Kirkjublaðið - 18.06.1945, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 18.06.1945, Blaðsíða 2
2 keraur út hálfemánaðarlega, ca. 25 U58 á ári. Auk þess vandað og stðrt jólahefti. Verð kr. 15,00 ár*. Nýir áskrifendur fá hina prýðilegu jólabUc blaðsins 1943 í kaupbæti. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Sigurgeir Sigurðeson, biskup. Utanáskrift blaðsins er: KIRKJUBLAÐIÐ Reykjavik. Pósthólf 532. TeJdð á móti áskrifendum i 5015 frá kl. 10—12 og 1—6 » h. íaafoldarprentsmiðja kt Skreyting kizkna Það er átakanlegt að sjá hve margar íslenzku kirkjurnar eru kuldalegar, þegar inn í þær er komið. Og það á vissulega sinn þátt í því, að kirkjurnar erii verr sóttar en skyldi og að menn njóta ekki, og geta ekki fyllilega notið þess, sem þar fer fram. Nokkrar kirkjur eru enn ofn- lausar. Kaldar kirkjur verða alltaf óvistlegar og beinlínis háskalegar heilsu manna. f aðr- ar vantar ennþá hljóðfæri. En án hljóðfæris getur hvorki kirkjusöngur verið í sæmilegu lagi, né heldur guðsþjónustan notið sín. Bekkirnir, sem kirkju- gestum er ætlað að sitja á, eru sumstaðar með öllu baklausir, en aðrir svo þröngir og óþægi- legir, að óviðunandi má kalla. f stöku kirkjum vantar altar- istöflu með öllu. Altarisbúnað- ur er víða svo lélegur, upplitað- ur, fornfálegur, jafnvel óhreinn, að stórlýti etu að. Sama er að segja um skrúða prestsins. Skírnarfont vantar enn í fjöl- margar kirkjur. Altarisstjakar og ljósatæki víða mjög fátæk leg. Dregla vantar víða á kirkju- gólf, ekki einu sinni dúkur á gólfi við altari, eða knébeður við grátur fóðraður. Kirkju- klukkur eru margar lélegar og hljómlitlar og umbúnaður þeirra allur langt frá því að vera í þvi lagi, sem þyrfti og ætti að vera. Og svona mætti lengi telja. Hvað veldur? Fátækt kirkna og safnaða, segja margir, og hafa fram til þessa haft nokkuð til síns máls. Aðrir benda á, að kirkjurnar hafi á liðnum öldum verið rændar og rúðar mörgum sínum ágætustu og merkileg- ustu gripum. Þetta er, því míð- ur, satt. Og það hefir eðlilega ekki verkað sem hvöt til safn- aðanna, að leggja sig fram um að afla góðra gripa til kirkn- anna, enda um skeið látið óspart í veðri vaka, að kirkjulegt skraut ætti ekki heima í lút- herskum kirkjum og væri bein- línis syndsamlegt og í ætt við pápisku. Loks kemur það til greina, að sjálf kirkjuhúsin hafa verið og eru enn svo léleg, að vart er hægt að varðveita þar dýra gripi óskemmda, og auk þess hefir svo yfir þeim gripum vofað hætta af eldi, þar sem um timbur eða torfkirkjur er að ræða. Allt eru þetta ástæður og' af- sakanir, sgm skylt er að taka tillit til — en ástæður, sem jafnframt eru nú að hverfa úr sögunni. Efnahagur fólksins hefir stór- lega batnað, sem betur fer. Engin ástæða er framar til þess að ætla, að kirkjur verði rænd- ar þeim gripum, sem þær nú öðlast. Fleiri og fleiri kirkjur eru byggðar úr varanlegu og óeldfimu efni, og því mun verða áfram haldið, svo að eldshættan er að hverfa smátt og smátl úr sögunni. Og nú er líka almennt að vakna nýr áhugi fyrir skreyt- ingu kirknanna og skilningur- inn á nauðsyn þess fer ört vax- andi. Þetta er vel farið. Þegar bæði áhugi og geta haldast i hendur má áreiðanlega vænta góðs árangurs. Að vísu