Barnadagsblaðið - 18.04.1946, Síða 15
BARNADAGSBLAÐIÐ
13
ÓLAFUR GUNNARSSON, kennari:
Barnadagurinn
í Kaupmannahöfn
Meðan alheimsófriðurinn geysaði og þjóðirnar notuðu hug-
vitssemi sína og starfsþrek til að finna upp og búa til eyði-
leggingartæki, hlaut hagur alls almennings að fara versn-
andi. Á meginlnadi Evrópu var og er matar- og fataskortur
almennur.
Dönum mun hafa liðið einna bezt allra Evrópuþjóða hvað
mat snerti, en fataskortur var tilfinnanlegur þar.
Eins og geta má nærri urðu fátæklingarnir harðast úti.
Einkum var klæðnaður barna í fátækrahverfum Kaupmanna-
hafnar mjög tötralegur og skjóllítill. Sum börnin áttu engin
nærföt, og utanyfirfötin voru oft svo slitin að lítið mátti við
þau koma svo að þau rifnuðu ekki og skein þá í börnin
nakin.
Ef heimilisástæðurnar voru þannig, að foreldrarnir hefðu
ekki efni á að kaupa nærandi fæðu, var hætta á, að börnin
vesluðust upp smám saman og yrðu síðan sjúkdómum að
bráð.
Mikið var gert til að reyna að bæta kjör þessara barna.
Bæði skólarnir og ýmsar stofnanir og þá einkum „Skrifstofa
barnanna" unnu mikið og þarft starf til þess að bæta út brýn-
ustu þörfinni. öll slík hjálparstarfsemi kostaði mikið fé og
var þess aflað á margvíslegan hátt, meðal anars á barna-
daginn.
Það gengur mikið á í Kaupmannahöfn á barnadaginn.
Hvarvetna eru seld merki dagsins og hingað og þangað um
borgina eru búðir, þar sem happadrættismiðar eru seldir og
vinningar afhentir. Við aðalbúðirnar leika hljómsveitir og
þar er einnig komið fyrir hátölurum, eru þeir bæði notaðir
til að hvetja fólk til að kaupa happdrættismiða og leiðbeina
því við kaup miða og afhendinga hluta.
Tekjuafgangur barnadagsins er mikill og eykst með
hverju ári, en alltaf er meira en nóg við peningana að gera.
Skrifstofa barnanna fær allmikla upphæð, til hennar geta
fátækir foreldrar sótt um fatastyrk, eru skólarnir milliliðir
milil heimilanna og skrifstofu barnanna. Aðal fataúthlutunin
er fyrir jólin. Á stríðsárunum kom það stundum fyrir, að
börn fátækrahverfanna komust ekki í skóla sökum klæðleysis.
Þegar þannig stóð á hljóp skrifstofa barnanna oft undir
bagga.
Kennarafélögin í Kaupmannahöfn hafa komið á fót Sum-
arbúðum handa veikluðum börnum og Sumarleyfabúðum.
I Sumarbúðum handa veikluðum börnum dvelja börnin
sex vikur í einu vor eða haust. Kennslustundir eru færri
í búðunum en í skólum, en aðaláherzlan en lögð á, að auka
líkamlega hreysti barnanna. í þessum búðum hefur margt
horað og guggið borgarbarnið breytzt í sællegan fjörkálf,
sem nýtur vorblíðunnar á einhverjum fögrum stað við græn-
an skóg og svalan sæ. Barnadagurinn styrkir þessa starf-
semi með fjárframlögum.
Danir halda ekki sumardaginn fyrsta hátíðlegan eins og
við gerum, en barnadagurinn þeirra er líka að vorinu. Báðir
dagarnir hafa það takmark að hlúa að vorgróðrinum í mann-
félaginu — börnunum.
Eftir því sem börnunum fjölgar sólarmegin í lífinu, verð-
ur bjartara yfir þjóðfélagsheildinni.
ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni.
(í svigum eru tölur frá 1944 til samanburðar).
Félagið starfrækti barnaheimili allt árið, eða 365 daga (366).
Starfsemin var í 7 deildum, eða sem hér segir:
I. Grænaborg var sumarskáli fyrir Suðurborg, starfsdagar þar því
taldir með Suðurborg.
II. Vesturborg: Vistarheimili, ársstarfsemi, starfsdagar 365 (366). •
Dvalardagar alls 6673 (6557). Barnafjöldi alls 46 (43).
III. Tjarnarborg:
1. Dagheimili: Ársstarfsemi alla virka daga, en 12 daga hlé í júlí
sumarfría, og vikulokun vegna skarlatsóttar. Starfsdagar
283 (301).
Dvalardagar alls 15.981 (14.942). Barnafjöldi alls 123 (116).
2. Leikskóli: Starfaði á sama tíma og dagheimilið, en var lokað
milli jóla og nýjárs. Starfsdagar 278 (301). Dvalardagar alls
9.646 (7.915). Barnafjöldi alls 106 (106).
