Kirkjublaðið - 20.09.1948, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 20.09.1948, Blaðsíða 1
VI. árg. Mánudagur, 20. september 1948. 12. tbl. Grindavíkurkirkja Kirkja þar var að fornu helguð með Guði sælli Maríu, Jóni post- ula, Stefáni, Ólafi konungi, Blasi- usi biskupi, Þorláki biskupi og beilagri Katrínu. Hennar er getið í kirknaskrá Páls biskups um 1200. 1 Grindavík er prestssetur en útkirkja þaðan er í Kirkjuvogi í Höfnum. Auk þessara kirkna hafa fyrr- um verið kirkjur í þessu presta- kalli á Kirkjubóli og Galmatjörn. Ennfremur getur Vilchinsmál- dagi um Maríukirkju á Hólmi og Maríukirkju í Kvikuvogi. Þessir síðasttöldu bæir munu nú ekki vera byggðir og er mér ekki ljóst hvar þeir hafa stáðið. Má því vera, að þeir hafi ekki tilheyrt núverandi Grindavíkurpresta- kalli. En um það hefði ég gjarna viljað fá upplýsingar frá kunn- ugum mönnum. Núverandi kirkja í Grindavík er safnaðarkirkja og reist árið 1909 og kom í stað kirkjunnar á Stað, er lögð var niður með stjr.- br. 26. sept. 1906. Kirkja þessi er ekki stór en snoturt hús og vandað. Hún er með lítilli for- kirkju, turni og kórstúku. Kirkj- an er timburkirkja járnklædd utan og er vel við haldið. Hálfrar aldar afmæli Ólafsvallarkirkju Sunnudaginn 29. ágúst síðastl. var minnst 50 ára afmælis Ólafs- vallakirkju í Árnesprófastsdæmi með hátíðaguðsþjónustu í kirkj- unni. Biskup Islands og sóknar- presturinn, séra Gunnar Jóhann- esson önnuðust guðsþjónustuna en kirkjukórinn söng. Minning- arhátíð þessi var fjölmenn og hin ánægjulegasta. Að lokinni guðsþjónustu var sezt að kaffidrykkju í skólahúsi hreppsins og margar ræður flutt- ar. Ólaf svallaki^kj a er timbur- kirkja járnvarin utan og með turni á mæni. Hún er enn all- stæðilegt hús, enda prýðilega hirt. SIGURGEIR SIGURÐSSDN BISKUP: Fjársióðurinn og hjartað .* PREDIKUN FLUTT í HAUKADALSKIRKJU SUNNUDAGINN 5. SEPT. 194B Á BGG ÁRA DÁNARAFMÆLI ARA PRESTS HINS FRÚÐA ÞDRGÍLSSDNAR Því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun hjarta þitt vera“. (Matt. 6. 21.). Átthagaþrá og heimþrá Islend- ingsins er við brugðið. Þessi til- finning í brjósti hans á sínar eðli- legu ástæður. Land vort er svip- mikið og fagurt land, talar sterku máli og mótar fast mynd sína í hug og hjarta barna sinna. Heima, þar sem barnsskónum var slitið, eru líka margar aðrar minningar, „sem hjartað á bágt með að gleyma“. Minningarnar frá þeim dögum, er heiðríkast var yfir og sólbjartast. Þar var margt dýrmætt, sem unnað var og þráð, og því varð flestum sameiginlegt, er þeir horfðu heim í anda, að þeim fanst hlíðin, í þeim skiln- ingi fögur. „Því að þar, sem fjársjóður þinn er, þar mun hjarta þitt vera“. Sérhver maður á sinn heim, heim hugðarefna og hugsjóna. Ef einhver væri, sem ekki ætti sér slíkan heim, væri hann illa kominn. Þá væri lífið honum dauflegt, tómt og gleðisnautt. Það er gaman að taka eftir því, hversu vel menn una í þessum innri heimum. Sá, sem á fagra og stóra hugsjón, hann getur ekki án þess verið að sökkva sér niður í íhugun um það hvernig hana má framkvæma, og hafi hann fundið leiðina til þess þá neytir hann krafta sinna, sem bezt hann getur, unz markinu er náð. Skáldin, listamennirnir, hug- sjónamennirnir og fræðimennirn- ir dvelja allir löngum í þessum heimum. Þeir jafnvel gleyma um- hverfi sínu, verða draumlyndir, fara einförum, hlusta eftir kalli huldukonunnar, eins og íslenzka góðskáldið forðum. „Því að þar sem fjórsjóður þinn er, þar mun hjarta þitt vera“. Það er líka oft eftirtektarvert og ánægjulegt að sjá hina ungu stefna til stórra hluta og sækja fram til óskalanda sinna. 