Barnadagsblaðið - 18.04.1946, Blaðsíða 13

Barnadagsblaðið - 18.04.1946, Blaðsíða 13
BARNADAGSBLAÐTÐ 11 MöMMURABB — (Framh. af 7. síðu). þar laus við hina ískyggilegu kreppu borgarlífsins. Allt virðist mæla með því, að vistarheimili séu byggð utan við bæinn. Um dagheimilin og leikskólana gegnir öðru máli, þau þurfa að vera þannig í bæ sett, að ekki þurfi að fara óra- leið með börnin. Þegar byggt verður yfir barnaheimilin, virðist vera óhætt að fara á flot með stærri kröfur, en fært hefur verið fram að þessu. Mér hefur komið til hugar, hvort ekki væri hægt að hafa ljósastofur 1 hverju barnaheimili. Það er nú þegar viðurkennt, að Ijósböð séu íslenzkum börnum ómissandi að vetrinum, en erfiðleikar á því að veita þau eru margvíslegir. T. d. geta mæður oft og tíðum ekki komið því við, allra sízt í ótíð og vondu færi, að fara langan veg með börn sín, svo að þau fái notið ljósbaðanna, sem Líkn veitir ungum börnum. Væri nú ekki mögulegt að samvinna tækist milli Líknar og Sumargjafar? Þannig, að Líkn hefði einskonar útibú í barnaheimilunum, og börn í nágrenni hvers barnaheimilis ættu þess kost að fá þar ljósböð, hvort sem þau væru að öðru leyti á vegum barnaheimilisins eða ekki. Eitt af því, sem gera þarf til hagsbóta fyrir börn og mæð- ur, er að koma á fót ódýrri framleiðslu á húsbúnaði og ýms- um áhöldum fyrir börn. Mér meira en blöskrar það verðlag, sem nú er á barnarúmum, stólum, grindum, rólum o. s. frv. Fólk, sem hefur meðaltekjur eða þar fyrir neðan og ef til vill talsverða ómegð, getur ekki keypt fyrir svo þúsundum króna skiptir þá hluti er ég hefi nefnt, að viðbættum vagni og kerru, sem eru ómissandi. Útkoman *7erður því sú, að reynt er að komast af með sem allra fæst af þessu, og rúm- stæði oft keypt með það fyrir augum að það geti dugað barn- inu til átta eða tólf ára aldurs. í stað þess að barn, sem hefur hentugt rúm með háum rimlum, getur leikið sér og brölt í því, þangað til það sofn- ar, þarf það í rúmi með lágum bríkum stöðuga aðgæzlu og venzt á að því sé sinnt alltof mikið og oft svæft í stað þess að venjast á að sofna af sjálfsdáðum. Svo er önnur hörmungin. Þar, sem hvorki eru til grind- ur eða róla fyrir barnið, er það skríðandi um allt, nuddar sér upp úr misjafnlega þrifalegum fótsporum, snapar í sig mola og rusl, sem það er furðu fundvíst á. Það þreytir með því að þvælast allsstaðar fyrir, og helzt þar, sem sízt skyldi. Börn fýsir oft meira að leika sér að því, sem ekki verður beinlínis til leikfanga talið og er þá býsna óþægilegt að hafa þau lausbeizluð. Meðan þau eru á eldhúsáhaldaskeiðinu er hættan lítil, því að það er tiltölulega meinlaust að þau leiki sér að trésleifum og burstum. En þegar þau fara að sækja í skófatnað og blaðarusl þá fer að kárna gamanið. Grindur og róla mundi tryggja barnið gegn þeirri hættu að skríða um óhrein glóf og snapa í sig og káfa á hinu og öðru, sem sýk- ingarhætta getur stafað af. Lofa því svo að skríða um frjálsu, þegar vel stendur á. Þá er hái stóllinn með borðplötu hinn mesti þarfagripur. Barnið venst á að sitja rólegt, þegar borðað er, og æfist fyrr en ella við að borða sjálft. Það er einhver munur eða þegar setið er með barnið við venjulegt inatborð, og fyrr en auga festir á hefur það skellt lófanum ofan í sjóðheitan súpu- disk. Gusurnar ganga í löngum bogum, barnið rekur upp sársaukakvein, borðhaldið leysist upp með skelfingu. Fólkið fer að verka föt sín, þrífa borðið og stumra yfir brenndu barninu, guðsmildi ef ekki eru fleiri brenndir. Ávinningurinn við það, að barnið hafi búshluti við sitt hæfi, er mikill. Það venst á að una glatt við sitt og vera í ró við leik sinn, og það losnar við að stuggað sé við því, ýtt úr vegi með fæti, fengið í dauðans ofboði dagblaðsræksni, til að rífa í sundur og sleikja í sig prentsvertuna, svo að önn- um kafin móðir fái flóafrið. Ég vil skjóta því hér inn í, hvort ekki væri rétt að hafa skriðdeild, sem þátt í starfssemi dag- heimilanna. Áreiðanlega yrðu margar konur því fegnar að koma ungbörnum sínum fyrir stund á daginn, þar sem þær hefðu tryggingu fyrir því, að vel færi um þau. Svo að ég víki aftur að húsgögnum og áhöldum við ung- barnahæfi, vil ég geta þess hér, að mér hefur dottið í hug, hvort Sumargjöf mundi ekki geta og vilja beita sér fyrir því, að hafin verði í stórum stíl framleiðsla á þessum hlutum, þeir traustlega smíðaðir úr sterkum viði og seldir við kostn- aðarverði, en ekki í gróðaskyni. f sambandi við nýbyggingar Sumargjafar, sem hún hlýtur að eiga mikinn þátt í, þó að bærinn sjái um verkið, verður smíðað mjög mikið af barna- húsbúnaði, leiktækjum o. s. frv. Væri þá ekki hægt að miða þessa framleiðslu við þarfir fjöldans. Ekkert, sem velferð barnsins varðar, er Sumargjöf óviðkomandi, enda hefur hún sýnt það með því, að hún, auk hins margþætta reksturs barnaheimila, hefur unnið að öðrum framfaramálum, t. d. barizt fyrir bættum barnaleikvöllum, svo að eitt dæmi sé tilgreint. En það er líka brýn nauðsyn að vinna að bættum hag barna á heimilunum. Þegar ég hugsa til hins sólríka, fagra og fullkomna smá- barnaheimilis, er ég minntíst á áðan, þá óska ég þess, vona og trúi, að sumargjöf íslenzku barnanna eigi sér þá fram- tíð, að hún vaxi við það að vera borin saman við það, sem bezt er gert fyrir börn í öðrum menningarlöndum. Farsæld svo fámenns þjóðfélags sem okkar hlýtur að byggjast á því, að ekkert mannsefni fari forgörðum. Við höf- um því þjóðarhagsmuna að gæta er við hlúum að bernskunni, verndum þennan viðkvæma gróður, svo að hann nái þeim þroska að verða að sterkum stofnum, sem standa réttir undir ævagömlum menningararfi þjóðarinnar og veita nýrri list, þekkingu og tækni vaxtarskjól. Burt með börnin af götunni. Hjálpum Sumargjöfinni til að koma upp sem flestum fyr- irmyndar dagheimilum og leikskólum, víðsvegar um borgina, svo að öll börn, sem þess þurfa, geti notið þar þroskavæn- legrar aðhlynningar einhvern hluta dagsins.

x

Barnadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.