Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Page 14
14
BARNADAGURINN 1939
Framkvæmdir og fjárhagur
„Sumargjafar“ árið 1938.
Félagið byrjaði starfsemi sína að vanda með hátíðahöld-
um á sumardaginn fyrsta — barnadaginn —. Undanfar-
ið hafði hvert ár fært nýtt met í fjáröflun, þrátt fyrir veik-
indi og erfiðar ástæður. Svo varð einnig í þetta sinn.
Reykvíkingar eru raungóðir.
Hreinn ágóði af barnadeginum varð (af skemmtunuij-
um kr. 2.552.00, merkjasölu kr. 3.857.00, ,,Sólskin“ kr.
1.620.00, „Barnadeginum“ kr. 1.387.00) alls kr. 9.416.00.
Aðrir tekjuliðir félagsins voru gjafir og áheit, minningar-(
spjöld, bazar, húsaleiga í Grænuborg, vextir af peningum,
meðlög barna á dagheimilunum, opinberir styrkir (frá bæj-
arsjóði kr. 4.500.00 — ríkisstyrkur kr. 3.000.00) og árgjöld
félagsmanna. Um s.l. áramót voru félagsmenn rúml 600.
— Brúttó-tekjur af allri starfsemi félagsins árið 1938 (þar
í taldir styrkir) varð um 30 þúsund krónur. Brúttógjöld
urðu um 28 þúsund krónur. Fé þessu er fyrst og fremst
varið til dagheimilanna, viðhalds og viðbótar á áhöldum,
viðhalds húsanna og viðbóta, auk ýmsra gjalda, sem
svona viðamikil starfsemi þarf ætíð að standa skil á.
Fyllstu varúðar er gætt um meðferð fjárins, og má fullyrða
að hver eyrir fer fyrir nauðsynleg verðmæti og þangað sem
þörfin er mest. Endurskoðaðir ársreikningar, ásamt skýrslu
um störf fél., eru prentuð árlega og send félagsmönnum,
alþingismönnum og bæjarfulltrúum.
Dagheimilin í Grænu- og Vesturborg störfuðu um
þriggja mánaða tíma s.l. sumar. Alls komu á bæði dag-
heimilin þennan tíma 250 börn, og dvalardagar þeirra
urðu 11466. En heildarkostnaður vegna sumar-dagheim-
ilanna varð kr. 13.400.00 Um 70% barnanna dvöldu kostn-
aðarfrítt vegna fátæktar, ómegðar, veikinda og atvinnu-
leysis.
Nýung var það, að nú var í fyrsta sinni ráðist í að reka
vetrarheimili í Vesturborg. Er það í þetta sinn bæði dag-<
og sólarhrings-heimili. Heimili þetta starfaði 3 mán. fyr-
ir nýár (og starfar enn). 30 börn komu á heimilið, voru dval-
ardagar þeirra alls 1467, en kostnaður til nýárs kr. 3.409.00.
280 böm hafa því notið vistar á dagheimilum fél. 1938.
Dvalardagar þessara barna eru alls um 13 þúsund, er
kostuðu félagið 17 þús. kr. — Um 20 starfsstúlkur hefir
félagið haft í þjónustu sinni á árinu, auk læknis, smiða,
garðyrkjumanna o. fl. Kaupgreiðslur til þessa fólks, á-
samt hlunnindum (fæði, húsnæði) hafa alls numið um 10
þúsund kr. Félagið veitir því nokkra atvinnu.
Framfarir barnanna voru góðar, svo sem vog og mál-
band sanna, ásamt umsögn heimilislæknis. Hefði að vísu
mátt segja frá því t. d., hvað mörgum meðal-mannslengd-
um og þyngdum þessi 280 börn bættu við sig samanlagt
s. 1. starfsár. En því verður að sleppa. Hins má geta, að fél.
hefir frá sumarmálum í fyrra til jafnlengdar nú framreitt
rúmlega 30 þúsund máltíðir fyrir börn sín.
Auk þessa höfðu börnin svo auðvitað frjálsan aðgang
að sólaryl og birtu, hreinu lofti og gróandi jörð. En um
áhrif þessa geta þeir einir dæmt, sem sjá börnin, þegar
þau koma á vorin, og svo aftur, er þau fara, heim á haustin,
ísak Jónsson.
Bunaðarbankí Islands
Reykjavík. — Útibú á Akureyri
Kennnið börnum yðar að spara.
Pað gerið þér með því að gefa þeim nýjan
sparibauk frá Búnaðarbankanum.