Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Síða 14
12
BARNADAGSBLAÐIÐ
Starfsemi Sumargjafar 1951
Félagið starfrækti barnaheimili allt árið, eða 365
daga. Starfsemin var í 7 húsum og 11 deildum, eins
og hér segir:
X. Grcenaborg:
Sumarleikskóli frá 2. júni til 9. sept. Starfsdag-
ar 84. Dvalardagar 5288. Barnafjöldi 128.
II. Vesturborg:
Arsstarfsemi, vistarheimili. Starfsdagar 365.
Dvalardagar 6130. Barnafjöldi 45.
III. Tjarnarborg:
1. Dagheimili: Ársstarfsemi alla virka daga
(sumarfrí frá 17. júlí til 3. ágúst). Starfsdag-
ar 290. Dvalardagar 17927. Barnafjöldi 138.
2. Leikskóli: Starfaði alla virka daga frá 2. jan.
til 1. júní og frá 1. okt. til 31. des. Starfs-
dagar 200. Dvalardagar 8277. Barnafjöldi
107.
IV. Suðurborg:
1. Dagheimili: Ársstarfsemi alla virka daga.
(Heimilinu lokað frá 14. júlí til 30. júlí.
Sumarfrí.) Starfsdagar 290. Dvalardagar
14060. Barnafjöldi 138.
2. Leikskóli: Starfaði alla virka daga frá 2. jan-
úar til 1. júní og frá 1. október til 31. des.
Starfsdagar 209. Dvalardagar 5963. Barna-
fjöldi 98.
3. Vöggustofa: Ársstarfsemi. Starfsdagar 365.
Dvalardagar 6027. Barnafjöldi 38.
V. Steinahlíð:
1. Leikskóli: Starfaði alla virka daga frá 2. jan.
til 15. febr. Starfsdagar 49. Dvalardagar 708.
Barnafjöldi 23.
2. Dagheimili: Alla virka daga frá 15. febr. til
31. des. Starfsdagar 264. Dvalardagar 7537.
Barnafjöldi 79. Breytt var um rekstur í
Steinahlíð á árinu. Eins og sést á því, sem
hér að framan er skráð, var Ieikskóli þar
frá 2. jan. til 15. febrúar. Þá var breytt um
/tekstur og stofnað dagheimili, sem þar hefur
verið starfrækt síðan.
VI. Drafnarborg:
Leikskóli starfaði allt árið. Starfsdagar 301.
Dvalardagar 22096. Barnafjöldi 265.
VII. Barónsborg:
Leikskóli starfaði þar allt’árið. Starfsdagar 300.
Dvalardagar 25510. Barnafjöldi 350.
Samtals dvalardagar í ár 120.390 (81.974 í fyrra)
Starfsdagar stofnana félagsins urðu þannig á ár-
inu samtals 2.717 (í fyrra 2.403). Á árinu koinu alls
1.409 börn á heimili félagsins (1.123 r fyrra). Börn
þessi voru frá eins mánaðar til átta ára. Dvalardagar
barna á árinu urðu samtals:
Vistheimili ................ 12.157
Dagheimili ................. 40.391
Leikskólar ................. 67.842
Samtals dvalardagar í ár 120.390 (81.874 í fyrra)
Dvalardagatalan er þannig um i/3 hærri í ár en
hún var í fyrra. Þessi aukning kemur hérumbil öll
frani á leikskólastarfsemi félagsins og er fyrst og
fremst hinum nýju húsum, Drafnarborg og Baróns-
borg, að þakka, en þar var nú í fyrsta skipti rekinn
leikskóli allt árið.
Helzta og mikilvægasta breyting á rekstri félagsins
varð sú, að bærinn tók við þeim vistarheimilisbörn-
um, sem verið hafa í Vesturborg, frá 31. des. 1951
að telja. svo að frá ársbyrjun 1952 getur félagið ráð-
stafað húsinu Vesturborg til annars reksturs. Þetta
er fyrsta hejla starfsár hinna nýju leikskóla í Drafn-
arborg og Barónsborg. Verður ekki annað sagt en
að rekstur þessara stofnana hafi gengið vel.
Heilsufar barnanna var frekar kvillasamt á árinu.
í Vesturborg gengu mislingar yfir fyrri hluta ársins
og upp úr þeitn fengu nokkur börn lungnabólgu. Á
vöggustofunni í Suðurborg dó eitt barn snögglega
þann 10. apríl. Dánarorsök ókunn. Líkkrufning var
framkvæmd.