eru tekj- ur kirknanna enn víðast hvar allt of rýrar samanborið við verðlag í landinu og greiðslu- getu almennings. Á þessu þarf 1 að ráða bót, með löggjöf, ef söfnuðirnir sjálfir fást ekki al- mennt til þess að leggja á sig aukin gjöld til kirkna sinna ó- tilkvaddir af öðrum. Hingað, til hefir áhuginn fyrir skreytingu kirkna aðal- lega komið fram hjá einstakl- ingum og félögum, sérstaklega kvenfélögum, sem mjög víða hafa lagt fram stórmyndarleg- an og virðingarverðan skerf til skreytingar kirknanna. Mjög margir einstaklingar hafa einnig orðið til þess, að gefa kirkjum prýðilega gripi eða álitlegar fjárhæðir til minn- ingar um látna ástvini. Þetta er fagur siður, sem ætti að verða almennari. Með því að gefa hlut- aðeigandi kirkju góðan og smekklegan grip, sem þar varð- veitist um aldur og æfi til minn- ingar um horfinn vin, er áreið- anlega betur varið fé, en til hins að reisa honum dýran og íburð- armikinn minnisvarða í kirkju-' garði, minnisvarða, sem molnar og hrörnar fyrir tímans tönn fyr en varii', og sér maður víða þess átakanlegan vott í kirkju- görðum landsins. Þegar ég minnist á kirkju- garðana, rifjast upp mörg ömur- leg mynd. Þar þarf einnig víða að gera stórt átak, að prýða kirkjugarðana og laga umhverf- is kirkjurnar. Þar þarf að rækta skógarlundi og blóm. Og eg leyfi mér að skjóta því til Ungmenna- félaganna víðsvegar um land, ao það væri einmitt prýðilegt verk- efni fyrir þau, að leita samvinnu við sóknarnefndirnar um það, að taka að sér að prýða hina vanhirtu kirkjugarða, girða þ:í og rækta þar tré og blóm, gera þá að einskonar gróðrarstöðv- um, friðuðum helgum trjálund- um í hverri sveit. Að endingu .vil ég drépa a það, að ein hin fegursta skreyt- ing kirkju við ýmsar hátíðleg- ar athafnir, er þar fara fram, svo sem fermingu, hjónavígsl- ur og jafnvel greftranir, er að prýða þá kirkjurnar með lifandi blómum. Þetta hefir verið van- rækt miklu meira en skyldi. En kæmu upp trjá- og blómagarð- ar umhverfis kirkjurnar, verður slík skreyting kirkna hvor- tveggja í senn handhæg og fyr- irhafnarlítil. Smekkleg skreyting kirkn- anna. og umhverfis þeirra er veigameira atriði en menn SKAPSTILLING Grein þessi er útdráttur úr stól- ræðu eftir amerískan prest James Gordon Gilkey að nafni og birt- ist hún í bókinni „Úrvals stól- ræóur ársins 19UU“. Þeir menn eru ófáir, ekki sízt nú á tímum, sem eru vanstilltir í skapi og uppstökkir. Margirfinna sárt til þessa sjálfir og vildu gjarna öðlast meiri sjálfsstjórn og skapsmunajafnvægi. En er það hægt? Og hvernig á þá að fara að því? Vel má vera, að stundum séu þetta einkenni þeirrar tauga- veiklunar, sem aðeins er á færi lækna og sérfræðinga að ráða bót á. En mjög oft eru skapbrestir þessir þannig, að það er á færi okkar sjálfra að ráða við þá, og er í því sambandi gott að hug- festa þrjár meginreglur, sem oft geta að góðu haldi komið, enda byggðar á aldalangri reynslu mannanna. Þessi er hin fyrsta: Reyndu að gera þér rétta grein fyrir lífi þínu. Fjölda manns finnst þeir alltaf vera í önnum, og allt steðja að þeim á einu og sama augnabliki, svo að þeir sjái ekki út úr því, sem þeir þurfi að gera. Þetta veld- ur þeim óróleika og geðstirfni. Þessar ofannir og