Kirkjublaðið - 30.04.1945, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 30.04.1945, Blaðsíða 4
\ Blönduósskirk j a Frh. af 3 síðu. Þótt trylltur her sér brjóti blóð- ug skörð, þá bifast eigi ríki Guðs á jörð. Ver, faðir þeim, sem líða, líkn i þraut og lækna sár. Lát kirkju þína benda á rétta braut, er blinda tár. ’ Heyr, faðir, barnsins bæn um vernd og grið, legg blessun þína á alheims sætt og frið. T. K. J. LOFSÖNGUR við hátíðamessu á fimmtugsaf- mæli Blönduóskirkju 14. jan. 1945. • (Lag: Fögur er foldin.) Hátindar hljóma, heyrum bergmál tímans: Fótatak kynslóða um farna braut. Hvarf eins og leiftur hrapandi stjörnu hver æfi manns í alda skaut. Löng var þó leiðin lúnum göngumanni, margur var fótsár í ferða lok, þjakaði þorsti, þreyta brann í limum, er brjóst og herðar beygði ok. Krists heilög kirkja, kynslóðanna hæli, lagði um aldir líkn við þraut, sviða dró úr sárum, svölun veitti þyrstum og áttaviltum beindi braut. Ljóstæra lindin lifanda orðsins streymdi, þótt fold væri frosin gljá. Varðaður viti veitti ljós um byggðir, er dimm nótt yfir dölum lá. Hendur fúsar hlóðu hús til dýrðar Guði. Þeim gjaldi niðjar þökk í Iaun. Gengu þar glaðir gamlir og ungir og þangað sóttu í þungri raun. Musteri molna, menn til foldar hníga, aldanna skeið er sem skýjamynd. Svölunar leita lýðir og finná í trú við Orðsins tæru lind. P. V. G. K. FRÁ NESKIRKJU Ein 1000,00 króna gjöfin enn hefir sóknarprestinum borizt til kirkjunnar. Að þessu sinni frá hjónum í sókninni, til minnigar um son þeirra. Einnig hefir kirkjan hlotið 2 áheit enn: Kr. 40,00 frá önnu Bjarnadóttur, Hrólfsskála, kr. 10,00 frá Páli Karlssyni, s. st. Kærar þakkir. Guðm. Ág. KIRKJUHLJÓÐFÆRI Þessi mynd er af fullkomnasta orgeli sinnar tegundar, sem flutt hefur verið til Islands hingað til. Það hefur alls 15 raddir, mjög fjölbreyttar að hæð, hljómblæ og styrkleika. Mótor er byggður inn í orgelið og þannig séð fyr- ir loftþörfinni. Hljóðfærið er eign Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði, keypt árið 1933. Það er byggt hjá hinu alkunna firma Th. Mannborg í Leipzig. Nú munu vera hljóðfæri í flestum kirkjum þessa lands. Víðast hvar eru það orgel- harmonium; aðrar orgeltegundir aðeins í stöku kirkjum í stærstu bæjunum. 1 þessu greinarkorni er eingöngu átt við orgelharmon- ium þegar talað er um orgel. Um nærfellt 40 ára skeið hefi ég kynnst nokkuð hljóðfæramál- um ýmissa kirkna víðsvegar á landinu. Veit ég, að á því sviði er víða umbóta þörf á >ýmsa lund. Ekki bý^t.ég við, að þær fáu bendingar varðandi kirkju- hljóðfæri; er hér fara á eftir, fái miklu um þokað til bóta. En engi veit ófreistað. Veðráttan á Islandi er raka- söm og breytileg eins og alkunn- ugt er. Þess vegna er svo erfitt að halda orgelum í nothæfu lagi í kirkjunum okkar, einkum á vetrurn, nema þær séu því bet- ur hitaðar. En af eðlilegum á- stæðum má heita nærri ómögu- legt að koma við nægilegri og stöðugri hitun í öllum þorra ís- lenzkra kirkna. Þess vegna er nauðsynlegt að vanda val orgela í lélega hitaðar kirkjur — og reyndar i allar kirkjur — eins og kostur er á. Stofuorgel er því bæði varasamt og óheppilegt að kaupa til notkunnar í kirkj- um. Hvorki ytri gerð þeirra né innra verk er upprunalega mið- að við þarfir kirkna. Um leið og orgel er pantað í kirkju, verður að láta verksmiðjuna, sem byggir það vita, til hvers háttar