Kirkjublaðið - 26.03.1945, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 26.03.1945, Blaðsíða 4
\ ¥ \ Hríse^jarkirkja Stutt athugasemd 1 Kirkjublaðinu, III. árg., 4. tbl., er grein um kirkjuna í Hrísey á Eyjafirði, er reist var 1934. Þar standa meðal ann- arra upplýsinga um kirkjuna þessi orð: „Er hún fyrsta kirkj- an, sem byggð hefir verið í Hrísey, svo að vitað sé“. — Þetta er sögulega rangt og þarf því leiðréttingar, af því að það er birt af merku og hlutaðeig- andi málgagni. Mig minnti, þegar er ég las þetta, að kirkja hefði verið í Hrísey í kaþólskum sið. Hef ég nú athugað þetta í íslenzku fornbréfasafni, og er þá ekki um að villast eftir heimildum þess, að kirkjan hefur verið í Hrísey í kaþólskum sið a.m.k. kringum hálfa aðra öld (1318 —1461). Aðrar heimildir um þetta eru ísl. fornbréfasafn hef ég nú eigi fyrir hendi. En hér skal nú bent á þau ár og þá staði, þar sem getið er þessarar fornu kirkju: 1318. lAuðunarmáldaga, sem ár- settur er 1318, er brot af mál- daga Hríseyjarkirkju, og hefir hún þá verið vísiteruð. (D. I., n. bls. 458). Og í registri yfir kirkjur í máldagabók Auðunar biskups er Hríseyjarkirkja talin. (D. I. II. bls. 488). 1394. I visitazíubréfi, er Pétur bisk- up Nikulásson hefur gefið út og látið ganga um biskupsdæmi sitt 1394, nefnir biskup Hrísey með- al þeirra staða, er hann ætli að vísitera, þótt ekki verði séð af máldagsbókinni, að hann hafi þá komið þar. (D. I. III, bls. 507). % 1425. I skýrslu Hannesar Pálssonar, „umboðsmanns og kapelláns Danakonungs“, um yfirgang, rán, vígaferli, löglausa verzlun og alls konar óskunda Englend- inga á íslandi á árunum 1420— 1425“ — stendur meðal annars: „Item ecclesiam risay (þ. e. Hrísey) cremauerunt“. (Bréfið er allt á latínu. — D. I. IV, bls. 328). 1429. GUÐSÞJÓNUSTA Á AMERÍSKU HERSKIPI DAVÍÐ SIQVRBSSON Herpresturinn framkvœmir guðsþjónustuna undir beru lofti á þilfari skipsins. uee- MAl, BAHN4NN4 BARNABÆN Ó, faðir, gjör mig lítið Ijós um lífs mins stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefir villst af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blitt sem brosir öllum mót, og kviðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig Ijúflings-lag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. trésmiðameistari og fyrrverandi sóknarnefndaroddviti á Akur- eyri andaðist á heimili sínu hinn 22. febr. s. 1., 82 ára gamall. Hann var fæddur að Kristnesi í Garðsárdal í Eyjafirði, afréttar- býli, sem nú er löngu komið í eyði, hinn 7. júlí 1862. Lærði hann ungur trésmíði hjá móður- bróður sínum, Árna trésmiða- meistari Hallgrímssyni á Garðsá, en hann var lærður hjá Ólafi timburmeistara Briem á Grimd, föður Valdimars vígslubiskups Briem og þeirra systkina. Árið 1885 settist Davíð að á Akur- eyri og átti jafnan heimili þar síðan. Stundaði hann trésmíði og húsbyggingar og var lengi mikilvirkur atvinnurekandi. Hann var um skeið í bæjar- stjórn Akureyrar, og lengi i skattanefnd, niðurjöfnunarnefnd og matsmaður fasteigna. Var hann og einn af stofnendum Sparisjóðs Norður- og Austur- amtsins og Iðnaðarmannafélags Akureyrar og heiðursfélagi þess frá 1935. En lengst af öllu starfaði hann sem sóknarnefnd- armaður, alís 42 ár samfleytt, þar af 27 ár oddviti sóknar- nefndar og 33 ár kirkjuhdld arí. Árið 1923 bar hann fyrstur fram tillögu um byggingu nýrr- ar kirkju á Akureyri og um af- hending kirkjunnar í hendur safnaðarins, og gáfu þau hjón þá 100 krónur, sem vera skyldi fyrsti vísir að byggingarsjóði hinnar nýju kirkju. Veldur sa jafnan miklu sem upphafinu veldur, og má því segja að Da- víð hafi með þessari forgöngu sinni átt drýgstan þátt í því að