Barnadagsblaðið - 24.04.1947, Síða 15

Barnadagsblaðið - 24.04.1947, Síða 15
13 B A R N A D A VIÐ TANNFÁRÍÐ Það er eðlilegt, að foreldrar séu áhyggjufull yfir hinum tíðu tannskemmdum, sem ásækja böm þeirra, bæði á meðan þau hafa barnstennurnar og eins eftir að þau hafa tekið fullorðinstennur. Tveir læknar hafa nýlega rætt þetta vandamál á athygl- isverðan hátt: Níels Dungal, prófessor, í nýútkomnu hefti af „Heilbrigt líf“, og Valtýr Albertsson, læknir, í útvarps- erindum, fyrri hluta marz s. 1. Orð þessara mætu manna voru sannarlega í tíma töluð. Og því er vikið að þessu hér, að bráðnauðsynlegt er, að foreldrar séu vel á verði og grípi hvert atriði á lofti, sem til bjargar má verða. Fullyrða má, að illfært verði að út- rýma tannfárinu, nema með samstarfi aðilanna þriggja, for- eldra, lækna, og barnanna sjálfra, ásamt ótrauðum stuðn- ingi hins opinbera. Læknar þessir gátu um rannsóknir, sem sýndu afleiðingar sælgætis- og sykuráts barna, er í kaup- stöðum búa. Sannað þykir og, að linmetisfæða reyni of lítið á tennurnar og orsaki margvíslegar tannskemmdir, en harð- metisfæða reyni á hinn bóginn hæfilega á tennurnar og veiti þeim vernd fyrir skemmdum. Það ætti að vera metnaður okkar foreldranna að taka þess- um leiðbeiningum læknanna fegins hendi og virða þær í verki. Virðist mér, að leið til vænlegs árangurs yrði einna helzt: 1. Að húsmæður miði mataræði við það, að fæðan sé holl og fábreytt, og reyni á tennumar, t. d. harðfiskur, hýðis- brauð o. s. frv. Hollur yrði þar heimafenginn baggi, því að vakin hefur verið athygli á því, að margur íslenzkur matur hafi, bæði að efnasamsetningu og ásigkomulagi, beztu skil- yrði til að fyrirbyggja tannskemmdir, ef rétt er á þaldið. 2. Foreldrar geri allt, sem þau geta og fái börnin í lið með sér, til að afstýra sælgætisáti barna. Minna má á það, að skammgóður vermir er að sælgætis- átinu. Kalla má, að sá verknaður geri hvern einn að ginn- ingarfífli bragðlauka tungunnar. En eftirköstin eru tann- pína og magaverkur, sem tíðum orsaka langvarandi sjúk- leika þessara líffæra, sem manninum eru svo ómissandi. Allir menn, ungir og gamlir, þurfa að læra að hirða tenn- ur sínar og njóta í því aðstoðar lækna og heilbrigðisfi'æð- inga. Og menn verða að nenna að hirða tennurnar reglu- lega alla æfi. Bernska og æska landsins ætti að hafa það hugfast, að það er bæði ljótt og ógeðslegt áð hafa skemmdar tennur. Og öll þurfum við að skilja, að það hlýtur að leiða til úrkynj- unar að lúta í lægra haldi fyrir tannfárinu. Það er lítill „töggur" í tannsjúkri þjóð. Tannlausri þjóð er tortíming búin. SBLAÐIÐ (í svig-um tölur frá 1945 til samanburðar). Félagið starfrækti barnaheimili allt árið, eða 365 daga (365). Starfsemin var í 7 deildum, eða sem hér segir: I. Grænaborg var sumarskáli fyrir Suðurborg, starfsdagar þar því taldir með Suðurborg.' II. Vesturborg: Vistarheimili, ársstarfsemi, starfsdagar 365 (365). Dvalardagar alls 6668 (6673). Barnafjöldi alls 40 (46). III. Tjarnarborg: 1. Dagheimili: Ársstarfsemi alla virka daga, en hálfsmánaðar hlé í júlí vegna sumarfría. Starfsdagar 291 (283). Dvalardagar alls 16.151 (15.981). Barnafjöldi alls 135 (123). 2. Leikskóli: Starfaði á sama tíma og dagheimilið. Starfsdagar 291 (278). Dvalardagar alls 5.619 (9.646). Barnafjöldi alls 82 (106). IV. Suðurborg: 1. Dagheimili: Arsstarfsemi alla virka daga, en hálfsmánaðar hlé í júlí vegna sumarfría. Starfsdagar 291 (279). Dvalardagar alls 8.206 (8.164). Barnafjöldi alls 71 (86). 