notkunar hljóðfærið er ætlaðsér- staklega. Mun hún þá miða ytri gerð og innra verk við það, þar á meðal stillingu raddanna. I sumar kirkjur með ónógri hitun hafa verið keypt allfjöl- breytt orgel. Það hefur gefizt misjafnlega, oftast heldur illa. Því fjölbreyttara,sem orgelið er, því hættara er yið, að það færist úr lagi af áhrifum kulda og raka, að öðru jöfnu, ef hitun er ónóg. Eg held því að varasamt sé yfirleitt að kaupa mjög fjöl- breytt orgel í lélega hitaða kirkju. Hljóðmagn þarf þó að vera nægilega mikið og raddir orgelsins þurfa nauðsynlega að vera haganlega valdar. Ytri gerðin.ætti yfirleitt að vera lát- laus en traust og stílhrein, Mér spyrst svo til, að orgel í ýmsum kirkjum, skólahúsum og á heimilum víðsvegar um land- ið séu nú í megnasta ólagi. Þar sem svo er ástatt mun varla vera um annað að gera en koma org- elunum til einhvers manns, sem bæði hefur þekkingu, tæki og efni til að gera. við þau eins og þörf er á, ef ekki eru tök á að lagfæra þau á staðnum. Stund- um verða orgel ónotandi vegna óhreininda, er safnast fyrir i þeim. Ættu menn að gefa þessu gætur við og við með því að líta inn í orgelin. Gætnir menn og lagvirkir munu geta náð mestu óhreinindunum úr orgelum, þó að þeir hafi ekki margbrotin tæki í höndum. Fullkomin og gagnger hreinsun og um leið stilling á fleiri eða færri tóna- fjöðrum, sem venjulega er nauð- synleg um leið, er aftur á móti varla öðrum ætlandi en alvönum mönnum á þessu sviði. Sum orgel eru þannig úr garði gerð, að allt nótnaborðið má færa til hægri eða vinstri fyrir- hafnarlaust, venjulega um 5—9 lítil tónbil. Af þessu leiðir, að á slík orgel erumsvifalausthægt að leika í 6—10 mismunandi tón- tegundum á sömu nótur á nótna- borðinu. Færa má til um eitt eða PRESTÁSTEFNA ÍSLANDS Hin áriega prestastefna íslenzku kirkjunnar verður að forfalla- iausu háð í Reykjavík dagana 20.—22. júní næstkomandi, aS báðum dögum meðtöldum. Prestastefnan hefst með guðsþjónustu í dómkirkjunni miðvikn- daginn 20. júní kL 1 e. h. Dagskrá prestastefnunnar verður nánar auglýst síðar. BISKUPINN YFIR ÍSLANDI Reykjavik, 20. marz 1945. Sigurgeir Sigurðsson. Gjöfum og áheiium til Hallgrímskirkju í Reykjavík ER VEITT MÓTTAKA Á BISKUPSSKRIFSTOFUNNI SÍMI 5015 Nokkur eintök af Nýja-Teslameniinu með sfóru leiri (úigáfa 1906), fásí í biskups- skrifsíofunni. * • Verð kr. 15.00 fleiri tónbil í einu eftir vild. Sér- hver organleikari getur notfært sér þennan kost hljóðfærisins undirbúningslaust. Þetta er góður kostur á org- eli, sérstaklega þó að því er varðar kirkju- og skólaorgel og yfirleitt öll orgel, sem mikið eru notuð við söngiðkanir. Er þá jafnan hægt að leika lögin í þeirri tónhæð, sem bezt hentar þeim, er syngja eiga með hljóð- færinu í það og það skiptið, án þess að þurfa að skrifa lögin yfir í aðra tóntegund. Flest orgelverk með einu nótnaborði má fá byggð með þessu fyrirkomulagi, en þau eru nokkru dýrari en venjuleg orgel með sama raddamagni. — Er mönnum velkomið að reyna org- el af þessari gerð heima hjá mér, ef þeir geta komið því við. Fyrir nokkru gaf ég út smá- bækling um orgel. Má vera, að hann gæti orðið þeim að nokkr- um notum, er sjálfir vilja reyna að þalda orgelum sínum í sæmi- legu lagi. Elías Bjarnason. VIKURSTEINN °g einangrunar- plölur úr vikri Pspiaverk- V smiðjan h.f. 1

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.