Barnadagsblaðið - 24.04.1947, Blaðsíða 7
BARNADAGSBLAÐIÐ
5
r. Wattk íai ýónasson:
UPPREISN LÍTILMACNANS
Oft hefi ég heyrt móður mæla stoltri röddu: ,,Hann er
svo viljasterkur. Ef hann hefir tekið í sig að vilja ekki eitt-
hvað, þá lætur hann sig ekki, hvað sem það kostar“. Hér
er viljastyrkur barnsins mældur eftir magni einþykkninnar,
settur í rétt hlutfall við ósveigj anleik þrjózkunnar. En það
er ekki rétt. Mótþrói barnsins gegn boði og kröfu hins full-
orðna vaknar framar öllu vegna þess, að því finnst vilji sinn
of veikur hjá vilja bjóðandans. Það verður alltaf að láta und-
an, gildir aldrei sem jafnoki. Þar sem vilji þess fer í bág við
áform hinna fullorðnu, verður hann að beygja sig skilyrðis-
laust. Öll börn finna mjög til þessa, einkum á vissum skeiðum
þróunarinnar, þegar sjálfræðisþráin brýzt sterkast fram. Við
köllum þau einþykkniskeið og tölum um tvö slík. Hið fyrra
hefst um þriggja ára aldurinn og getur staðið nokkuð fram
á fimmta árið, nema einþykknin magnist og haldist lengur
við af einhverjum sérstökum ástæðum. Þá getur hún orðið
að ósveigjanlegri þrjózku. Eðlileg einþykkni ber raunar vott
um vaknandi vilja, sem treystir sér og vill fá að reyna sig,
en harðsvíruð þrjózka kemur einmitt upp um veikleika vilj-
ans, hún er einskonar dulbúningur, sem barnið bregður yfir
sig til þess að fela ósjálfstæði sitt. Heilbrigður og sterkur
vilji er jafnan athafnasamur, öruggur og sjálfum sér nógur.
Hann glatar á engan hátt sjálfstrausti sínu, þó að hann
verði stundum að lúta vilja annara. Hann er viss í sinni
sök. Aftur á móti finnur hinn veiki og hviki vilji mjög til
vanmáttar síns. Hann er í sífelldum metnaði við aðra og
bíður lægri hlut. Þess vegna er hann vel á verði að gerast
ekki of auðsveipur vilja hins fullorðna.
Við verðum að greina milli ýmissa tegunda einþykkninnar.
í þessu greinarkorni er þó ekki rúm til að gera því efni skil
og verður aðeins drepið á nokkur höfuðatriði. Einþykknin
greinist aðallega í þrjá flokka: ávirka, gagnvirka og óvirka
einþykkni. Ávirlc einþykkni er hverju barni eðlileg og holl.
Hún sprettur af því, að barnið hefir valið ákveðin viðfangs-
efni, sem það glímir við, og það vill ekki láta trufla sig
með því að beina huga sínum að öðru. Hér nægir því að
foreldrar séu nærgætnir að raska ekki ró barnsins, ef það
er niðursokkið í leik eða starf. Sé þessa ekki gætt, og eink-
um ef barnið sér, að það með einþykkninni nær valdi á for-
eldrunum, getur það vanizt á hviklyndi og eirðarleysi. Gagn-
virk einþykki aftur á móti*er beinn mótþrói gegn vilja bjóð-
andans. Hann getur sprottið af andúð til hins fullorðna
eða af vanmáttarkennd gegn sterkari vilja hans. Fá börn
sleppa við þessa tegund einþykkninnar og verða því meiri
brögð af henni, sem vilji barnsins er veikari eða þau tök
óvægilegri, sem hinn fullorðni beitir. Þegar eitthvert barn
er fullt af mótþróa við ákveðnar persónur, en öðrum auð-
sveipt og hlýðið, er venjulega um þessa tegund einþykkn-
innar að ræða. Báðum þessum tegundum einþykkninnar er
það sameiginlegt, að viljinn er ekki sljór í- sjálfum sér, held-
ur sljóvgast hann gagnvart ýmsum viðfangsefnum, sem barn-
ið hefir óbeit á í sama svip og það á að framkvæma boð
hins fullorðna; oft á hún sér aðeins rætur í kala, sem barnið
ber til bjóðandans. Óvirk einþykkni sker sig úr um þetta.