IV. Suðurborg:
1. Dagheimili: Ársstarfsemi alla virka daga, en 12 daga hlé í júlí-
mánuði vegna sumarfría og nokkra daga vegna veikinda. Starfs-
dagar 279 (296). Dvalardagar alls 8.164 (8.723). Barnafjöldi
alls 86 (110).
2. Leikskóli: Ársstarfsemi alla virka daga, með sömu úrföllum og
dagheimilið, auk jólafrísins. Starfsdagar 274 (291). Dvalardagar
alls 6.193 (9.558). Barnafjöldi alls um 100 (125).
3. Vistarheimili: Ársstarfsemi, starfsdagar 365 (366). Dvalardagar
alls 5.663 (6.330). Barnafjöldi alls 35 (68).
4. Vöggustofa: Ársstarfsemi, starfsdagar 365 (366). Dvalardagar
alls 5.946 (8.013). Barnafjöldi alls 42 (50). Starfsdagar þessara
stofnana urðu því samtals 2.209 (2.274).
Á heimili félagsins komu alls 538 börn (618), aldur 0—11 ára.
Dvalardagar bamanna urðu alls 58.266 (62.047). Þar af tilheyrðu
leikskólunum 15.839 (17.473) dvalardagar, án fæðis. Dvalardagar
barnanna verða færri nú en árið áður, m. a. vegna þess, að 12 daga
hlé varð á dagheimilis- og leikskólastarfseminni í júlí, vegna sumar-
fría. Og svo einnig vegna þess, að nauðsyn þótti, vegna húsrýmis að
fækka rúmum á vistarheimilunum. Reksturskostnaður heimilanna
varð alls um kr. 560.000,00 (450.000,00). Meðlög og skólagjöld urðu
samtals um 350.000,00 (293.000,00).
Styrkur frá ríkissjóði var kr. 70.000,00 (70.000,00).
Styrkur frá bæjarsjóði Reykjavíkur var kr. 180.000,00 (140.000,00).
Barnaheimilunum er hvorki reiknuð húsaleiga, né kostnaður við bús-
áhöld og leikföng.
Viðhald og umbætur og viðbætur fasteignanna, ásamt opinberum
gjöldum og fyrningum, nam alls um kr. 96.600,00 (107.000,00).
Viðbætur, viðhald og fyrning áhalda og leikfanga námu hinsvegar
um kr. 42.000,00 (47.700,00). Auk þess eru svo „ýmis gjöld“, beint
eða óbeint varðandi rekstur heimilanna.
„Brúttó“-útgjöld allrar starfsemi félagsins árið 1945 urðu alls um
kr. 740.000,00 (644.000,00). Þessi tala misprentaðist í blaðinu í fyrra,
var þar talin um kr. 800.000,00.
Árið 1945 er 8. árið, sem félagið starfrækir dvalarheimili (4. sinn
úrfallalaus ársstarfsemi), 4. árið, sem það starfrækir ársdagheimili
(áður 2 ár sérstakt vetrardagheimili, og auk þess tvisvar með annarri
starfsemi í Vesturborg), 5. árið, kem það starfrækir vöggustofu (nú
4. sinn úrfallalaus ársstarfsemi), og þetta var 6. árið, sem félagið
starfrækti leikskóla, og nú í 2. sinn allt árið. Þetta er í 2. sinn, sem
sumardagheimilin falla inn í ársstarfsemi félagsins.. Grænaborg var
sumarskáli fyrir dagheimilið og leikskólann í Suðurborg. —
Vegna erfiðleika um sumarfrí starfsstúlknanna, var ákvarðað að
loka Tjarnarborg, og dagstarfseminni í Suðurborg 12 daga í júlí-
mánuði. En það var gert á víxl, þannig að önnur borgin var opin, þeg-
ar hin var lokuð, svo að foreldrarnir gátu komið börnunum á milli,
þar sem þörfin var mest. —
Frá því, að félagið hóf starfsemi sína (1924) og til ársloka 1945
munu 4.317 börn hafa verið á vegum þess í Reykjavík (3.779).
Þessu ársyfirliti er nú lokið. En eftir er að þakka. Sumargjöfin
vottar öllum þakkir, sem unnið hafa að daglegum störfum fyrir hana.
Hún þakkar bæ og ríki fyrir ríflega styrki. Og hún þakkar borgurum
höfuðstaðarins fyrir ótrauðan stuðning og traust, allt frá stofnun fé-
lagsins og til þessa dags. Mörg og mikilsverð verkefni bíða. Sumar-
gjöfin óskar að hafa samvinnu við alla, sem vilja leggja krafta sína
fram, börnunum til velferðar. Ritað í apríl 1946.
F. h. stjómar Barnavinafélagsins Sumargjafar.
ísak Jónaaon.