Kirkjublaðið - 20.09.1948, Blaðsíða 4
Vitur maður er betri en sterk-
ur og fróður maður betri en afl-
mikill. (Orðskv. 24. 5.).
Mánudaginn 20. september 1948.
Safnið yður ekki fjársjóðum á
jörðu, þar sem mölur og ryð eyð-
ir, og þar sem þjófar brjótast inn
og stela, en safnið yður fjársjóð-
um á himni. Matth. 6.19.—20.).
Happdrættislán ríkisins
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
nota nú ýmsar gildandi ónotaðar
lagaheimildir til lánstöku fyrir
ríkissjóð. Býður ríkissjóður í því
skyni út nýtt innanríkislán, að
upphæð 15 milljónir króna. Verð-
ur lán þetta í happdrættisformi.
Hafa verið gefin út bráðabirgða-
lög um skattfrelsi vinninga^og
ýms önnur atriði varðandi happ-
drættið. Nánari reglur um til-
högun lánsins og happdrættisins
hafa síðan verið settar með reglu-
gerð.
H appdrættislán.
Rétt hefur þótt áð hafa lán
þetta í formi, sem áður er óþekkt
hér á landi, en hefur verið notað
með mjög góðum árangri erlend-
is. Er það á þann veg, að í stað
þess að greiða ákveðna vexti af
hverju bréfi, er vöxtunum úthlut-
að sem happdrættisvinningum
tvisvar á ári. Skuldabréfin eru
öll jafn há, 100 krónur, og eru
þau öll númeruð og gilda þannig
sem happdrættismiðar. Þar sem
lánið er til 15 ára, verður 30 sinn-
um dregið í happdrættinu, eða
15. apríl og 15. október ár hvert.
Dregið er úr öllum bréfunum í
hvert sinn og getur því sama
námer hlotið vinning oftar en
einu sinni.
Vinningar í hverjum drætti
rétt til að keppa um hina stóru
vinninga, sem í boöi eru í happ
drætti þess, en að því búnu fást
100 krónurnar að fullu endur-
greiddar.
Með hliðsjón af þessu er það
tvímælalaust skynsamlegt að ráð-
stafa sparifé sínu til kaupa á
happdrættisskuldabréfum ríkis-
sjóðs. Ekki hefur verið talin á-
stæða til að takmarka kaup hvers
einstaks á bréfum þessum, en
upphæð hvers bréfs hefur verið
miðuð við 100 krónur með það
fyrir augum, að sem allra flestir
gætu átt þess kost að kaupa bréf-
in. Má gera ráð fyrir því, að
margir kaupi bréf þessi handa
börnum sínum eða noti þau til
gjafa á einn eða annan hátt.
Sala bréfanna.
Gerðar hafa verið ráðstafanir
til þess að sem flestir landsmenn
geti átt þess kost að kaupa happ-
drættisskuldabréfin. — 1 þessu
skyni hafa allir bankar og útibú
þeirra, sparisjóðir, pósthús,
skrifstofur málaflutningsmanna,
innlánsdeildir kaupfélaga og í
sveitum flestir hreppstjórar tek-
ið að sér að annast sölu bréfanna.
Fyrsti dráttur 15. okt.
Fyrsti dráttur í happdrættinu
verður 15. okt. næstk. Einmitt
með hliðsjón af þessu, ætti fólk
ekki að draga að kaupa bréf, svo
að það geti frá upphafi verið með
í happdrættinu. Hér er mikið að
að tapa. Auk
kr.
hér segir: vinna, en engu
1 vinningur 75.000 kr. = 75.000
1 — 40.000 =£S 40.000
1 — 15.000 = 15.000
3 vinningar 10.000 = 30.000
5 —- 5.000 = 25.000
15 — 2.000 = 30.000
25 — 1.000 r = 25.000
130 — 500 = 65.000
280 — . 250 — .= 70.000
Samtals er í hvert sinn dregið
um vinninga, sem nema 375.000
kr., eða 750.000 kr. á ári hverju.
Svarar þessi upphæð til þess, að
5% vextir séu greiddir af skulda-
bréfunum.
1 bráðabirgðalögum frá 17.
ágúst 1948 er svo ákveðið, að
vinningar í happdrætti þessu
skuli undanþegnir öllum opinber-
um gjöldum öðrum en eigna-
skatti. Eru það mjög mikil hlunn-
indi fyrir þá, sem hljóta háu
vinningana.
Áhætta er engin.