Árið 1951 er 14. árið, sem félagið starfrækir vistar-
heimili og jafnframt næstseinasta árið, því að sain-
kvæmt skýlausu loforði hæjaryfirvalda Reykjavíkur
verður félagið losað við rekstur vistarheimila að
fullu og öllu hinn 1. maí 1952, og er þá fyrst komið
í það horf, sem félagið hefur stefnt að undanfarin
ár, að bæjarfélagið sjái um rekstur vistarheimila, en
Sumargjöf annist frekar dagstarfsemina.
Þetta er 12. árið, sem félagið starfrækir leikskóla,
12. árið, sem það starfrækir dagheimili og 6. árið
sem Uppeldisskóli Sumargjafar starfar. Var hann til
húsa í Steinahlíð sein fyrr. Úr skólanum hafa verið
hrautskráðar 30 námsmeyjar. Undanfarin ár hefur
skólinn verið með sérstakt og aðskilið reikningsbald
og sérstaka fjárhagsáætlun, en þar sem Sumargjöf
hefur a.tíð greitt reksturshalla skólans og hann er
rekýiu á ábyrgð félagsins í einu og öllu, þótti nú
rétt að sameina rekstur hans bókhaldslega öðrum
rekstri félagsins.
Frá því félagið hóf starfsemi sína 1924 og til árs-
loka 1951 munu liafa komið á barnaheimili félags-
ins í Reykjavík kringum 9.165 börn.
Heildarútgjöld félagsins árið 1951 urðu 2.044.518.70
Fekjuliðir voru þessir:
Vistgjöld ..............kr. 881.234.00
Styrkur frá Rvíkurbæ .. — 570.000.00
Styrkur frá ríkissjóði ... — 170.000.00
Endurgr. fæði og húsn. . — 263.536.78
Tekjur af sumard. fyrsta — 94.137.35
Aðrar tekjur ........... — 17.139.35
Rekstrarhalli .......... — 48.471.22 2.044.518.70
Helztu gjaldaliðir á rekstrarreikningi voru þessir:
Laun starfsmanna........ kr. 1.228.718.74,
Matvæli ................ - 356.550.04
Ljós og hiti ........... — 75.822.49
\'iðhald húsa og lóða,
áhalda og muna ......... — 75.575.18
Á árinu veitti bæjarsjóður félaginu 140 þústind
kr. aukaframlag vegna síaukins kostnaðar við vistar-
heimilisrekstur, sem félagið hefur að undanförnu
rekið vegna bæjarfélagsins.
Félagsmenn voru um áramót 836.
Félagsstjórnin þakkar öllu starfsfólki sínu vel
unnin störf á árinu.
Ollum hinum mörgu sjálfboðaliðum, sem fyrir fé-
lagið hafa unnið, þakkar stjórnin ómetanleg störf í
þágu félagsins.
Kjörorð félagsins í framtíðinni skal vera það sama
og hingað til:
Fleiri dagheimili.
Fleiri leikskóla.
Fjarlægjum smábörnin slysahættu götunnar.
Gleðilegt sumar.
Stjórn Sumargjafar.
Heyrt og séð í heimi leikskólanna
Framh. af bls. 11
Þannig endaði þessi ánægjulega heim-
sókn mín í leikskóla þennan haustdag í
New York. Ég hafði séð og heyrt margt
athyglisvert og skemmtilegt, og hef nú
gert frekar ófullkomna lýsingu af því,
með sömu spurn, er Jónas Hallgrímsson
lagði forðum fyrir Iiana systur sína:
„Sérðu það sem ég sé . . .?“
Með kærri kveðju til íslenzkra barna
og allra, sem fyrir þau vinna.
New York í jan. 1952.
Isak Jónsson.
í TJARNARBORG
I Tjarnarborg, í Tjarnarborg
ég trítla, létt er sporið,
pví glens er þar og gaman nóg,
við glaðan söng og leiki — hó!
I Tjarnarborg, í Tjarnarborg
ég trítla, létt er sporið.
í Tjarnarborg, í Tjarnarborg
með telpum þar og drengjum,
ég læri það sem læra ber,
af listum þeim seni henta mér.
I Tjarnarborg, í Tjarnarborg
með telpum þar og drengjum.
Hvert lítið blóm, hvert lítið blóm
sér lyftir upp á vori,
það undirbýr nú íslenzk mold
og úti senn mun grænJia fold.
Hvert lítið blóm, Jivert lítið bJóm
sér lyftir upp á vori.
Ver dönsum létt, vér dönsum Jétt
og lifum frjáls og Jilæjum.
Vöxum ört og horfum hátt
mót Jiimni blá, í sóJar átt.
Vér dönsum létt, vér dönsum Jétt
og hfum frjáls — og hlæjum —.
Ragnhildur Gísladóttir