Kirkjublaðið - 18.06.1945, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 18.06.1945, Blaðsíða 4
Frh. af í. síðu. Eg er með yður þeir höfðu talað saraan all- lengi, sagði fanginn við biskup- inn: „Þér vitið sennilega ekki, að einu sinni lá nærri að ég dræpi yður“. Biskupinn spurði hvenær það hefði verið. „Þér voruð um eitt skeið vanur að heimsækja veikan mann, sem átti heima spölkorn fyrir utan borgina, einu sinni á viku. Þetta vissum við nokkrir félagar, og við tókum okkur saman um að sitja fyrir yður eitthvert kvöld. slá yður í rot og ræna yður. Svo var það eitt kvöld, þegar við vissum að þér voruð hjá mann- inum, að við földum okkur tveir í runnunum hjá veginum til þess að ráðast á yður þegar þér væruð {' ýðinni heim. En þegar þér ko: 5, var maður með yð- ur, sv(- j við þorðum ekki að gjöra J“. „Nei, að getur ekki verið“, svaraði iskupinn, „því að ég man aldrei til, að nokkur mað- ur væri með mér í þeim ferðum mínum“. „Við sáum manninn greini- lega“, sagði hinn, „hann var yð- ur samferða alla leiðina heim“. „Það hlýtur þá að hafa verið verndarengillinn minn“, svaraði biskupinn. Þar rættust bókstaflega orð- in í 34. Davíðssálmi: „Engill Drottins setur vörð kring um þá er óttast hann og frelsar þá“, Þetta er það dásamlega við kristindóminn, að hann kemur mönnum í þetta nána samband við Guð. En það er eftirtektarvert, að fyrirheitið mikla er gefið í sam- bandi við fyrirskipun um starf. Þeir sem vilja vera í þessu dá- samlega sambandi við Guð, mega ekki hugsa um sjálfa sig eina, heldur um umhverfi sitt, — að koma mannlífinu, eins langt og áhrif þeirra ná, í and- legt samband við Guð. „Því að svo elskaði Guð heiminn (alla menn), að hann gaf son sinn eingetinn“. Það er því miður of mikið til af þeirri einstaklingshyggju, sem segir: „Ég hefi mína trú fyrir mig, mér er nóg að hugsa um mína eigin sál“. Þeir gleyma því, að Jesús sagði: „Farið og gjörið allar þjóðirnar að læri- sveinum“. — Ég sagði nýlega við einn vin minn: „Ég skil ekk- ert í því, að þú skulir aldrei koma í kirkju“. Og hann svar- aði: „í út við útvarpið mitt þegar i 3að er“. Með það var hann á ;ður, — og það er auð- vitað £ það sem það nær. En þetta ( iíka vöntunin mikla í trúarlíí. _jolda góðra manna allt í kring um okkur: að hver situr við sitt, — hver hokrar út af fyrir sig eins og andlegur kot- bóndi við sína trúartýru, en hugsar ekkert um að efla ríki Guðs í umhverfi sínu. En hvernig getur sá maður, sem hefir meðvitimd um að Kristur er með homim, gengið Aihyglisverí f o r d æ m i i. Þégar ég vígðist til prests- þjónustu í Reynivallaprestakalli í októbermánuði árið 1899, flutti ég hina fyrstu messugerð hér í Reynivallakirkju laust eftir miðjan þann mánuð. Fléstir þeirra, er þá voru við kirkju, eru nú horfnir af sjón- arsviðinu. Síðan eru liðin bráð- um 46 ár. Hér ætla ég að minnast á einn mann, sem þá var við kirkju. Það var tryggðavinur minn og nágranni, Steini Guð- mundsson á Valdastöðum. Hann var þá ungur maður í foreldra- húsum, sonur hjónanna Guð- mundar Sveinbjarnarsonar og Katrínar Jakobsdóttur. Voru þau gagnmerk hjón og bjuggu þar lengi, rausnar og myndar- búi, af öllum vel metin og virt að verðleikum. Var Katrín sér staklega mikil og einlæg trú- kona, og var henni tíðförult i Guðshús og minnist ég þess með gleði og þakklæti. öll þau ár, sem síðan eru liðin, hefir Steim átt heima á Valdastöðum, um langa hríð sem rausnarbóndi þar. Steini Guðmundsson á ekki af- mæli um þesar mundir, og eigi þess vegna tilefni til að minn- ast hans sérstaklega, ' þessa gagnmerka og ágæta manns. Verður lífs eða starfsferill hans ekki rakinn hér né honum lýst yfirleitt. En það er eitt í fari hans, sem mér hefir verið tíð- hugsað um og verður mér ávallt ógleymanlegt. Það er fádæma tryggð hans við kirkjuna og starfið í söfnuðinum. Get ég ekki nógsamlega þakkað þessa tryggð. Steini á Valdastöðum er venjulega og ávallt, er hann getur því við komið, við kirkju, þegar messa ber. Bæði er það barnsvani, arfur, því Reynivalla- kirkja og hið kirkjulega starf þar, átti þar fölskvalausa vini, þar sem Valdastaðaheimilið var og hefir löngum verið og væri saga að segja frá því. Svo er Steini einlægur trúmaður og kemur það, meðal annars, býsna fram hjá manni, sem er að vili- ast, án þess að leiðbeina hon- um? Og þeir eru margir sem eru að villast, og enginn hugs- ar um að