Hún sprettur beint af sljóum vilja, sem helzt vill ekkert haf-
ast að, en morrar í gráu iðjuleysinu, óánægður og sjálfum
sér ónógur. Hjá slíkum börnum verður vanmáttarkenndin
sterkust, þess vegna epsa þau sig upp í mótþróa og ósveigj-
anlega þrjózku. Þau vilja sýna, að vilji þeirra sé sterkur
og ákveðinn, af því að vitundin um hið gagnstæða eðli hans
þjáir þau. Mótþróinn getur magnast svo, að hann verði orð-
vana og hatursfull þrjózka, sem hvorki barnið sjálft né for-
eldrar þess fá unnið bug á. Það liggur í augum uppi, að þessi
tegund þrjózkunnar er siðferðilegum og andlegum þroska
barnsins hættulegust.
Viljinn stendur djúpum rótum í öllu eðli mannsins, bæði
líkamlegu og sálrænu. Ef þar verður einhver truflun eða
vöntun, kemur hún fram í viljalífinu. Líkamleg veiklun t.
d. hefir venjulega í för með sér slappan og framtakslausan
vilja og sú sálræn veiklun er varla til, að hún setji ekki
svip á viljalífið. Og með því að einþykkni og þrjózka eru
aðeins ákveðin afstaða eða atferli viljans, má segja, að þær
eigi sér oft líkamlegar orsakir. Sjúk börn eru oft amasöm
og rellin og ekki jafn þæg og auðsveip og þegar þau eru
heilbrigð, þó að veikin þjái þau ekki beinlínis. Þau finna
vanmátt sinn, eru sjálfum sér ónóg og leggja því meiri á-
herzlu á það en venjulega, að fullorðna fólkið virði vilja
þeirra og láti að honum. Og þau geta fátt haft fyrir
stafni. Annaðhvort er viljinn sljór og lamaður eða hann nær
ekki til réttra viðfangsefna. Fjölmargar ástæður geta valdið
því, að sjúkt barn fái því ekki framgengt á skynsamlegan
hátt, sem hverju barni þykir mestu máli skipta: að vilja
sjálft.
Þó að þrjózka barnsins eigi oft rætur sínar í sjúkdómi
eða veiklun, á hún líka margar orsakir, sem ekki geta talizt
sjúklegs eðlis. Meðal þeirra er þreytan, og skal hún ein nefnd
hér. Ef barnið verður mjög þreytt, lamast vilji þess og fram-
takssemin dvín; það finnur enga löngun til að hafast neitt
að, en getur þó ekki til lengdar verið aðgerðalaust með öllu.
Því leiðist það oft út í rellni og óþægð án þess að vita af
eða vilja. Allar mæður hljóta að hafa tekið eftir því, að
börnin eru rellnari og óþægari síðari hluta dagsins en fyrir
hádegi. Þá þarf lítið út af að bera, svo að barnið sýni ekki
mótþróa og jafnvel þrjózku, ef það á að láta að vilja móð-
urinnar eða annarra fullorðinn. Þreytt barn finnur svo glöggt
til vanmáttar síns og ósjálfstæðis, að það þykist alltaf þurfa
að vera á verði gegn yfirdrottnun fullorðna fólksins. Og með
því að afskiptasemi foreldra gætir mest, ef barnið er eirðar-
laust og rellið, er einmitt þá hættast við árekstrum. Þess
vegna eru þrjózkuköst miklu tíðari barninu síðdegis en ár-
degis. Á morgnana er það útsofið og afþreytt, þá er viljinn
fjörugur og stæltur, og barninu veitist auðvelt að finna
hugðnæm viðfangsefni. En þegar líður fram yfir hádegi,
færist þreytan yfir. Fram að 6—7 ára aldri er barnið orð-
ið mjög þreytt eftir að hafa leikið sér 4—5 klukkustundir.
Fái það þá enga verulega hvíld, t. d. einnar stundar mið-
degislúr, smádregur úr áhuga þess, athafnalöngunin dofnar
og barnið er löngu orðið örþreytt áður en það leggst til
hvíldar um kvöldið.
Af þessu ætti að vera orðið ljóst, að náið samband er
milli auðsveipninnar, sem barnið sýnir, og svefnsins, sem
það nýtur. Barn, sem alltaf fær nægilegan svefn — helzt
reglubundinn dagsvefn fram yfir 1. skólaárið, — hneigist
miklu síður til þrjózku en hitt, sem oft er illa sofið. Taugar
svefnvana barns verða órólegar og viðkvæmar, og það er
á ýmsan hátt miður sín, en einmitt þessi tilfinning fæðir af
sér mótþróa og þrjózku. Og ef við hugleiðum, að þrjózka
hins sljóa, óvirka vilja er hættulegust af öllum mótþróa, þá
FRAMHALD Á BLS. 11