Barnadagsblaðið - 24.04.1947, Side 14

Barnadagsblaðið - 24.04.1947, Side 14
12 BARNADAGSBLAÐIÐ (■estsaugaA FRAMHALD AF BLS. 4 urinn innan skólagöngu, þótt þar þurfi enn miklu við að bæta. Unglinganna hafa aftur á móti mjög skort holl'og góð áhrif. Freistingar stríðsáranna hafa verkað ver þá, en smærri börnin. Þar hefur vantað og vantar enn tilfinnan- lega staði með nóg aðdráttarafl af mannbætandi skemmt- unum, námi og starfi. Þar sem nóg væru tækifæri til hollra íþrótta og leikja, fræðandi og bætandi kvikmynda, marg- háttaðra félagsstarfa, lestur úrvalsbóka, og síðast en ekki sízt, færi á að læra listiðnir og margvísleg vinnubrögð. Tel ég það þungamiðju menningar og siðgæðismála að sjá unglingum borgarinnar fyrir gnægð athafna er til mann- bóta horfa. Séu þeim allar bjargir bannaðar til góðra hluta, en opin leið til alls er síður skyldi, má borgin sjálfri sér um kenna, ef nokkur hluti þeirra hneigist til eiturnautna og annarar ómennsku, enda verða þá borginni þungar birð- arnar af sjúkrahúsum og fangelsum. Sumstaðar, þar sem vandað er til athugana og skýrslu- gerðar virðast unglingarnir á fjórtánda ári einkum hneigðir til afbrota. Hafa sumir viljað nefna þetta tímabil afbrota- . aldur. Hitt mun þó sannara, að á þessum aldri opnast ný viðhorf. Þá er barnið fullorðið að greind en óþroskað hvað reynslu og þekkingu snertir, og einkum öll geðhrif. Svo óheppilega vill til, að fræðslu skólans og kirkjunnar sleppir um þessar mundir. Oft er þá erfitt um atvinnu þá, sem unglingurinn fellir sig við. Stundum getur þá jafnvel farið svo illa, að algert athafnaleysi bíði unglingsins einmitt á sjálfu mótunartíma- bilinu, þegar honum er lífsnauðsyn á verkefnum. Fátt mun það til, sem jafnvel borgaði sig að leggja fé í og leik-vinnu og námsstofnun er megnaði að draga að unglinganna og fylla upp þá auðn í athafnalífið, sem oft er milli skóla og atvinnu. Síðari helming ágústmánaðar s. 1. var ég staddur á al- þjóðafundi uppeldismála í Homestad Endicott í New York ríki. Fundurinn var haldinn í stóru og veglegu gistihúsi sem I. B. M. (International Business Machines) átti. Félag þetta framleiðir stórar og margbrotnað reiknings- og viðskipta- vélai* og leigir þær um heim allan. Það hefur þúsundir manna í þjónustu sinni, og hefur byggt þeim íbúðir og leigir þeim við lágu verði. Skemmtistaði marga og fagra hefur það og reist. Félagið rekur stórfeldan búskap og selur félagsmönn- um fæði við kostnaðarverði. Einn daginn var okkur fulltrú- unum frá ýmsum löndum, boðið að skoða allar verksmiðj- urnar. Fylgdu okkur menn, sem skýrðu allt og svöruðum spurningum okkar. Þá borðuðum við dagverð með verka- fólkinu. Máltíðin var hin ríkmannlegasta, tveir réttir auk ábætis og kaffis, og kostaði allt 25 cents (1,63 kr.). Tvennt var það, sem vakti athygli mína, hvað verkafólkið var stór- vel til fara og hve vel því lá orð til stofnunarinnar, sem það vann fyrir. Mest var mér starsýnt á skólana, því að félagið hefur sitt eigið skólakerfi. Meðal annars var þar unglinga- skóli, sem auk annars kendi vélfræði. En úr þeim skóla út- skrifaðist einkum framtíðar starfsfólk fyrirtækisins. Skóli var og fyrir starfandli fólk í verksmiðjunum. Kennari sá er fylgdi þeim hópi, sem ég var í, sagði að varla komi fyrir sá dagur, að ekki yrði gerð einhver ný uppgötvun, breyting á vél eða ný vél fundin upp. T. d. var þá nýlega gerð ritvél, sem var sett í samband