öfþreyta eru harla algeng fyrirbrigði. En þetTa eru eigi að síður hlutir, sem menn aðeins telja sér trú um og ergja sig yfir að óþörfu. Enginn er í raun og veru svo önnum hlaðinn, að margt kalli að í einu. Hafið þið séð stundaglas? Það er hin rétta mynd af lífinu. Píp- an, sem tengir saman belgi þess, er svo mjó, að þar kemst aðeins eitt sandkorn um í senn. Hversu önnum hlaðinn sem þú ert, þá koma hin líðandi augnablik ætíð í óslitinni röð og aldrei nema eitt í senn. Og augnablikin færa þér verkefnin á nákvæmlega sama hátt — aðeins eitt í einu. Og þetta verðun/við að skilja. Að hugsa um margt í senn, gerir aðeins illt verra og kemur okkur úr öllu j afnvægi. Sjálfur hefí ég oft mikið að gera. En ég geri mér fulla grein fyrir því, að verkefnin koma til mín í tímaröð, aldrei nema eitt í senn, eins og sandkornin í stunda- glasinu. Eg tek því öllu með fullri ró, afgreiði verkefnin eitt og eitt í senn frá morgni til kvölds, og er furðu lítið þreyttur að dags- verki loknu. Ef þér finnst skapstilling þín vera á þrotum og ótal störf steðja að þér í senn, skalt þú minnast líkingarinnar um stundaglasið. Það sýnir þér sanna mynd af líf- inu. Hið annað boðorð, sem vert er að muna, er þetta: Reyndu að gjöra sér Ijóst í fljótu bragði. Að leggja fram til þess fé og starf er beinlínis sálubót. Og þa fyrst fer okkur að þykja vænt um kirkjuna okkar þegar við sjálf höfum gert eitthvað fvrir ba«a. S. Y. draga úr kröfum þínum til ann- arra. Hverjar eru slíkar kröfur? Þær eru margar. Ein er sú, að krefjast athygli og lofs annarra manna. Eftir þessu sækjast börn- in harla mjög' og reyna ekki að leyna því, heldur kannast hrein- skilningslega við það í verki. .— Öðru máli gegnir um okkur, sem fullorðnir erum. Við gerum þess- ar kröfur í laumi, ef til vill stund- um óafvitandi :— en gerum það samt. Við þolum yfirleitt illa að gengið sé fram hjá okkur og við vanmetin. En hver verður svo reyndin? Fáum við yfirleitt uppfylltar þær kröfur um viðurkenningu og þakklæti, sem við gerum til ann- arra? Venjulegast ekki. Og þetta er það súra epli, sem við verðum að bíta í. Þegar við fáum ekki það endurgjald, sem við teljum okkur hafa verðskuldað (og verðskuld- um oft og tíðum), þá fyllumst við gremju og skapæsingi. Leiðin til þess að komast hjá þessum skaphrellingum er blátt áfram sú, að vera ekki sífellt að búast við hrósi og viðurkenningu annarra. Eg las fyrir mörgum árum grein með þessari einkenni- legu fyrirsögn: Enginn dregur fisk úr dauðum sjó. Það mundi spara mörgum óþarfa hugsýki og þung heilabrot, ef þeim lærðist að hætta að dorga eftir þeim fiski, sem alls ekki fyrirfinnst á mið- um þeirra. Síðasta reglan er þessi: Reyndu, hvað sem það kostar, að láta sjóndeildarhring þinn ekki þrengjast og minnka. Mörgum hættir til þess með aldrinum að verða smátt og smátt þröngsýnni unz sjóndeildarhring- ur þeirra takmarkast gjörsam- lega af smásmugulegum, persónu- legum hugðarefnum. Allt snýst um mann sjálfan. Ýmsum verður þetta ósjálfrá^ og án þess að þeir geri sér það ljóst. þeir telja sjálfum sér trú um, að þeir séu að verða gamlir, starfsþrekið að minnka og því þurfi þeir að fara að hlífa sér. — Síðan hætta þeir störfum að mestu, og vanrækja að fá