kirkjubyggingarmál Akureyrar komust áleiðis. Gafst honum að lifa það að sjá nýja kirkju rísa, afhenta söfnuðinum til umsjár og f járhalds. Davíð var kvæntur Þórdísi Stefánsdóttur, Péturssonar, prests að Hjaltastað. Eiga þau eina dóttur barna, Sigríði, gifta Zofóníasi Árnasyni, yfirtollverði á Akureyri. Davíð var jarðsungin'n á Ak- ureyri 3. marz að viðstöddu miklu fjölmenni. Báru iðnaðar- menn hann í kirkju, sóknarnefnd og safnaðarfulltrúi úr kirkju en söngflokkur kirkjunnar söng i kirkjunni. Davíð Sigurðsson mun jafnan talinn einn af merkustu borgurum Akureyrar meðan hans naut við. Skuld Akureyrarsafnaðar við hann fyrir langt og óeigingjarnt starf fyrir kirkju- og kristnilíf þar verður aldrei of metin og þvi síður goldin. « F. J. R. Gjafir og áheift til Kálfatjarnarkirkju 1944 Hjónin Soffía Benjamínsdótt- ir og Guðmundur Gíslason, tii minningar um Gísla Sigurðsson frá^ Knararnesi kr. 500.00. Bræðurnir Jón og Guðmundur Brynjólfssynir til minningar um móðurbróður þeirra Guðmund Guðmundsson kr. 100.00 hvor. Frá Knararnesing kr. 50.00. Frá hjónum, sem ekki vilja láta nafn síns getið; olíuofn. stóran og vandaðan, til upphit- unar í kirkjuna, til minningar um dóttur sína er jörðuð er í Kálfatjarnarkirkjugarði. Áheit: Frá Helga Magnússyni, Brunnastöðum, kr. 50.00. Frá Guðmundi Þórarinssyni, Skjald- arkoti, kr. 100.00. Frá S. S, 10.00. Með innilegu þakklæti. Fyrir hönd safnaðar Kálfa- tjarnarsóknar: Sóknarnefndin. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styrkja hvern, sem þarf, unz allt það pund, sem Guð mér gaf, eg gef, sem bróður-arf. Ó, faðir, gjör mig sigur-sálm, eitt signað trúar-lag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt i dag. • Mattlúas Jocliumsson. PRESTASTEFNA ÍSLANDS Hin árlega prestastefna íslenzku kirkjunnar verður að forfalla- lausu háð í Reykjavík dagana 20.—22. júní næstkomandi, að báðum dögum meðtöldum. » Prestastefnan hefst með guðsþjónustu í dómkirkjunni miðviku- daginn 20. júní kl. 1 e. li. Dagskrá prestastefnunnar verður nánar auglýst síðar. BISKUPINN YFIR ÍSLANDI Kirknatal í Hólabiskupsdæmi 1429 í bréfabók Jóns biskups Vilhjálmssonar endar með þess- um orðum: In summa sóknar- kirkjur í Hólabiskupsdæmi tíu- tigir og viij — með Grímsey, Flatey og Hrísey. (D. I. IV., bls. 382). 1461. I máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar (1461) eru þessi orð: „Item á Syðstabæ í Hrísey alkirkja til söngs, og er niðri“. — Og síðar í sömu mál- dagabók, þar sem alkirkjur biskupsdæmisins eru allar taldar í einni skrá: „I Hrísey prestur“ (D. I. V. bls. 356 og 360). Hríeyjarkirkja virðist þannig hafa verið fallin árið 1461, hvort sem hún hefur „verið niðri“ eða ekki, allt frá hervirki Englend- inga. Um það brestur mig allar heimildir og eins um hitt, hvort hún hefur verið reist við eftir 1461. Væri vel, ef einhver kirkj- unnar manna, er betri aðgang hefur að heimildum en ég, vildi athuga um það. 8. marz 1945. Konráð Vilhjálmsson frá Hafralæk. Reykjavík, 20. fnarz.1945. Aths.: Kirkjublaðið er grein- arhöfundi þakklátt fyrir þessar upplýsingar. Ummæli þau, hér í blaðinu, er hann gerir að um- talsefni,. voru tekin upp úr að- sendri grein um kirkjur í Valla- prestakalli. Vér erum höfundi samdóma um það, að æskilegt væri að rannsaka nánar sögu hinnar gömlu kirkju í Hrísey. Eitt af þeim verkum, sem enn er að mestu leyti óunnið er að safna í heild gögnum um kirkju- staði á Islandi bæði að fornu og nýju. Gæti þab orðið merki- leg bók, er geymdi mikilsverð- an sögulegan fróðleik. Sigurgeir Sigurðsson. Gerizft áskrifendur • að l Kirk j ublaðinu HRINGIÐ 1 SÍMA 5015 t

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.