Kirkjublaðið - 30.04.1945, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 30.04.1945, Blaðsíða 3
KIRKJUBLAÐIÐ 3 S é r a J ó n Leikhúsið: Brandsson prófasiur 70 ára Hinn 24. apríl varð hann sjö- tugur. Jón prófastur Brandsson er fæddur að Prestsbakka i Hrútafirði 24. apríl 1875. For- eldrar hans voru Brandur prest- ur Tómasson, sem síðast þjón- aði Ásum í Skaptártungu og lézt þar 1890 og kona hans Val- gerður Jónsdóttir, er dó 1913 á\ heimili Jóns sonar síns, í Kolla- fjarðarnesi. Séra Jón ólst upp í foreldra- húsum, fyrst að Prestsbakka og síðan að Ásum í Vestur-Skapta- fellssýslu. Eftir fráfall föður síns fluttist hann með móður sinni og systkinum norður í Stranda- sýslu og byrjaði þá þegar, næsta ár, á skólanámi hjá séra Arnóri Árnasyni að Felli í Kollafirði. Vorið eftir gekk hann í fyrsta bekk lærða skólans og útskrif- aðist vorið 1899. Næsta hausr hóf hann nám í Prestaskólanum og tók vorið 1902 embættispróf i guðfræði. Fyrst um sinn, að námi loknu, gengdi hann verzl- unarstörfum í Hólmavík í Stein- grímsfirði, en sótti 1904 um Tröllatunguprestakall. Fékk hann veitingu fyrir því 31. ág. 1904 og var vígður til prests af biskupi landsins, herra Hall- grími Sveinssyni 11. september 1904. Hinn 5. júlí 1908 kvænt- ist séra Jón eiginkonu sinni Guð- nýju Magnúsdóttur frá Miðhús- um í Hrútafirði. Hafa þau átt 9 börn og eina fósturdóttur. Eru þau öll á lífi nema eitt, er lézt 1930 á fyrsta ári. Séra Jón hefir verið prófastur í Strandaprófastsdæmi síðan 7. september 1921. Allir, sem til þekkja, vita, að séra Jón prófastur hefir veriö sérlega vel látinn af sóknarbörn um sínum og héraðsbúum yfir- leitt. Hann er sæmdarmaður hinn mesti, öllum góðviljaður. glaður í viðmóti, vinur vina sinna og fastur fyrir svo sem hann á kyn til. Hann hefir ekki látið sér annt um að trana sér fram, því hann er maður hlédrægur. En rúm hans hefir ávallt verið vel skip- að. Hafa honum verið falin mörg trúnaðarstörf af héraðsbúum. Hefir hann þannig starfað i skólanefnd frá því á fyrstu prestsskaparárum sínum, hrepps- nefnd lengi óg sýslunefnd í nokkur ár, fasteignamatsnefnd og skattanefnd frá fyrstu. Hann fór utan 1901 og sat fund kristilegra stúdentaféjaga á Norðurlöndum. Einn hinn síðasti vottur um vinsældir hans, er sá, að nú, er hann er 70 ára, óska sóknar- börn hans þess, að hatm þjóni prestakallinu áfram, meðan kraftar hans leyfa. Séra Jón hefir orðið við þeim óskum og kirkjust jórnin samþykkt þá ráð- stöfun. Séra Jón er einlægur trúmað- ur, víðsýnn og áhugamaður þar sem hann leggst á sveifina. Hann er samvizkusamur og góður em- bættismaður, og vill ekki vamm sitt vita. Óskar Kirkjublaðið honum allra heilla og blessunar á þessum tímamótum í æfi hans Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakes- peare. Leikstj.: Lárus Pálsson. 1 þeim fáu línum, sem mér eru ætlaðar í dag, er mikill vandi að gera út um það, á hvað skal leggja mesta áherzlu. I heild sinni var sýning þessi ágæt, og er þó ekki heiglum hent að sýna leikrit Shakespeares við jafn örðugar ástæður. Tekin hefir verið sú stefna að gera leiksvið- ið sem einfaldast í öllum drátt- um, og leika jafnvel einstaka atriði fyrir framan leiktjaldið. Kom hér í ljós, sem oftar, að í hinu einfalda er listin sönnust. Leikurinn er gamanleikur með alvarlegu ívafi. Sönn speki bæði í niðurstöðu leiksins og ýmsum af hinum einstöku atriðum. Hugmyndaflug höfundarins er ægilegt og skilningur hans á manneðlinu gerir það áð verkum. að hér er ekki hægt að skipta fólkinu í tVQ. flokka, þar sem annar er alsvartur og hinn al- hvítur. Gyðingurinn Shylock, miskunnarlaus og harðúðugur, verður