Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Síða 5

Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Síða 5
BARNADAGSBLAÐIÐ 3 Fimm byggbrauð og tveir smáfiskar eftir séra Emil Björnsson Það er bjart fyrir augum þegar maður er ungur og á lífið fram undan. Þá er veröldin ný, hún fæðist fyrir sjónum hvers er lítur hana. Eftirvæntingin og tilhlökkunin töfra hugann, hrifningin lýsir upp hjartað eins og sólarbjarmi morgunsins fari eldi um jörð. Og þessi barnslega gleði breytist smátt og smátt í heitan æskufögnuð, lífsgleði hins full- vaxta manns. Sól kemst í hádegisstað. En hver dagsól hallar til vesturs og gengur loks til viðar. Það virðist ævisólin einnis gera; en þá er ekki rétt lifað; því að lífið í brjóstinu er eilíft og veröldin ný á hverjum morgni. Sá sem festir augun við fegurð lífsins hið ytra og innra og leyfir hjarta sínu að hrífast skilyrðislaust, hann hlýtur að hrífast daglega og lofa skapar- ann af innstu hjartans rót. Að hrífast er að vera ungur. Að vera ungur er að hríf- ast með hverjum nýjum degi, breiða faðminn mót kornu hans og gleyma myrkrinu í birtu hans, njóta þess að eiga ódauðlega sál. Sá sem opnar hjarta sitt hlýtur að lirífast á hverjum degi, og hann eldist ekki; tíminn getur brennimerkt sér líkamann, en lirifna sál fær hann ekki snert með sínum minnsta fingri. Hrifn- ingin er eldur lífsins. Sá eldur eyðir ekki, hann brennur aðeins, loginn leikur við himin, lifandi, ljómandi og verm- andi, eilífur og ungur. Við erum öll ung á meðan hjarta okkar brennur af hrifn- ingu, en gömul orðin á þeirri stundu, þótt á æskuárum sé kalláð, er hjartað lok- ast og hrifningarloginn deyr. Ljóma hrifningarinnar stafar frá eilífðinni. Það er því ekki að undra þótt æska andans sé honum tengd og við hann bundin, ekki að undra þótt hin þyngsta þraut og hæsta elli beri lægra hlut í skiptum sínum við þann ljóma, og hann brjótist jafnvel fram í brostnum augum. -K Hversu fátækt og umkomulítið virðist ekki mannsbarn, sem fæðist í þennan Iieim, nakið og upp á náð mannanna komið. Hér er ungmenni, sem hefur fimm byggbrauð og tvo smáfiska, en hvað er þetta handa svo mörgum, sagði læri- sveinninn forðum, er Kristur mettaði fimm þúsund af þeim vistum. Fer okkur ekki oft eins og lærisveininum, finnst okkur ekki fátt um það sem uppvaxandi kynslóð leggur af mörkum til lífsins, þótt hún sé líf af okkar lífi? Höfum við það hugfast að umkomulítið mannsbarn, sem ekki hefur nema fimm byggbrauð og tvo smáfiska andlega talað, hefur í sér fólgna óendanlega möguleika fyrir skap- arans undramátt, já getur jafnvel satt og glatt fimm þúsundir manna í óbyggð- inni fyrir þann kraft. í ljósi þessa óskilj- anlega vaxtarmáttar verður nakið og um- komulaust mannsbarnið ekki lengur nakið og umkomulaust fyrir sálarsjónum okkar, heldur sem fræ fallið úr hendi hins mikla og eilífa anda og skapara mitt á meðal okkar, og okkur órar ekki fyrir því hversu margir kunna að geta notið ávaxtanna, sem upp af því fræi spretta. í þessu ljósi, í þessum krafti máttarins að baki vaxtarins, verður livert mannsbarn með sérstökum hætti birting guðdómsins mitt á meðal okkar, því að það er guð, sem gefur vöxtinn og skapar manninn í sinni mynd, og frá þeirri hlið skoðað verður barnið eitthvert dýrlegasta hrifn- ingarefnið í heimi mannanna yngilind þeirra eldri. Ef einhver spyr, af hverju get ég hrifizt daglega, þá spyr ég aftur; Áttu ekki börn, eða umgengst þú ekki börn? Ef þú gerir það og tekur þátt í hrifningu þeirra og gleði hvers nýs dags, þá þarftu ekki að spyrja. Þarna er ljóm- inn í augum þeirra við leik og starf, bros- ið á vörum þeirra, málið á tungu þeirra, himingleðin í hugsun þeirra og unaður- inn í hreyfingum þeirra. Sá sem ekki get- ur hrifizt inn að hjartarótum af barni, sem er að vaxa og breiðir faðminn móti lífinu, hann lifir í rauninni ekki þessu lífi. Þar á við það sem skáldið segir: „Leita ei neins og látast lifa, en vera dauður.“ En við gefum því ekki gaum sem skyldi, að við erum jarðvegurinn sem fræ skaparans, mannanna börn, falla í og vaxa upp í. Það er ábyrgðarhluti að ala upp börn, og við erum öll uppalendur, sem höfum eitthvað fyrir börnum, og spurningin er þessi, hvað höfum við fyrir börnunum, hvað innrætum við þeim? Hjálpum við þeim til að vaxa? Það hefur mörgum reynzt torskilið að af fimm byggbrauðum og tveimur smá- fiskum úr hendi ungmennis skyldi Jesús Kristur geta mettað fimm þúsundir manna. Hvernig gátu byggbrauðin og fiskarnir vaxið með slíkum hætti? Hver skilur þetta? Sá sem vill skilja og sjáandi sjá. Lítið á börnin sem vaxa allt i kringum ykkur og lítið á grösin og blómin, sem spretta við fætur ykkar í vor og hugleiðið máttinn að baki vaxtarins. Hugleiðið að í kær- leiksríkri hönd vex allt hvort sem það er barn í hendi skaparans eða brauð í hendi barns, og munið að þeim vexti eru engin takmörk sett. Innrætið börnunum ást til guðs og manna ef þið viljið taka höndum saman við máttinn að baki vaxt- arins, því að vöxturinn er ávöxtur kær- leikans, og án kærleika vex ekkert, hvorki barn né brauð né blóm. Verum samverkamenn skaparans á sumardaginn fyrsta og alla daga. Minnumst orða skáldsins: Að vaxa er eðlisins innsta þrá frá efsta meiði í traðkað strá. Munum að æðsta mark og mið lífsins á þessari jörð er að hjálpa lífi til að vaxa. Megi vaxtar- þrótturinn og gróskan gagntaka hvert guðsfræ í þessum heimi, megi lífsgleðin og sumargleðin hrífa hjörtun, og megi hrifningin varðveita þau vaxandi, brenn- andi og ung til efsta dags. Gleðilegt sumar.

x

Barnadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.