Kirkjublaðið - 08.05.1943, Side 4

Kirkjublaðið - 08.05.1943, Side 4
4 KIRKJUBLAÐIÐ KIRKJUBLAÐIÐ kemur út hálfsmánaðarlega að sumrinu en vikulega á vetrum, ca. 40 blöð á ári. Verð til næstu áramóta kr. 10.00, en síðan kr. 15.00 árg. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Sigurgeir Sigurösson biskup. Utanáskrift blaðsins er: KIRKJUBLAÐIÐ, Reykjavík. Pósthólf 532. ísafodarprentsmiðja h.f. Frú Gerd Grieg, hin fræga norska leikkona, er nýlega komin til höfuðstaðarins. Ætlar frúin að annast um og undirbúa sýningu á leikriti Ib- sens: Veizlan á Sólhaugum. — Frumsýning leiksins mun verða þann 17. maí, á þjóðhátíðardegi Norðmanna. — Þetta er í ann- að skiftið, sem frúin heimsæk- ir Island. Á síðastliðnu sumri dvaldi hún hér um hríð, ásamt manni sínum, skáldinu Nordal Grieg. Orðið, eftir Kaj Munk. Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir athyglisvert leikrit, er vakið hefur mikla eftir- tekt. Er það „Orðið“, eftir danska prestinn Kaj Munk, sem nú þyk- ir einn snjallasti leikritahöfund- ur meðal Dana. Leikurinn fjallar um trúmál, og eru fulltrúar ým- issa trúarskoðana látnir leiða þar saman hesta sína. Séra Sigurjón Guðjónsson, prestur í Saurbæ, þýddi leikritið. Virðist hvorum tveggja hafa vel tekizt, þýðanda og leikendum, enda aðsókn að leiknum verið mikil. Listsýningin. Félag íslenzkra listmálara hef- ur undanfarið haft listsýningu í hinum nýja sýningarskála félags- ins. Aðsókn var geysilega mikil. Nokkrar myndir seldust. Sýning- in gaf allgott yfirlit yfir þróun íslenzkrar myndlistar á síðustu ártugum. Þó mundu ýmsir hafa kosið, að sýningin hefði verið fjölskrúðugri. Nokkrir málarar áttu engar myndir á sýningunni, aðrir helst til fáar, t. d. Kjarval. En — fáir eru smiðir í fyrsta sinn — og vonandi tekst næsta sýning ennþá betur. Jóhannesarpassían. Til merkustu viðburða á sviði 'tónlistarinnar hér í Reykjavík má án efa telja flutning Jóhann- esarpassíunnar eftir Johan Seb- astian Bach. Þetta fræga tónverk var flutt nokkur kvöld í fríkirkj- unni í Reykjavík við afar mikla aðsókn. — Dr. Urbantschitsch stjórnaði hljómsveit og kór, og mun öllum, sem á hlýddu, hafa þótt mikið til koma. Á föstudag- inn langa var tónverki þessu út- varpað, svo að landsmönnum gæf- ist kostur á að hlýða á þetta stór- fenglega verk. Ritað er nánar um Jóhannesarpassíuna á öðrum stað í blaðinu. Verðlækkun. Verðlækkun nokkur á landbún- aðarafurðum kom til fram- kvæmda 1. þ. m. I Reykjavík lækkaði mjólk úr kr. 1,75 í kr. 1,40 lítrinn, og aðr- ar mjólkurafurðir í svipuðu hlut- falli.' Ennfremur hefur kjötverðið verið lækkað nokkuð. Er þetta einn þáttur í þeim ráðstöfunum þings og stjórnar að lækka dýrtíðina í landinu. TilkYsmmg ðil sék&aasrpresta Á biskupsskrifstofunni eru nú fyrirliggjandi: PRESTSÞJÓNUSTUBÆKUR SÖKNARMANNA TÖL BRÉFABÆKUR Ennfremur eyðublöð undir eftirfarandi vottorð: FÆÐINGAR og SKÍRNARVOTTORÐ HJÓNA VÍGSLUVOTTORÐ DÁNARVOTTORÐ LÍFSVOTTORÐ Prestarnir snúi sér til skrifstofunnar ef þá vantar bækur þess- ar eða eyðublöð. Biskup. Bœkur Prestaíélags íslands „Hálogaland“, eftir Eivind Berggrav biskup, kostar í shirtingsbandi 8 kr. í skinnbandi 10 kr. Þeim, sem vilja eignast bók þessa fræga höfuðbiskup Noregs, er vissast að fresta ekki lengi kaupum á henni. „Heimilisguðrækni“. Nokkrar bendingar til heimilanna. Kr. 2,50. Ób. 1,50. „Samanburður Samstofna guðspjallanna“, gerður af Sigurði P. Sívertsen. I bandi 6 kr. Ób. 4 kr. EHndi um Guðs ríki eftir dr. Björn B. Jónsson. Ób. kr. 2,50 B. 3,50 og 4,00. „Kirkjusaga“, eftir Vald. V. Snævarr skólastj. Verð í bandi kr. 3,75. „Kristur á vegum Indlands“, eftir Stanley Jones. Þýð. séra Halldór Kolbeins. 