sér nokkuð í staðinn, sem þeir geti bundið hugann við. Á þennan hátt-verða' þeir smám saman og án þess að þeir taki eftir því, sérgæðingar, sem ekki hugsa um annað en sjálfa sig. Afleiðingin verður sú, að þeir verða geðstirðir og skortir skapsmunajafnvægi. — Hvers vegna ? Vegna þess að þeir hugsa eingöngu um sjálfa sig. Vilt þú komast hjá slíkri ógæfu í elli þinni? Reyndu þá hvað sem það kostar, að forðast að láta sjón- hring þinn þrengjast. Setjum nú svo, að þú viljir þetta. Hvar áttu þá að leita hjálp- ar þér til þess að öðlast skap- stilling og festu? Þú skalt iðug- lega fara til kirkju. Þar ertu laus við glaum og skarkala hins dag- lega lífs. Þar getur þú öðlast þá hugarró, sem þú þráir. Þar sam- Rausnarlegar gjalir Á undanförnum árum hafa Þingeyrarkirkju í Dýrafirði borizt margar veglegar gjafir, sem vel sýna hlýhug sóknar-v manna til kirkju sinnar. Samkvæmt bréfi frá/formanni sóknarnefndarinnar á Þingeyri segir frá eftirtöldum gjöfum til kirkjunnar á tímbilinu 1942— 1944. Kvenfélagið Von á Þingeyri gaf dregil mjög vandaðan á gólf kirkjunnar, er mun kostað hafa stórmikið ffé. Börn Jónínu sál. Benjamíns- dóttur gáfu skírnarfont gjörð- an af Ríkarði Jónssyni, mynd- skera, til minningar um móður sína. Er þetta hinn ágætasti gripur og fylgir honum kristals- skál og fagur dúkur. Hjónin Jóhanna Guðmunds- dóttir og Steinn ólafsson bak- arameistari gáfu til minningar um Gunnhildi dóttur sína 300 krónur í sérstakan sjóð, er verja á til skreytingar kirkjunni. Þeim sjóði hefir síðan áskotn- ast 100 króna gjöf frá Á. N. Þá hefir Samson Jóhannsson og börn hans gefið kr. 100.00 minningargjöf um konu hans, Bjarneyju Sveinbjörnsdóttur. Ennfremur hafa þessar gjafir og áheit borizt kirkjunni. Á. B. kr. 20.00. J. S. kr. 10.00. H. St. kr. 50.00. Didda kr. 10.00. M. D. kr. 140.00. Sjúklingur kr. 10.00. St. Ó. kr. 25.00 og N. D. kr. 70.00. Sóknarnefnd Þingeyrar hefir beðið Kirkjublaðið að færa öll- um þessurh gefendum innilegar þakkir fyrir þesar rausnarlegu gjafir. einast þú öðrum í tilbeiðslu og bæn og beinir huganum að sjálf- um kjarna lífsins og tilverunnar. Ef þú gerir þetta, munt þú finna nálægð og hjálp Guðs. Hann opn- ar þér nýja innsýn að kjarna lífs- ins. Hann fyllir hug þinn hátíð- legri lotningu fyrir helgi tilver- unnar. Þreyttir á sálu af óðagoti og hraða hins daglega lífs, finnum við þó óljóst til þess, að það hljóti að vera hægt að draga sig út úr þessari hringiðu og lifa kyrrlátara og sælla lífi. Og við og við hittum við fólk, sem hefur raunar verulega tekizt þetta. Og það eru engir slæpingjar eða hengilmænur eða draumóramenn. Þvert á móti. Þetta er hið starf- samasta fólk, sem í engu lætur sitt eftir liggja. Þetta eru mebn, sem bera byrðar lífsins án þess að kikna undir þeim. Við erum þreytt og örmagna, vanstillt og önug. Þeir eru stillingin og hóg- værðin sjálf, og eiga hinn dýr- mæta frið í sál sinni. Hvernig hafa þeir unnið slík- an sigur? Þeir hafa fundið Guð, og til hans sækja þeir þrek og vizku og geðstilling. Þenna sig- ur getum við öll unnið. Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, getur fyllt hverja einnustu sál. (Lausl. þýtt). S. V.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.