2. Leikskóli: Starfaði á sama tíma og dagheimilið. Starfsdagar 291 (274). Dvalardagar alls 5.424 (6.193). Barnafjöldi 81 (100). 3. Vistarheimili: Ársstarfsemi, starfsdagar 365 (365). Dvalardag- ar 4.923 (5.663). Barnafjöldi alls 39 (35). 4. Vöggustofa: Ársstarfsemi, starfsdagar 365 (365). Dvalardagar alls 5.737 (5.946). Barnafjöldi alls 40 (42). Starfsdagar stofnana félagsins urðu því samtals 2.259 (2.209). A heimili félagsins komu alls 488 (538) börn, aldur 0—11 ára. Dvalardagar barnanna urðu alls 52.728 (58.266). Þar af tilheyrðu leikskólanum 11.043 (15.839) dvalardagar án fæðis. Dvalardagar barn- anna voru færri nú en 1945. Stafar það einkum af því, að Uppeldis- skóli Sumargjafar fékk stofu í Tjarnarborg, en við það lagðist niður ein leikskóladeild þar. Auk þess var af lækni og hjúkrunarkonu gerð krafa til að hafa færri börn í húsrými vistarheimilanna. Reksturskostnaður heimilanna varð alls um kr. 650.746,00 (560 þús.). Meðlög og skólagjöld greiddust samtals um kr. 375.834,00 (350 þús.). Styrkur frá ríkissjóði kr. 150.000,00 (70.000,00). Styrkur frá bæjarsjóði kr. 300.000,00 (180.000,00). Styrkur frá Líknarsjóði íslands kr. 3.000,00 (0,00). Viðhald, umbætur og viðbætur fasteignanna, ásamt opinberum gjöld- um og fyrningum, nam alls um kr. 96.000,00 (96.600,00). Auk þess var lækkað bókað eignarverð á Suðurborg um kr. 50.000,00. Viðbætur, viðhald og fyrning áhalda urðu kr. 41.300,00 (42.000,00). Otaldar eru þar um kr. 19 þúsund í fyrirfram greiddum vörum ó- komnum til landsins. — Auk þessa eru svo „ýmis gjöld“ beint eða óbeint varðandi rekstur heimilanna, svo sem ársreikningur félagsins ber með sér. — „Brúttó“-gjöld allrar starfsemi félagsins árið 1946 urðu alls um kr._ 898.400,00 (740.000,00). Árið 1946 er 9. árið, sem félagið starfrækir vistarheimili (5. sinn úrfallalaus ársstarfsemi), 5. árið, sem það starfrækir ársdagsheimili (áður 2 ár sérstakt vetrardagheimili, og auk þess tvisvar með ann- arri starfsemi í Vesturborg), 6. árið, sem félagið stai'frækir vöggu- stofu (nú 5. sinn úrfallalaus ársstarfsemi). Og þetta var 7. árið, sem félagið starfrækti leikskóla, og nú í 3. sinn allt árið. Þetta er í 3. sinn, sem sumardagheimilin falla inn í ársstarfsemi félagsins, áður starfrækt 16 sumur. Árið 1946 tók félagið að sér að koma á laggirnar Uppeldisskóla Sumargjafar, — stofnun til að sérmennta forstöðukonur og starfs- stúlkur við barnaheimili, dagheimili og leikvelli. Skólinn tók til starfa 1. okt. ’46 í Tjarnarborg. Forstöðukona hans er ungfrú Valborg Sig- urðardóttir. Bæjarsjóður veitti skólanum kr. 22.500,00 styrk. Farið var fram á, að ríkið styrkti skólann að jöfnu á móti bænum, en það fórst fyrir þetta ár, og greiddi Sumargjöf reksturshallann. Frá því að félagið hóf starfsemi sína <1924) og til ársloka 1946 munu 4.805 börn hafá verið á vegum þess í Reykjavík (4.317). Sumargjöf þakkar öllum, sem unnið hafa og vinna fyrir hana, og velunnurum sínum og styrkjendum vottar hún einnig beztu þakkir — Ritað í apríl 1947. Félagsmenn voru við áramót 875 (753). F. h. stjórnar Barnavinafélagsins Sumargjafar. Isak Jónsson. i

x

Barnadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.