2 kr. „Messusöngvar“ Sigfúsar Einarssonar kosta í bandi 4 og 5 krónur. „Prestafelagsritið“ fæst hér eftir með þessu verði: 1. árg. 5 kr., 3.—16. 2 kr. hver árgangur. En nýir kaupendur að „Kirkju ritinu“ fá það fyrir helming þess verðs. — 2. árg. er ófáanlegur í bóksölu, en vilji einhver selja óskemmt eintak, borgar Prestafélagið fyrir það 10 krónur. „Kirkjuritið“. Nýir kaupendur fá sérstök kostakjör. Einn af vinum ritsins skrifar nýlega: „Áhrif þess á mig og starf mitt meðal Islendinga hér vestra hafa verið andlega hress- andi og blessandi. Fyrir margar ritgerðir vildi ég sérstaklega þakka, bæði efni þeirra og anda. Og þá ekki sí'zt, hve vel tekst að halda ritinu þjóðlega að- laðandi og fréttnæmu um hag kirkjunnar, framtak og starfsháttu. Dreymt hafði mig um að geta aukið út- breiðslu þess. Eintak það, er ég kaupi, er nærri „lesið upp til agna“. Ofantaldai' bækur má panta hjá bókaverði Prestafélags íslands, frú Elísabetu Jónsdóttur. Hringbraut 144, sími 4776, Reykja- vík, hjá bóksölum í Reykjavík og víðar, og hjá flestum prest- um landsins. Ennfremur fást hjá sama Skýringar við Galatabréfið eftir Magnús Jónsson, verð 5 kr., og Skýringar yfir Markúsarguð- spjall og Inngangsfræði Gamla testamentisins eftir Ásmund Guðmundsson, verð 15 og 10 krónur. Laus prestaköll I. Sauðlauksdalsprestakall íBarðastrandaprófastsdæmi (Sauðlauks- dals-, Saurbæjar- og Breiðuvíkursóknir). Heimatekjur: 1. Eftirgjald eftir prestssetrið ................... kr. 387.00 2. Afb. og vextír af láni ........................... — 160.00 3. Fyrningarsjóðsgjald ............................... — 50.00 Samtals kr. 597.00 Umsóknarfrestur til 15. maí n. k. Veitist frá fardögum. II. Bíldudalsprestakall í Barðastrandaprófastsdæmi (Bíldudals- og Sélárdalssóknir). Heimatekjur: 1. Árgjald af prestsseturshúsi .................... kr. 462.00 2. Fyrningarsjóðsgjald ............................ — 60.00 Samtals kr 522.00 Umsóknarfrestur til 15. maí n. k. Veitist frá fardögum. Biskupinn yfir Islandi Reykjavík 20. marz 1943. Sigurgelr Sigurðsson. BúnaSarfélag Islands hefur opnað ráðningarskrifstofu landbúnaðarins í húsi sínu, Lækj- argötu 14 B. Sími 2151. Skrifstofutími kl. 9—12 og 1—6 e. h. Aðalstarfsmaður verður Metúsalem Stefánsson. Vinnuveitendur, sem óska aðstoðar ráðningarskrifstofunnar um úevegun verkafólks til landbúnaðarins, um lengri eða skemmri tíma, svo og verkafólk, sem ráðast vill í sveitavinnu, snúi sér til skrifstofunnar hið allra fyrsta, og gefi báðir aðilar sem .greini- legastar upplýsingar um óskir sínar og kröfur í sambandi við ráðn- ingu ef til kemur. Þeir, sem ekki geta sjálfir gengið frá ráðningarsamningum, verða að fela einhverjum öðrum umboð til þess fyrir sína hönd. BúnaSarfélag íslands. *

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.