þrátt fyrir allt enginn djQfull í mannsmynd, heldur maður, sem ann og finnur til, en hefir svo oft orðið fyrir nið- urlægingu og harðúð, að þegar hann loksins hefir undirtökin blossar upp í honum innibyrgt og þverúðugt hatur. Þetta hlut- verk er svo snilldarlega leiipð af Haraldi Björnssyni, að unun er á að horfa. Handhreyfingar, svipbrigði og málblær lýsir allt hárfínum skilningi á skapgerð hins kúgaða fjármálabraskara, sem að lokum bíður lægra hlut fyrir kvenlegri kænsku. Enginn rífur nákvæmlega pund úr holdi annars manns, án þess að meira fylgi með.' Því miður hefi ég ekkert til samanburðar við frammistöðu leikaranna í ,,Kaupmanninum“ en þeir sem hafa átt þess kost að sjá hann annarsstaðar, telja þessa sýningu í mörgu sambæri- lega því bezta, sem annarsstað- ar hefir sézt. Eftir á verður mér minnisstæðastir af leikendunum þau Alda Möller sem Portia, Valur Gíslason sem kaupmaður- inn, Brynjólfur sem furstinn ai' Marokkó. Gestur var víða glæsi- legur í hinu mikla hlutverki Bassanios. Lárusarnir gáfu á- horfendunum ósvikna hláturs- stund með því að leiða Gobbó- feðgana fram á sviðið. Þau Inga Laxness og Baldvin Halldórsson hafa oft all-vandasama aðstöðu á sviðinu, þar sem atferli þeirra á með köflum að vera einskonar ,,bergmál“ af þeim Bassanio og Portíu. Þar reynir mest á það að kunna að minna á, án þess að herma eftir og draga að sér athygli, án þess að skyggja á aðalhlutverkin. Þetta virtistþeim takast vel. Baldvin mun ekki fyrr hafa fengið svo viðamikið hlut- verk sem þetta, en hann hefir farið þannig af stað, að það ætti að vera leikstjóranum hvatning til að lofa honum að spreyta sig á stærri hlutVerkum. Leikstjórnin í þessum leik er vandasamt verk og hefir Lárus Pálsson unnið mikið afrek með henni. En um leið og ég læt i ljós þakklæti mitt til hans og leikendanna, vil ég þó finna að einu atriði. Þegar leikið var hið þýða og fallega atnði: „Þannig var hún, nóttin“, þurfti fólkið, sem sat aftarlega í húsinu að reyna þéttingsfast á hálsvöðv- ana, til þess að geta séð inn á sviðið, þar sem elskendurnir hvíldu. Ef hægindi þeirra eða bekkurinn, sem þau sátu á hefði verið hækkaður, er líklegt, að þau hefðu sézt úr öllum salnum. Myndin var falleg, blærinn yfir sviðinu mildur og ástrænn, leik- endurnir í samræmi við anda hlutverksins. Það væri gaman að fá við tækifæri að sjá hér fleiri af leikj- um Shakespeares á sviði, ef sér- fræðingar okkar í leikmenntinni telja það fært. Og hver veit, hvað hægt, er, fyr en reynt er? Jakob Jónsson. Til fermingar- drengsins. Nú er bernskan björt og hrein brosir sól á vegi, við mikilvægan merkjastein þú mætir á þessum degi. Héðan ævi beinist braut breyttum eftir leiðum og liggur út í lífsins skaut í ljóma æsku-hæiðum. Tak þú nú með trausti í hönd trúarljósið skæra, bezt mun það um lífsins lönd Ijóma og yl þér færa. Treystu vel á eigin afl, eins í gleði og þrautum, þá mun lengi skarð í skafl þó skafr á ævibrautum. Veittu blindum birtu og sól berðu tryggð í sinni, vertu öllu aumu skjól eftir getu þinni. "Ef þú skilur eftir spor yljuð kærleik hreinum, þá mun lengi vinhlýtt vor vara í sálarleynum. Gæfa sönn og gleði hrein gegnum lífsins vegi að þér styðji á alla grein upp frá þessum degi. og þess, að honum megi endast aldur og heilsa til að þjóna enn um skeið prestakalli því, er hann hefir svo lengi dvalið í, sem hon- um er svo kært og þar sem hann áreiðanlega óskar að fá «aö starfa alla æfinnar daga. Þetta kvæði sýndi mér sjó- maður, um sextíu ára að áldri. Guðmundur Knútsson heitir hann, og á heima á Brunnstíg 8, Hafnarfirði. Leyfi ég mér að senda það Kirkjublaðinu til birt- ingar. Frú Elísabet Jónsdófttir Minningarorð Frú María Elízabet Jónsdóttir, ekkja séra Péturs Helga Hjálm- arssonar andaðist að heimili sínu hér í bænum 13. þ. m. Hún var dóttir séra Jóns Björnsson- ar, prests í Stokkseyrarpresta- kalli og konu hans Ingibjargar Hinriksdóttur, fædd 1/1. 