við rafmagn, og var sama hve laust var drepið gómum á hana. Rafmagnið jók þrystinguna og gerði hana hæfilega. Við vorum kynnt unglingspilti, sem á árinu áður hafði hlotið 2000 dollara verðlaun fyrir uppgötvanir, eitt þúsund fyrir breytingu á vél og hitt þúsundið við árslok fyrir að hafa fundið upp beztu nýjungu ársins. Maðurinn, sem stofnaði þetta félag og hefur gert þetta að slíku stórveldi, sem raun er á, heitir Mr. Watson. Er hann enn starfandi í fullu fjöri þótt háaldraður sé. Mér var rík í huga sú spurning, hvað hefði borgað sig bezt af öllu því, sem félagið hefði lagt fé í. Og svarið kom óhikað og var þetta: „Lang arðbærast hefur okkur reynst, að leggja fé í fólk“. (to invest money in people). Milljónirnar, sem sumar af þessum vélum höfðu fært félaginu jöfnuðust ekki á við það, að verja stórfé til þess að ala upp framtíðar starfs- menn. Mér hefur orðið þetta svar ógleymanlegt. Ég er þeirrar skoðunar, að ef Reykjavík hæfist handa að koma upp stofnun fyrir unglingana eins og drepið var á, og bæri hún gæfu til að laða þar unglinga að mannbóta störf- um, námi og skemmtunum, þá mundi slíkt fyrirtæki færa henni meiri framtíðar blessun en öll þau ágætu fyrirtæki, sem borgin hefur enn lagt fé í. Steingrímur Arason. „5ÓLSKIN 1947” „Sólskin kemur nú út í átjánda sinn. í því eru um 20 sögur og kvæði, flest frumsamið. Vilbergur Júlíusson, kennari í Hafnarfirði, hefur séð um útgáfu „Sólskins" í þetta sinn fyrir Sumargjöf. Óhætt er að treysta því, að þetta „Sólskin", „Barnasögur og ljóð“ verður kærkominn vorboði til barnannaí höfuðstaðnum, því að það er bæði fjölbreytt að efni og skemmtilegt. 011 börn á skólaskyldualdri ættu að fá „Sólskin" í sumargjöf. Með því er tvennt unnið: Bömin glödd, og félagi sem vinnur að velferð þeirra, veittur f járhagslegur stuðningur. Jónas Jósteinsson, yfirkennari, mun hafa umsjón með dreifingu „Sólskins", eins og undanfarið. Verðið er kr. 5,00, eins og í fyrra, 80 blaðsíður í stífri kápu, prýtt mörgum myhdum mjög ódýrt. „Sumargjöfin“ treystir því, að menn taki börnum vel, er þau bjóða „Sólskin. — MERKI MERKI dagsins verða seld á sumardaginn fyrsta. Þau verða af- hent í skólunum síðasta vetrardag. Börnin ver'ða að muna það, að ekki má selja merkin fyrri en á sumardaginn fyrsta. — Bjarni Bjarnason, kennari, hefur yfirumsjón með dreifingu merkjanna.— Aðallega verður á boðstólnum ein tegund af merkjum, sem kosta kr. 3,00. Það er blár þríhyrningur, án borða. Auk þess verða seld merki með borða, og kosta þau kr. 5,00. AUt, sem inn kemur fyrir merkin er hreinn ágóði fyrir Sumargjöfina. Greiðið fyrir litlu sjálfboðaliðunum við merkjasöluna, með því að taka þeim vel. — Allir með merki á sumardaginn fyrsta. — HÁTÍÐAHÖLD ! Hátíðahöld „Sumargjafar" 1. sumardag eru jafnan athyglisverður viðburður. Skemmtanir verða í flestum samkomuhúsum bæjarins og eru mjög fjölþættar og fjölbreyttar, svo sem sjá má á skemmtiskránni bls. 8—9 Svo margir skemmta, að ógerningur er að nefna þá hér. En „Sumar- gjöf“ flytur þeim öllum alúðarfyllstu þakkir. Og þess er vænst, að enginn styggist við þó að minnt sé á þá höfðingslund, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Sumargjöfinni“ með því að leika fyrir hana Álfa- fell, eftir Óskar Kjartansson, — nýæft. — Yngstu kraftar Leikfélags Reykjavíkur koma þar fram undir leikstjórn Jóns Aðils.

x

Barnadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.