Barnadagsblaðið - 24.04.1947, Page 13

Barnadagsblaðið - 24.04.1947, Page 13
BARNADAGSBLAÐIÐ 11 BARÁTTAN VIÐ TANNFÁRIÐ FRAMHALD AF BLS. 5 má okkur skiljast til fulls, hversu skaðleg vöntun á svefni getur orðið fyrir þróun barnsins. Þessu mikilvæga atriði gefa foreldrar yfirleitt allt of lít- inn gaum. Ótalin eru þau börn, sem svo eru yfirkomin af þreytu, þegar líða fer að kveldi, að þau taka sér ekki neitt fyrir hendur af sjálfsdáðum, sem þeim gæti talizt holt og þroskavænlegt. Þau norpa úti á gangstéttunum, híma í skot- um húsanna, ama hvert öðru, rellast í kringum mömmu sína, en geta svo fyllzt þrjózku, ef hún ætlar að beina vilja þeirra frá óleyfilegum og að leyfilegum viðfangsefnum. Ofþreytan vekur barninu vanmáttarkennd, en hún gerir það viðkvæmt og tortryggið gagnvart vilja og boðum móðurinnar. I þessu ástandi getur barnið komizt svo á vald mótþróans, að því verði þrjózkan ósjálfráð. Þá er afstaða viljans til allra við- fangsefna, sem fullorðnir óska að hann leysi, fyrst og fremst neikvæð: Úr því að þú villt, að ég geri það, þá geri ég það ekki. Þessi óvirka og ósveigjanlega þrjózka háir ekki aðeins framförum barnsins í hegðun, hún dregur úr öllum andleg- um þroska þess og getur staðið því í vegi í skólanáminu. Mörg börn, sem ekki geta fylgzt með jafnöldrum sínum í skólanum, en verða þar til vandræða, fá sannanlega langt um of lítinn svefn. En óvirkri einþykkni fylgir líka önnur hætta. Eins og við vitum um óeðlilega tortryggið fólk, er það furðulega auð- trúa á sumum sviðum og veikt fyrir ákveðnum áhrifum. Þetta orsakast af því, að áhuginn er sljór og viljinn eins og fjötr- aður í hinni neikvæðu andstöðu. Líkt er ofþreyttu og frám- takslausu barni farið. Þrátt fyrir tortryggni sína, er það áhrifagjarnt, ef það aðeins getur talið sér trú um, að hug- myndin, sem það í raun og veru fær frá öðrum, sé sprottin fram í huga þess sjálfs. Af þessum sökum eru svefnvana börn venjulega auðleidd út í alls konar villu og óknytti, sém önnur börn vilja tæla þau út í. Barnið er heldur ekki jafn tortryggið gagnvert öðrum börnum sem fullorðnum. Strák- arnir, sem brjótast inn í hermannaskála, sumarbústaði og sölubúðir, og telpurnar, sem láta tilleiðast að veita blíðu sína, áður en þær eru hálfvaxnar, eiga oft þennan sorglega feril vanhirðunnar að baki sér: Langvarandi vöntun á svefni hefir smátt og smátt lamað heilbrigðan athafnavilja og dreg- ið úr siðferðilegum viðnámsþrótti þeirra. Hinn sljói og fram- takslausi vilji leiðist til að breka og afbrota, ekki sízt vegna þess, að barnið veit, að þetta bannar fullorðna fólkið. Oft eru afbrot barnsins ekkert annað en uppreisn lítilmagnans, sem finnst hann vera einskisvirtur og kúgaður. Eins og ein- þykkni og þrjózka, uppreisnartilraunir barnsviljans gegn hegðunarkröfum og myndugleika menntgjafans, verða tíð- astar, þegar barnið er þreytt, þannig leiðist það oft til al- varlegra afbrota, þegar þreytan hefur drepið niður heilbrigt sjálfstraust og eðlilega framtakssemi þess. Því koma siðaboð og áminn'ingar' að litlu haldi, ef barnið skortir til lengdar nægan svefn. Matthías Jónasson. Heildverzlunin Landstjarnan Pétnr Þ. .1- Gunnarsson Mjóstræti (> Sími 2012 Fáein orh um ótta FRAMHALD AF BLS. 3 Alltítt er það, að börn ávinna sér ótta á svo ungum aldri, að þau gleymi tilefni hans. Þessi ótti er sérlega lífseigur og torvelt að ráða bót á honum, nema vitneskja fáist um upp- runa hans. Þess vegna er foreldrum eða öðrum, sem kunnugt er um það, að ung börn verða ofsalega hrædd, ráðlegt að festa sér atburðinn vel í minni eða skrifa hann niður hjá sér og rifja hann síðan upp með börnunum í góðu tómi og gæta þess vel, að barnið njóti fulls öryggis, meðan upp- rifjun þessi fer fram. Það er ekki talið karlmannlegt að vera óttasamur. Þess vegna leyna börn ákaflega oft ótta sínum. Ef börn hliðra sér sérstaklega hjá að leysa af höndum einhver tiltekin störf, má jafnan gera ráð fyrir því, að einhverjar óþægilegar til- finningar, t. d. ótti, séu tengdar starfinu. Þá er, að jafn- aði, ekki vænlegt að þvinga barnið til þess að vinna verkið, farsælla er að leita orsakanna að tregðu þess, og þegar þær eru fundnar, er sjálfsagt að útrýma þeim. Þetta krefur trún- aðar milli barnsins og forsjármanna þess, og hann er alltaf æskilegur. Alltaf er varlegra að gæta hófs við að draga dár að mönnum vegna hræðslu þeirra, því að aðrar leiðir eru greiðfærari til að sigra óttann. Fyrstu kynni barna -af hlutum og ástæðum öllum geta haft langæjar afleiðingar. Því ber að gæta sérstakrar var- færni við fyrstu kynni barna af öllum þeim aðstæðum, sem einhverjar líkur eru fyrir að vakið geti ótta með barní. Ef vitað er, að barn þjáist af áunnum ótta við meinlausar staðreyndir, er gott að ræða við barnið um tilefni óttans eða að láta það endurkynnast staðreyndum þessum, en gæta þess aðeins, að barnið njóti fulls öryggis á meðan. Lesið: J. B. Watson: Fyrstu árin. Símon Jóh. Ágústsson: Mannþekking, bls. 330—48. Broddi Jóhannesson. Heilsuverncl hið nýja tímarit Náttúrulækningafélags íslands, mun verða hinn bezti leiðarvísir um heilnæma lifnaðarhætti, eftir byrjuninni að dæma, og í senn skemmtilegt og fræðandi. Nafn ritstjórans, Jónasar læknis Kristjánssonar, er næg trygging fyrir því, að óhætt sé að hlíta ráð- um þeim, sem þar eru gefin um mataræði og aðrar lífsvenjur. Og hinar merkilegu sögur, sagðar af sjúklingunum sjálfum, sýna áþreif- anlega, hvernig hægt er, með einföldum ráðum, að lækna og koma í veg fyrir ýmsa alvarlega sjúkdóma, sem erfitt eða ómögulegt er að lækna með venjulegum aðferðum. Rit þetta þurfa allir að lesa, jafnt heilbrigðir sem sjúkir, og hús- mæðurnar ekki sízt. Menn ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að kynna sér rit þetta, sem er vandað að frágangi og fjölbreytt að efni, eins og sjá má af efnisyfirliti 1. árg. í augl. á bls. 10. Þríhjól — Boltar Flugmodel — Rugguhestar Hlaupahjól — Bílar Hjólbörur — Kerrur Vagnar o. fl. K. Einarsson & Björnsson h.f.

x

Barnadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.