1869. Frú Elízabet frá Grenjaðar- stað, eins og hún var venjulega kölluð, var merk kona og ágæt. Hún var göfug og höfðingleg i lund, glaðleg í viðmóti og alúð- leg, gáfuð vel og sönghneigð. Minnast sóknarbörnin hennar með virðingu og þakklæti. Hún unni kirkjunni og var ljúft að styðja hana og starfa fyrir hana hvenær sem hún gat komið því við. Eftir að þau hjónin fluttust til Reykjavíkur unnu þau enn ágætt verk fyrir kirkjuna. Önnuðust þau ýms störf fyrir Prestafélag íslands, þar á meðal afgreiðslu rita þeirra, er félagið gaf út. Eft- ir að séra Pétur Helgi Hjálmars- son dó, 17. marz 1941, annaðist frú Elízabet áfram þessi störf, ásamt kjördóttur sinni, af dæma- fárri umhyggju og samvizku- semi. Af þessum ástæðum voru prestar landsins tíðir gestir á heimili hennar og mættu þar alltaf gestrisni og hlýjum viðtök- um. Hún var sönghneigð eins og áður er sagt og samdi sjálf söng- lög. Ejtt þeirra var leikið á fiðlu af Þórarni Guðmundssyni fiðlu- leikara við útför ^hennar föstu- daginn 20. þ. m. Það var fagurt lag, eins og lífið sem hún lifði. Fæómgargjafa- sjóóur Söfnunarsjóðnum hafa verið afhentar neðantaldar gjafir í Fæðingargjafasjóð Islands: 1. Gunnlaug Briem og Bj. Guðmundsson kr. 250.00 2. Síra Ófeigur Vigfússon kr. 100.00 Fyrri fjárhæðin er lögð í að- aldeild nr. 719 hinn 1. febr. s.l., en hin síðari hinn 5. apríl s. 1. Söfnunarsjóður íslands: Rvík 24/4. ’45 Vilhj. Briem. 50 ára afmæli Blönduósskirk j u Þann 14. janúar síðastliðina var haldið hátíðlegt 50 ára af- mæli Blönduóskirkju. Sóknar- kirkjan stóð áður að Hjalta- bakka, en með landshöfðingja- bréfi 31. jan. 1894 var flutning- ur kirkjunnar leyfður að Blöndu- ósi, sem þá var orðið nokkurt kauptún. Var þá þegar hafin bygging kirkju á Blönduósi, og hún vígð árið 1895. I tilefni afmælis þessa var há- tíðamessa flutt í kirkjunni þann 14. jan. svo sem áður segir. Sóknarpresturinn séra Þorsteinn B. Gíslason flutti þar ræðu og minntist þessa afmælis kirkj- unnar. Sungnir voru tveir nýir sálmar, sem orktir voru við þetta tækifæri, og fara þeir hér á eftir: ER HNÍGUR SÓL Sungið við hátíðamessu á fimmtugsafmæli Blönduóskirkju 14. janúar 1945. (Lag Lýs milda Ijós). Er hnígur sól og húmið völdum nær, það hjúpar geim. I húsi Drottins loga ljósin skær, og lýsa þeim, er sækja öruggt Sigurhæða til, þau sveipa geisladýrð hver leiða- skil. Þar verður þeim, er syrgja, svöl- un veitt og sjúkum þor, því nálægð Krists fær heimsins húmi breytt í himneskt vor. í hjartans raun er huggun sér- hvers manns hin hljóða bæn við fótskör meist- ans. Hver þjóð, sem treystir föður- forsjón hans, er farsæl þjóð. Hún byggir hús á bjargi kær- leikans, þar brennur glóð, sem ljóma slær á lýðsinsæfistarf, svo lifir minning hans við alda- hvarf. Hver þjóð, sem gleymir Guðs síns trú og náð, er glötuð þjóð. Þar tvístrast öfl og tapað strið er háð við tár og blóð. En helþung fregn um dauða- dómsins völd er dregin skýrt á mannkyns- sögu spjöld. Hver einstök sál, er á þann trú- armátt, sem aldrei þver, er kirkja Krists og bendir him- in hátt um haf og ver. Hún vitni ber um lífsins dýrðar- dag, um Drottins líkn, um frið og bræðralag. Sá andi er frjáls, þótt fjötrað holdið sé í fanga kví. Þótt hrynji múr, um heilög trú- ar vé rís hann á ný. Framh. á 4. síðu.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.