Happdrætti ríkissjóðs er að því
leyti öllum öðrum happdrættum
hagstæðara, að áhætta þátttak-
enda er engin. Eftir 15 ár fá
menn skuldabréfin að fullu end-
urgreidd. Verður því í mesta lagi
um vaxtatap að ræða, en hins
vegar allverulegar líkur til þess
að hljóta vinning einhvern tíma
á þessum 15 árum, og það ef til
vill mikla fjárupphæð, þegar þess
er gætt, að vinningarnir eru sam-
tals 13.830, og kemur því vinn-
ingur á næstum tíunda hvert
númer.
Hvert 100 króna skuldabrjef
veitir eiganda sinum 30 sinnum
gróðavonarinnar sem fylgir bréf-
unum, stuðla þau einnig að skyn-
samlegum sparnaði og skapa
tækifæri til að rýma til á lána-
markaðinum. Þess er því mjög
að vænta, að þjóðin bregðist vel
við lánsútboði þessu.
Takmarkið er það, að öll bréf-
in verði seld fyrir 15. okt.
Gjafir til
Saurbæjarkirkju
Herra prófastur Sigurjón
Guðjónsson í Saurbæ á Hvalf jarð-
arströnd ’hefur nýlega afhent
mér þessar gjafir í byggingar-
sjóð nýrrar kirkju þar: Frá
hjónunum á ^erstiklu, Búa Jóns-
syni og Margréti Jónsdóttur,
kr. 1000.00, frá Guðjóni Jónssyni
í Saurbæ kr. 1000.00, frá séra
Sigurjóni Guðjónssyni og frú
Guðrúnu ÞóÞrarinsdóttur s. st.
kr. 1000.00. Frá Sigríði Jóns-
dóttur í Vestmannaeyjum kr.
100.00. Áheit frá G. G. 15 kr. og
úr samskotabauk á Ferstiklu kr.
526.78. — Matthías Þórðarson.
Happdrættislón
ríkissjóðs 1948
1 dag hefst um land allt sala á happdrættisskuldabréfum 15 miljón króna innan-
anríkisláns, sem ríkissjóður býður út. Er þetta gert í samræmi við þá ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að nota ýmsar heimildir gildandi laga til lántöku fyrir ríkissjóð vegna
margvíslegra framkvæmda, sem ríkissjóður hefur orðið að leggja fé til.
Sölu skuldabréfa þessara annast allir bankar og sparisjóðir, pósthús, skrifstofur
málaflutningsmanna, innlánsdeildir kaupfélaga og í sveitum flestir hreppstjórar.
Lán þetta er til 15 ára, og verða öll bréfin innleyst að þeim tíma liðnum. Vextir verða
ekki greiddir af hverju einstöku bréfi, en í stað þess gilda bréfin sem happdrættismiðar,
og er tvisvar á ári dregið um allmarga vinninga ,suma mjög háa.
Hvert skuldabréf er að upphæð 100 krónur. Er láninu skift í svo litla hluti til þess
að sem allra flestir geti átt þess kost að kaupa skuldabréfin og keppa um þá háu og
mörgu happdrættisvinninga, sem í boði eru.
----Happdrætti þetta er óvenjulegahagstætt, því að áhættan er engin. Með því að lána
ríkinu sparifé yðar, fáið þér þrjátíu sinnum tækifæri til þess að hljóta háan happdrætt-
isvinning, ef heppnin er með, en síðan fáið þér endurgreitt állt framlag yðar. Það er
því naumast hægt að verja sparifé sínu á skynsamlegri hátt en kaupa happdrættisbréf
ríkissjóðs.
Útdráttur skuldabréfa í happdrættinu fer fram 15. apríl og 15. október ár hvert,
í fyrsta sinn 15. október 19A8.
Vinningar í hvert sinn eru sem hér segir:
1 vinningur 75.000 kr. = 75.000 kr.
1 — 40.000 _ -- 40.000 —
1 — 15.000 — = 15.000 —
3 vinningar 10.000 — = 30.000 —
5 — 5.000 — = 25.000 —
15 — 2.000 — = 30.000 —
25 — 1.000 — = 25.000 —
130 — 500 _ = 65.000 —
280 — 250 — = 70.000 —
Samtals 375.000 kr.
Vinningar eru undanþegnir öllum opinberum gjöldum öðrum en eignaskatti.
Upphæð vinninga samsvarar 5% vöxtum af láninu. Samtals er á 15 árum dregið
um 13.830 vinningá, og kemur því vinningur á nærri tíunda hvert númer.
Fóllc ætti ekki að draga að kaupa bréf, svo að það geti verið með í happdrættinu
frá byrjun. Athugið, að því fleiri bréf, sem þér kaupið, því meiri líkur eru til þess að
hljóta vinning í happdrættinu. Áhættan er hinsvegar engin.
Gætið þess að glata ekki bréfunum, því að þá fást þau ekki endurgreidd.
Reykjavík,. 15. september 1948.
Jjármálará&uneutL&
luneifl