1 námi, í þjálfun hugar eða handar, eða á annan hátt. Ég þekkti ungan flugmann, sem naumast naut svefns né hvíldar við flugnámið af löngun eftir því að komast aft- ur sem fyrst upp í háloftinu og læra þar listir flugsins. Og sem betur fer er það svo, að hugsjón- irnar stefna hátt og eiga að stefna hátt, þá er þess að vænta að þær leiði til heilla og blessun- ar, bæði fyrir einstaklinga og þjóðir. Ef fjársjóðirnir, sem eftir er keppt hinsvegar eru fólgnir í upp- fylling eða fullnæging lægri til- hneiginga og hvata, eins og vissu- lega oft á sér stað, þá sýkist hjartað og spillist, „því að þar sem fjársjóðurinn þinn er þar mun hjarta þitt vera“. Eftirsóknarefnin eru næsta ó- lík. Og gæfa eða ógæfa mann- kynsins er í raun og veru í réttu hlutfalli við þau. Ef keppt er eftir ytra valdi og jarðneskum fjármunum, þá leiðir af því hina hörðustu og óvægustu samkeppni. Þá er um að gjöra að sópa til sín, reisa kornhlöður, byggja hallir, tryggja valdið ,jafnvel á hinn miskunnarlausasta hátt, ef þörf gerist. Fara í styrjöld. Því ekki það. Eyða byggðum og borgum. Brjóta niður híbýli manna og hamingju — taka eignir og líf, ef valdastóllinn gæti, við það, orðið öruggari og sterkari. Vér, sem nú lifum, höfum séð skíra mynd af þessu kappi í heiminum. Og enn er þessi þrá ekki stillt eða stöðvuð. Stjórn- málabaráttan hér hjá oss og út um víða veröld er í raun og veru sönnun þess. Hún sýnir hvað innra fyrir er „því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun hjarta þitt vera“. Og öll erum vér nú sammála um það, að eftirsóknamefnin þurfi að breytast. Að festa og rósemi þurfi að komast á hug- ann eftir alla þá lausung og upp- lausn, sem vér höfum verið undir seld hin síðari ár. Mannshugur- inn þarf að breytast. En hann getur ekki breyzt nema því aðeins að hann öðlist nýja útsýn, fái ný viðfangsefni og ný eftirsóknar- efni. — „Því að þar sem fjár- sjóður þinn er þar mun hjarta þitt vera“. Það var engin tilviljun að það skyldi vera Jesús Kristur sem sagði þessa setningu um fjársjóð- inn og hjartað. Hann skildi hina miklu alvöru sem í orðunum felst. Hann sá sannleikann á bak við þessi orð, er hann hugsaði um týnda soninn, eða ríka ungling- inn, eða breyskan og hrösulan meðbróðurinn. Hann vissi, að fjársjóðinn og hjartað var ekki unnt að skilja að.----- Mér finst að hugleiðing um fjársjóðinn og hjartað eigi vel við hér 1 Haukadalskirkju í dag, er vér minnumst þess, að átta aldir eru liðnar frá dánardegi Ara prests Þorgilssonar hins fróða. Haukadalur út af fyrir sig er ís- lenzku þjóðinni fjársjóður. Við þenna stað eru tengdar minning- ar, sem oss eru dýrmætar og vissulega liggja héðan góðir þræðir ofnir í sögu þjóðar vorrar. Á síðari hluta 11. aldar eða um 1074, kom hingað í Haukadal ungur drengur, 7 ára gamall, er á barnsaldri misti föður sinn í sjóinn. Þetta var Ari. Það er eins og falleg birta ljómi yfir þessum orðum hans í Islendingabók: „Ég kom til Halls, 7 vetra gamall, eftir það að Gellir Þorkelsson föðurfaðir minn og fóstri and- aðist og var þar 14 vetur“. Haukadalur varð hlýr og góð- ur samastaður. Og hér tók dreng- urinn skjótt að safna sér fjár- sjóðum. Þegar á unga aldri tengd- ist hjarta hans þessum fjársjóð- um. Hann nam hér sagnir og ljóð og þá tungu, sem hann ritaði á fyrstur manna „hér á landi“, samkvæmt því er Snorri Sturlu- son segir. Hér jók hann við fjár- sjóði sína dag frá degi í um- gengni við hina fróðustu og á- gætustu menn og öðlaðist síðar tignarheitið — faðir hinnar ís- lenzku sagnaritunar. Og það er gott þess að minnast, að í raun og veru öðlaðist Ari prestur fróði fjársjóði sína í skauti íslenzkrar kristni og kirkju. Islendingabók ber þess skírastan vott. Hann tók sjálfur prestsvígslu og var í nán- um kynnum við ýmsa ágætustu og lærðustu menn íslenzku kirkjunn- ar t. d.: Sæmund prest Sigfússon hinn fróða og biskupana í Skál- holti og Hólum eins og kemur fram í upphafi Islendingabókar, þar sem hann segir: „Islendinga- bók gjörði ég fyrst biskupum órum Þorláki og Katli og sýndi bæði þeim og Sæmundi presti". Sannleiksást hans var í innzta samræmi við hugsjón kristin- dómsins. Hann segir: „En hvat er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist". * Fjársjóður Ara prests fróða varð svo stór, að þegar hann lauk ævistarfi sínu og hvarf frá því af þessum heimi, þá skyldi hann þjóð sinni eftir ómetanlegan arf, sem hélt áfram að vera henni dýr- mætur fjársjóður er aldir liðu fram. Sá fjársjóður átti eftir að Framh. á 3. síðu. Kirkjan i Haukadal. \

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.