Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Blaðsíða 7

Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Blaðsíða 7
BARN ADAGSBLAÐIÐ o Framtíð barnanna Eftir Ólaf Gunnarsson sálfrœðing Við frjóanga vorsins eru miklar vonir bundnar. Fátt er vænlegra til þess að þroska og göfga manninn en ef honum gefst tækifæri til að hlúa að vaxandi vör- gróðri þannig, að hann fái notið sín til fulls. Börnin okkar eru sá vaxandi vor- gróður, sem stendur hugum okkar næst og flest viljum við á okkur leggja til þess að skapa þeim sem fullkomnust þroska- skilyrði. Frá því ísland byggðist og allt fram á síðustu áratugi hefur uppeldi svo að segja hvers einasta barns í landinu verið nátengt sveitastörfum og sveitahugsunar- hætti. Bæir voru þá svo fáir og smáir að þeirra gætti lítið. Sveitabarnið fagnaði þá sent nú komandi sumri nreð því að flytja sullin sín úr baðstofuhorninu út í sólina o og \orið. Kjálkar og kjúkur, sem tákn- uðu lömb, ær og sauði dreifðust um grænkandi brekku undir eftirliti eigend- anna. Þessi leikur var þannig í senn stundargaman og undirbúningur undir það starf, sem fyrir flestum lá'að meira eða minna leyti, sem sé fjármennskuna. Smátt og smátt lærðu sveitabörnin störf liinna fullorðnu, fyrst með því að horfa á fullorðna fólkið vinna, síðan með því að reyna sjálf, oftast undir leiðsögn foreldra eða annarra vandamanna, sem voru boðin og búin til að aðstoða og leið- rétta ef á þurfi að halda. Þannig var verk- nám fyrri alda lífrænt, óbrotið og eðli- legt. Nú er öldin og aðstaðan önnur. Aðeins tæplega 30 prósent þjóðarinnar búa nú í sveitum, hitt í bæjum, stórum og smá- um, en flest í hinni litlu stórborg, Reykjavík, sem kunnugt er. Látum okkur nú athuga skilyrði reyk- vískra barna og unglinga til þroska og vinnunáms. Hlaðvarpinn og brekkan við bæinn eru liorfin, leikvöllurinn er gatan eða almenningsleikvöllurinn, senr litlu börnunum er ætlaður. Meðan börnin eru í frumbernsku má segja, að þeim sé all- vel borgið á almenningsleikvellinunp a. m. k. get ég ekki bent á aðra lausn heppi- legri til þess að sjá litlum börnum fyrir leikskilyrðum í borgum. Vandinn evkst þegar börnin stækka og komast á þann aldur að eðlilegt væri, að þau færu að læra einhver hagnýt störf, þá kemur það í 1 jós, að eðlileg verkefni vantar. Að vísu fer mikill tími í að sækja skóla og án skólanna væri mannsæmandi uppeldi í borgunr lítt hugsanlegt. Þótt engir skól- ar séu að öllu leyti fullkomnir, gegna þeir a. m. k. allir því mikla hlutverki að ala önn fyrir börnunum mikinn hluta dagsins meðan foreldrarnir stunda vinnu sína. í skólunum læra börnin einnig margt, senr teljast verður sjálfsagt að kunna t. d. lesa, skrifa og ræika, auk bók- legra fræða og handavinnu. Hitt er svo allt annað mál, að skólinn getur aldrei kennt börnum öll þau störf, sem þeirra bíða þegar út í lífið’kemur, til þess skort- ir alla skóla bæði áhöld og húsnæðþ auk sérmenntaðra manna í ýmsum starfs- greinum, enda ekki til þesc ætiast að skól- arnir leysi slík vandamál. Vilji foreldrar tryggja börnum sínum vinnuþroska og vinnugleði verða þeir að leita að skapandi störfunr handa þeim til sjávar og sveita eða í borgum. Við skulum nú athuga um livaða möguleika er að ræða og hvernig þeir eru notaðir. Margir bændur þurfa á aðstoð ung- linga að Iialda nokkurn lduta ársins og sumir allt árið. Að undanförnu hefur ráðningarstofá landbúnaðarins útvegað bændum, sem sérstaklega óska þess, ung- linga, en margir bændur þekkja fólk í Reykjavík, sem sendir börn sín til þeirra á hverju sumri. Á þennaxr lrátt hefur álit- legur hópur reykvískra barna og ung- linga komizt í sveit á hvei'ju sumri. Mér er sam kunnugt um, að margir bændur, einkum þeir, sem búa lairgt frá höfuð- staðnum, leita ekki eftir aðstoð héðan og reykvískir feður og mæður hafa heldur ekki knúið dyr þeirra og óskað eftir dval- arstað handa syni eða dóttur um lengri eða skemmri tíma. Vitanlega er ekki rúm fyrir nærri alla reykvíska unglinga í sveitum, en að mínu viti er sjálfsagt að koma þangað sem flestum, a. m. k. einhvern hluta árs- ins og þó helzt til ársdvalar ef liægt væri, því á þann hátt kynnast unglingarnir sveitalífinu út í yztu æsar og sumir skapa sér ef til vill lífvænlega framtíð í sveit síðar fyrir bragðið. Sumir vilja ef til vill segja sem svo, að sveitavinnan sé alltof erfið handa reyk- vískum börnum og unglingum. Ef slíkar raddir berast frá foreldrum sanna þær það eitt, að slíkír foreldrar hafa misskil- ið hlutverk sín sent uppalendur. Foieldi- ar eiga ekki að hugsa og vinna fyrir börn- in sín meira en góðu hófi gegnir, aðstoð foreldra á að vera aðstoð til þroska og manndóms. A undanförnum áratugum befttr borið mjög mikið á því í menn- ir.garþjóðfélögum, að gegnir foreldrar, sem hafa brotizt áfranr úr fátækt til bjarg- álna, liafa reynt að íyöja veg barnanna sem allra bezt með það í huga, að þroska- biaut þeirra skyldi ekki verða eins hnökrótt og foreldranna. Þetta er mann- legt en ekki skyirsamlegt. Reynslan hefur margsannað, að börn, sem hlaðið er und- ir á allan lxátt ná aldrei sama þroska og þau senr verða að nota eigin krafta að mikltx leyti til þess að bi'jótast áfram. Foreldrum ber því fyrst og fiemst að kenna börnunum eljusemi, samvizku- semi og áreiðanleika og þá ekki síður virðingu fyrir vinnunni og jreim verð- mætum sem hún skapar. Síðastliðinn áratug Iiefur rnikill Iiluti æskunnar haft handa á milli meiri fjái'- muni en dæmi eru til áður á íslandi og

x

Barnadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.