Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Síða 12

Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Síða 12
10 BARNADAGSBLAÐIÐ Heyrt og séð í heimi ísak Jónsson, skólastjóri, hefur í vetur dvalið í Bandaríkjunum og kynnt sér skólamál. Hann hefur ferðazt allvíða og dvalið m. a. í New York, Washington, Baltimore, Philadelphia, Muncie, Chicago og víð- ar. Isak hefur iieimsótt marga merka skóla og uppeldisstofnanir. Einnig hefur hann kynnt sér störf og fyrirkomulag leikskóla og ýmsa aðra starfsemi fyrir börn innan skólaskyldualdurs. ísak Jónsson hefur verið ritstjóri Barnadagsblaðsins frá stofnun þess þar til nú. Það er morgunn í New York, 29. nóv- ember 1951. Veðrið er ákjósanlegt fyrir íslending, heiðskír himinn, vestan kaldi og hiti við frostmark. Leið mín liggur um Broadway frá 112. til 120. götu, eða um aðalhverfi Colum- bía-háskólans. En hann á hér heilt borg- arhverfi og veitir víst ekki af, því að í skólanum stunda nám um 28 þúsund stúdentar. Og öll hús skólans einkenna sig með því að vera með koparþaki. Aðkoman íg hugsa með nokkurri eftirvæntingu til dagsins, því að nú á ég að heimsækja leikskóla. Skólinn á að byrja klukkan níu, en ég er mættur nokkrum mínútum fyrr. Ég gef mig ekki fram, en nota tím- ann til þess að athuga það, sem fyrir aug- un ber. Feður og mæður koma nreð börn sín, flestir með eitt, og hér um bil allir í bíl, hvort foreldranna sem er. Allir •vinda sér hressilega að stúlku milli tví- tugs og þrítugs, sem tekur á móti börn- unum, heilsa henni alúðlega og biðja Jiana ósköp vel fyrir dýrmætið sitt. Börnin eru tæplega 20 og á aldrinum 5—6 ára. Ég gef mig fram um það bil, sem börn- in eru að fara inn; kynni mig og segi frá hvaða landi ég er. Kveðjunni er tekið vel, ég boðinn velkominn. En mest verð- ur ungfrúin þó hissa á því, að ég skuli vera frá íslandi. Og af ýmsum kenni- merkjum þykist ég finna, að hún muni ekki vita mikið um þetta fjarlæga land. Sömuleiðis skotra börnin til mín augun- um, alveg undrandi. Aðbúnaður og starísmöguleikar Börnunum er hleypt inn í stofuna í •yfirhöfnum sínum. En þegar þau eru komin inn, fara þau að klæða sig úr þeim, og gera það sjálf, hjálparlaust, þó að kennararnir (það var ungur kennara- nemi með aðalkennara þennan dag) séu viðbúnir, ef hjálpar er vant. Börnin hengja yfirhafnir sínar inn í sérstaka skápa, sem eru gegnt gluggum í sjálfri skólastofunni. Þau taka og af sér götu- skóna, setja þá á sérstakan stað og fara í inniskóna. Meðan börnin eru að þessu, athuga ég brinað þeirra. Hann er mjög lítið frábrugðinn því, sem hann gerist heima. Flest barnanna voru í skjólgóðum úlpum og utanyfirbuxum, því að New- York-búum finnst veðrið nú vera farið að gerast kalt. Á meðan börnin eru að bjástra við föt sín, nota ég tímann til að litast um í stof- unni, þeim stað, sem börnin eiga að haf- ast við í frá kl. 9—3 á daginn. Stofan er að minnsta kosti 7x7 metr- ar að gólffleti, mjög há til lofts og miklir gluggar. Hún er hituð með loftblæstri. Við fljótt yfirlit er auðséð, að útbúnaður allur er hér ríkulegur. Klukka er á vegg, hitamælir í horni. Borð og stólar eru við hæfi bamanna og þannig