segja til vegar. Þeir finna bezt til nálægðar Krists, sem mest vilja fyrir hann gjöra. Og fyrir það vex trú þeirra; þeim eykst æ and- legur þróttur og fögnuður. Og áhrifin af lífi þeirra verða bless- unaráhrif á umhverfi þeirra. Þeir gjöra hrjóstuga mela mannlífsins að fögrum gróður- lendum. Kristur vill vera með þéri En mundu líka eftir því, að hann ætlast til þess af þér, að þú vinnir að því að gjöra aðra menn að lærisveinum hans! Amen. vel fram, er hann stingur nið- ur penna. Hann kemur til kirkju sinnar til að leita þar yndis og uppbyggingar. Hann hefir lýst því yfir í áheyrn fjölda fólks, að ávallt hefði hann ánægju af að koma til kirkju. Að vita af. þó eigi væri nema einn maður, sem kemur af þörf, er meiri styrkur fyrir þjón orðsins en orð fái lýst. Steini er mikill raddmaður, sönghneigður mjög og söngelsk- ur. Munar um hann í Reyni- vallakirkju, er hann „tekur undir“. Er óþarfi, söngsins vegna, að gera messufall, ef Steini er viðstaddur. Hann hef- ir löngum verið í sóknarnefnd og formaður sóknarnefndar. Hugulsemi hans um kirkjuna og prestinn hefir verið mikil og margvísleg og ættmanna hans, hefir hún komið fram á fjölda vegu. í þjónustu í kirkjunni og ut- an kirkju kemur Steini ákaflega vel fram. Hann er gæddur næmu fegurðarskyni. Á heimili er hann hirðumaður, og snyrti- maður í hvívetna, hóflátur og háttvís. Þó Steini hafi gefið sér tíma til að fara til kirkju, hefir það ekki séð á efnahag hans, því hann er efna)ega sjálfstæður maður, enda iðjusemi og atorka athyglisverðir þættir í fari hans og fara allir hlutir vel úr hendi hans. Ég get ekki stillt mig um að geta þess, að Steini á Valda- stöðum er mjög félagslyndur maður og vel máli farinn, hjálp- samur og greiðvikinn. Hann er vænn maður, drengur góður. Ég læt hér staðar numið að sinni og vildi ég óska þess, að allir söfnuðir þessa lands ætti marga Steina líka. Halldór Jónsson. Tveir kivkfu- kórar Nýlega hefir Sigurður Birkis söngmálastjóri dvalið í Dalapró- fastsdæmi og stofnað þar tvo kirkjukóra, Kirkjukór Hvamms- sóknar hinn 19. maí og Kirkju- kór Garpsdalssóknar hinn 27. maí. Kór Hvammssóknar telur 20 meðlimi og er stjóm hans þann- ig skipuð: Séra Pétur T. Oddsson, for- maður. Sigríður Sigurðardóttir, ritari. Sigfinnur Sigtryggsson, gjald- keri. \ Theódóra Guðlaugsdóttir og Geir Sigurðsson. Organisti er Jón Einarsson í Sælingsdalstungu. Kirkjukór Garpsdalssóknar er stofnaður með 15 meðlimum. Þessir eru í stjóm: Sólrún Guðjónsdóttir, form. Eysteinn Eymundsson, gjaldk. Björn Júlíusson, ritari, Sigríður Júlíusdóttir og Jóhanna Karlsdóttir. Organisti er Ingólfur Helga- son í Gautsdal. Dagskrá Prestastefnunnar (Synadus), er háð verður í Reykjavík dagana 20.—22. júní 1945. 20. júní: 1 1 e. h. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Dr. theol. Magnús Jóns- son prófessor. Altarisþjónustu annast: Dómprófastur séra Friðrik Hallgrímsson og séra Garðar Þorsteinsson, Hafn- arfirði. Kl. 4 e. h. Prestastefnan sett í kapellu Háskólans. Kl. 4.30 e. h. Biskup ávarpar synoduspresta og gefur skýrslu um starf kirkjunnar á liðnu synodusári. Frjálsar umræður um skýrslunay Kl. 6.30 e. h. Kosning nefnda. k:. 8.30 e. h. Opinbert erindi í Dómkirkjunni. Sóra Jakob Jónsson flytur erindið. 21. júní: Kl. 10 f. h. Morgunbænir. Séra Jón Kr. ísfeld á Bílduual flytur bæn. Kl. 10 f. h. Starfshættir kirkjunnar á komandi tíð. Framrfgu hafá: Sigurgeir Sigurðsson biskup, séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur og séra Sigui’jón Guðjónsson í Saurbæ. Ki. 2 e. h. Lagðar fram messuskýrslur og skýrslur um úthlutun styrks til fyrrvei’andi sóknarpresta og prestsekkna. Kl. 2.30 e. h. Skýrsla barnaheimilisnefndar. Séra Hálfdán Helga- son prófastur. Kl. 3 e. h. Sameiginleg kaffidrykkja. Kl. 4.30 e. h. Starfshættir kirkjunnar. Framhaldsumræður. Kl. 8.30 e. h. Opinbert erindi í Dómkirkjunni. Séra Sigui’ður Páls- son í Hraungei’ði flytur erindið. 22. júní: Kl. 10 f. h. Prestsvígsla í Dómkirkjunni. K3. 2 e. k. Biblíuféílagsfundui’. Kl. 2.30 e. h. Prófastafundur. Kl. 4.30 e. h. önnur mál. Kl. 6 e. h. Prestastefnunni slitið með bæn í kapellu Háskólans. Kl. 9 e. h. Heima hjá biskupi. 4 Nokkur eintök af Nýj a-T esíameniinu » V með slóru letri (úlgáfa 1906), fásl í biskups- skrifsfofunni. Verð kr. 15.00 Auglýsið í Kirkjublaðinu

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.