Barnadagsblaðið - 18.04.1946, Síða 7

Barnadagsblaðið - 18.04.1946, Síða 7
BARNADAGSBLAÐIÐ 5 Grænaborg. Vesturborg Tjarnarborg. Suðurborg. &uthat(fja^ap oa tetAtöiukcnur þeirra. Hér verSur „borgum“ Sumargjafar lýst í þeirri röð, sem þeim var komið upp, eða þær voru teknar til afnota fyrir starfsemi félagsins: GRÆNABORG stendur við Hringbraut í gamla Grænuborgartúninu. Hún var byggð sumarið 1931 og er fyrsta húsið, sem Sumargjöf kom upp. Grænuborg er sniðin eftir Mc Millan skólanum í London, einnar hæðar hús, upprunalega með tveimur stórum stofum og eld- húsi. En 1943 var bætt við stórri stofu og gangi, svo sem sjá má á litarmun þaksins á myndinni. I Grænuborg hefur verið dagheimili á sumrin, en skóli á veturna. — Hún hefur í 2 sumur verið sumarskáli frá Suðurborg. — VESTURBORG stendur við Kaplaskjólsveg og var byggð upp úr brunarústum barnaheimilisins „Vorblómið" á Grundarbletti, árið 1937. Hún var byggð fyrir dagheimili, en þar hefur fyrir aðkallandi nauðsyn verið starfrækt vistheimili frá því árið 1939. Og nú er rekið þar upptöku- heimili samkvæmt samningum við bæjarsjóð Reykjavíkur. 18—20 börn eru þar að jafnaði á dag. Forstöðukona í Vesturborg er frú Ingibjörg Jónsdóttir, sem áður var forstöðukona ingibjörg Jónsdóttir dagheimilisins í Grænuborg í mörg ár. — forstöðukona í Vesturborg TJARNARBORG, Tjarnargötu 33 keypti félagið haustið 1941. Með kaupum á því húsi, var Sumargjöfinni fyrst fært að reka dagheimili árið um kring. Þar var einning rekinn leikskóli. Og um tíma var þar vöggustofa félagsins. Húsið er að vísu timburhús. En vel hefur verið til þess vandað, og stofur eru rúmgóðar. Ungfrú Þórhildur Ólafsdóttir hefur frá byrjun haft for- stöðu fyrir starfsemi Sumargjafar í Tjanarborg. Urn 110 börn dvelja í Tjarnarborg að jafnaöi á dag. — Þrjár framangreindar borgir eru eign Sumargjafar. — SUÐURBORG stendur við Eiríksgötu 37 og Hringbraut 78. Þetta eru tvö sambyggð steinhús, eign bæjarsjóðs. En lánuð sumargjöfinni, samkvæmt samningi. I Suðurborg er rekið dagheimili, leikskóli, vistarheimili og vöggu- stofa. Ungfrú Áslaug Sigurðardóttir er forstöðukoná í Suðurborg. En Þórhildur Ólafsdóttir ungfrú Áslaug Marta Sigurðardóttir hjúkrunarkona er deildarforstöðu- forstöðukona í Tjarnarborg kona vöggustofunnar þar. — 90—100 börn eru í Suðurborg að jafnaði á dag. Bamadagsblaðið birt- ir hér myndir af „borga“- stjórum „borganna“, for- stöðukonunum. A þeim hvílir sá mikli vandi að stjórna daglegu starfi barnaheimilanna. Og Sumargjöfin á því láni að fagna að þær hafa reynzt þeim mikla vanda fyllilega vaxnar. Nýjar ,,borgir?“ Öll þau hús, sem Sumargjöf ræður yfir eru jafnan fullskipuð löngu fyrirfram. Daglega geta þó dvalið þar um 230 börn. Mikil nauðsyn er á að koma upp nýjum húsum fyrir starfsemi félagsins. Þó að kæmust upp aðrar fjórar borgir strax á þessu ári, sem gætu rúmað um 100 börn hver, mundi það ekki gera betur en fullnægja eftirspurninni, eins og hún er nú fyrir dagheimili og leikskóla. Stjórn Sumargjafar er nú að láta vinna að teikningu að nýrri „borg,“ sem vonandi verður hægt að byrja að byggja á komandi sumri. Og Sumargjöf á sér ekki betri sumarósk en þá, að hún geti stuðlað að því, að rnjög bráðlega verði komið upp fyrir- myndarhúsum fyrir dagheimili og leikskóla víðsvegar um borgina Áslaug Sigurðardóttir Áslaug Marta Sigurðard. forstöðukona í Suðurborg forstöðuk. vöggustofunnar. Gleðilegí sumar. Í.J.

x

Barnadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.