fyrir komið, að gólfpláss verður mikið. Þarna eru og borð, sem notuð eru bæði fyrir efnivið og til að vinna við í viðlögum. Og í stof- unni er fjöldi frekar lágra skápa. Þeir standa út á gólfið og eru notaðir báðum megin, flestir. Þeim er þannig fyrir kom- ið, að þeir skipta stofunni í hólf á hag- kvæman hátt til flokkaskiptingar. við störf. Blómapottar eru í gluggum og víð- ar. Og vatnsjurtahylki og fiskabúr með gullfiskunr hafa sinn stað. Þá er þarna brúðukrókur með brúðum, brúðurúm- um; brúðubaðkeri, þvottabala, brúðu- strokjárni með tilheyrandi borði, og mörg önnur nauðsynleg áhöld stór og smá. En eldhúskrókurinn er þó allra beztur. Og þar eru öll „þægindi", smá- borð, skápar, rafmagnssuðuplata, eldhús- áhöld og mataráhöld af margs konar gerð. í einu horninu er píanó, og nálægt því útvarpstæki. Já, og rétt hjá er stæði með mörgum grammófónplötum. Nokkrar trönur eru þar til vatnslitamálningar með tilheyrandi stæðum fyrir litakrukk- ur og pensla. Gegnt gluggum er skápur leikskólanna með alls konar efnivið, — „einskis virði“, þ. e. a. s. gömul dagblöð, kassafjalir og fleira, sem kemur í góðar þarfir í önn dagsins. í skáp til hliðar eru alls konar áhöld, senr ómissandi þykja í nútíma leikskólum, t. d. smíðatól, klossar af margs konar gerð, röðunarspil, létt og þung og margt fleira. Hrifnastur varð ég þó af bókakostinum. Það er geysiúrval af alls konar litnryndabókum, sem henta við öll aldursstig leikskólans, — allt upp að byrjunar-lestrarstigi. Mér finnst mikið til um að sjá þetta hér, vegna þess, að ég hef lengi fundið svo sárt til vöntunar á slíkum bókum heima, al-íslenzkum. Loks renni ég svo augum yfir veggi stof- unnar. Þar er tafla, sem nær milli horna á einum veggnum. En á hinum veggjun- um er fjöldi mynda, safnað af börnum og kennara, límdar upp á stór blöð og skýringar prentaðar með stórum stöfum neðan við myndirnar. Sumar myndirnar eru eftir börnin, og þær þykir mér falleg- astar. Að lokum staðnæmist ég við blaðaflokk, sem festur er upp á vegg. Auðséð er, að börnin hafa sjálf prentað á þessi blöð. Já, og þetta er skemmtilegt. Hér hafa þessi litlu börn fengið það verk- efni að prenta á blað, (það er byrjað að kenna hér lestur), hverjir eru heima. Það er auðvitað mamma og pabbi, stund- um bara mamma, oft afi og amma, og svo systkinin. En seinast prentar barnið jafn- an sitt eigið nafn. Blöð þessi gefa býsna góðar upplýsingar um fjölskyldur barn- anna, já, skemmtilega mynd af mannlíf- inu yfirleitt. Staríið Nú er kominn tími til að athuga, hvernig börnin starfa í svona umhverfi. Eftir að börnin höfðu komið fyrir yfirhöfnum sínum, voru þau látin setj- ast öll í hóp á gólfið fyrir framan kenn- aranrí. Þetta var eins konar „andakt“- stund. Börnin sungu fallegt vers( en kennarinn lék undir á píanóið. (Víða þar sem ég hef komið síðar byrja börnin á að syngja þjóðsönginn). Að þessu búnu vekur kennarinn athygli barnanna á því, að nú sé kominn nýr dagur. Börnin taka því glaðlega og benda upp á vegg. En þar er þá stórt dagatalsspjald, sjáanlega gert af bekknum, reitur fyrir hvern dag. Og

x

Barnadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.