mutiið að íslenzka þorska- lýsið hefir í sér fólginn mik- inn kraft og er eitt hið fjör- efnaríkasta í heimi. aldri, eins marga og fóstrurnar eru. Hver fóstra annast svo sinn flokk, 15—20 börn. Börnin bíða með hendur í kjöltum þangað til allir borðfélagar þeirra eru seztir, því að þá fyrst segir fóstran þeim að gjöra svo vel. Það verða nokkur börn úr elztu flokkunum eftir í borðstofunni að máltíðinni lok- inni, til þess að þvö borðin og sópa gólfin. Þetta er gert til þess að venja þau við eitthvert starf. „Megum við ekki fara í göngutúr í dag, — það er svo gott veður?" kveður allsstaðar við. „Já“, er svarað, „en eldri börnin eiga fyrst að reyta arf- ann í kálgarðinum“. Minnstu börnin, sem eru of lítil til að fara upp í Öskjuhlíð, eru í leikjum niður á túni með fóstru sinni. Þegar litlu garðyrkju- mennirnir hafa lokið starfi sínu, dreifast þeir út um tún og leikvöll. Nokkrir drengir hlaða sér virki úr grjóti, sem tínt hefir ver- ið af túninu; telpurnar búa til fallega blómsveiga úr smára og baldursbrá. En sum eru uppi í klifurgrind að gá að hópnum, sem fór í gönguförina. — Þarna koma þau syngjandi: „Hæ! hæ! og hó! hó! Við erum að fara í Grænuborg!“ Nú er hringt til mið- degisverðar. Gönguförin og garðavinnan hafa örvað lystina Litlu garðyrlcjumennimir.

x

Barnadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.