Kirkjublaðið - 04.07.1949, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 04.07.1949, Blaðsíða 3
KIRKJUBLAÐIÐ 3 Séra Vigfús Þórðarson ln memorian Hmn 17. juni síðastl. andaðist séra Vigfús Þórðarson frá Ey- dölum að heimili sínu í Rvík. Eins og oftar kom dauðinn óvænt. Þótt aldur séra Vigfúsar væri orðinn hár, þá var hann enn ern og bar árin mjög vel. Vinir séra Vigfúsar sakna hans. Hann var góður vinur. Góðviljaður í allra garð og vildi hvers manns vandræði leysa. Þess vegna varð hann sóknar- börnum sínum kær. Þess vegna þótti þeim gott að koma á hans fund með vandamálin og erfið- leikana. Oft heyrði ég talað um hann sem góðan og ástríkan heimilis- föður. Heimilið var ávalt hlýtt og gott athvarf. Hjónin, séra Vigfús og frú Sigurbjörg voru sannir vinir og samhent og sam- huga í lífsbaráttu sinni. Séra Vigfús var góðlyndur og glaður flestum stundum. Hann vár söngelskur og hafði sjálfur ágæta söngrödd. Sjötíu ára gamlan heyrði ég hann syngja einsöng í kirkju sinni að Ey- dölum, þar sem hann var lengst prestur. Þá vakti söngur hans athygli okkar, sem hlustuðum, því hann var bæði hreinn og fagur. Það leyndi sér ekki að séra Vigfús var innilegur trú- maður. Um þau efni hafði hann meiri ánægju að hugsa og tala en nokkuð annað, og kom þá vel í ljós hve hrein, barnsleg og fögur sál hans var. „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“, sagði Kristur. Þau orð komu mér í hug er ég ræddi við séra Vigfús um trúmálin. Kirkja íslands þakkar honum yfir 40 ára þjónustu og vottar konu hans og börnum samúð sína við andlát hans. Sóknarbörn hans og ástvinir geyma minníngu um góðan dreng og sannan vin. S. S. Séra Vigfús Þórðarson fædd- ist 15. marz 1870 að Eyjólfs- stöðum á Völlum. Stúdent varð hann 1891 og tók embættispróf í guðfræði 24. júní 1893. Árin 1894—1901 stundaði hann bú- skap að Eyjólfsstöðum. Fékk veitingu fyrir Hjaltastað 23. febr. 1901 og vígður 16. maí sama ár. Kirkjubæjarpresta- kalli þjónaði hann einnig 1913 til 1915. Veitingu fyrir Eydöl- um fékk hann 3. júlí 1919. Var veitt lausn frá embætti 6. maí 1942, en var settur til að þjóna prestakallinu til fardaga 1943. Hinn 30. sept. 1893 kvæntist hann Sigurbjörgu Bogadóttur Smith í Arnarbæli á Fellsströnd. Þau eignuðust 6 börn, 5 sonu og eina dóttur. Þrjú þeirra eru á lífi. líst er ég veikur á trúa“ I 10. tölubl. Kirkjublaðsins birtist grein eftir séra Magnús Guðmundsson. Greinina nefnir hennar er frásögn af tveim stefnum í trúmálum, og megin- boðskapur þessara stefna er þessi: Maðurinn er vondur í | eðli sínu, gjörspilltur og dauð- legur, og hans stærsta synd 1 er að sýna viðleitni til að jvera góður, í því skyni að á- vinna sér með því réttlæti fyrir Guði. Svo mörg eru þau orð. Séra M. G. virðist vera þess- um skoðunum hjartanlega sam- þykkur og sést það bezt á hinu veglega heiti, er hann velur grein sinni. Þegar ég var á barnalær- dómsaldiú, (það eru nú bráðum 50 ár síðan) lærði ég í biblíu- sögunum og kverinu: 1) Guð skapaði manninn í sinni mynd. 2) „Eins og líkaminn er dauður | án andans, er tr.úin dauð án verkanna“. Nú spyr ég í fáfræði minni. Hvernig má það vera, ef Guð hefir skapað manninn í sinni mynd, að hann sé svona vondur, að í honum sé ekkert gott? Ég þarf varla að taka það Ifram, að ég treysti mér ekki til að fara að rökræða trúmál al- mennt hvorki við séra M. G., né aðra guðfræðinga. En biblí- una hefi ég lesið, og ég held að mér myndi veitast auðvelt, að benda á nokkra tugi ritninga- greina, sem beinlínis telja það fyrir öllu að maðurinn ástundi gott líferni, og í kverinu var mér kennt: „að trúin væri dauð án verkanna“. Og mér hefir skilizt, að menn á öllum öldum jhafi einmitt verið að reyna að breyta eftir þessu. Og mér er sagt af kunnugum, að séra M. G. sjálfur, sé framúrskarandi góður og elskulegur maður. En af hverju er hann það? Er hon- um það meðfætt? Og þá afsann- ar það fyrra atriðið í „heilla- stefnunni“ hans. En ef hann er að ástunda gott líferni þá af- sannar það síðara meginatriðið. Og hann er þá að mæla með skoðunum, sem hann breytir sjálfur á móti. Er þá nokkur meiri fjær- stæða til en sú, að það sé manns- ins stærsta synd, að reyna að vera góður til að ávinna sér rétt- læti fyrir Guði. Jafnvel þótt því fylgi einhver eigingirni, sem verður að telja líklegt þar sem ófullkominn maður á í hlut? Ég hygg að flestir hugsandi menn mundu segja, að meiri fjarstæða væri ekki til. Og er það frá sjónarmiði hugsandi manns, ekki önnur fjarstæðan frá, að halda því fram, að allir menn séu vondir, gjörspilltir, og að í þeim sé ekk- ert gott. Og þetta er þó skepna sem biblían segir að sköpuð sé af Guði almáttugum og alvitr- um, í hans eigin mynd. Eru litlu börnin vond? Er móðurástin vond? Er hjálpsem- in, greiðasemin eða fórnfýsin löstur og synd? Mér er óskiljanlegt í hverju sú heill væri fólgin, ef fslend- ingar almennt, létu blekkjast til fylgis við þessar „heillastefn- ur“. Óheill myndi af þeim stafa en engin heill. Sundrung mundi það vekja innan kirkju og ut- an, því ómögulegt mundi reyn- ast að brjála svo heilbrigða dóm greind allra, að þeir tryðu þess- um fjarstæðum. Því nú til dags munu flestir íslendingar hugsa sér Guð „sem líknsaman föður á hæðum“, en ekki sem illa inn- rættan dómara. Mig hryllir við þessum óguð- lega hugsunarhætti sem lýsir sér í túlkun M. M. G. á hinum erlendu „heillastefnum“. Og mig hryllir einnig við hinni hundslegu auðmýkt og vesæld- arvæli, sem ýmsir prestar, eru nú farnir að halda að fólkinu, sem sáluhjálparatriði. Ég vil hugsa mér Guð sem miskunsaman föður (það var mér kennt sem barni), sem met- ur hverja veika viðleitni mína og annarra barna sinna til að vera betri en áður, okkur til innleggs. Ég vil' hugsa mér Krist sem bróður minn og bezta vin, sem ég veit að ávalt er reiðubúinn til að hjálpa mér og miskunna mér, alveg án tillits til þess, hvort ég skoða hann um leið, sem frelsara frá ein- hverju eilífu ófremdarástandi, eða ekki. Ég býst varla við, að hann leggi svo mikið upp úr því. Og ég vil ekki skipta á þess- ari guðshugmynd minni og þeirri, sem séra Magnús Guð- mundsson segir frá í grein sinni í Kirkj ublaðinu 30. maí. Og ég er að vona, að þannig hugsi all- ur þorri okkar fámennu þjóðar. Brjánslæk, 17. júní 1949. Guömundur Einarsson. Séra Sveinn Víkingur: T/ ru og þek] XI. Þróun og tilgangshyggja. Framh. Enski heimspekingurinn Al- dous Huxley kemst meðal ann- ars svo að orði í grein, sem hann nefnir þróun og tilgangur (Evo- lution and Purpose): „Þegar vér menn högum þann- ig störfum að sá tilgangur næst, sem vér óskuðum, þá stafar það venjulega af þeirri starfsemi hugans sem nefna mætti til- gangshyggju (purposive activi- ty). En að draga af þessu þá ályktun að allt það, sem ber æskilegan árangur hljóti að stafa af tilgangshyggju, er í raun og veru svo barnaleg rök- færsla, að mann undrar stórlega á því hve víða hún skýtur upp kollinum. Enda hefir Darwin í eitt skifti fyrir öll greinilega afsannað allar slíkar ályktanir. En jafnrangt er hitt að halda n ú t í m a king því fram, að hin vélgenga, at- burðaröð hljóti að vera með öllu út í bláinn. En vér getum ekki sagt að þróunin hafi tilgang nema vér höfum áður öðlast þau forréttindi að þekkja hugsanir sjálfs Guðs. Hinsvegar getum vér og hljótum að viðurkenna vegna staðreyndanna sjálfra, að þróunin beinist í ákveðna stefnu“. Ef skilja á orð hins lærða heimspekings svo, að yfirleitt sé það barnaskapur að álykta af verknaðinum sjálfum, að til- gangur búi að baki og sé orsök hans, þá verð ég að telja, að hann hafi hætt sér út á ótrygg- an ís. Hitt er rétfe að af sumum verknaði er ekki hægt að álykta um tilgang nema maður þekki hugsun þess sem verknaðinn framdi. Þegar t. d. bifreið er ekið út af vegi, þá verður ekki fullyrt um hvort það hefir verið gert af vangá eða slysni, eða þá í ákveðnum tilgangi nema við þekkjum hugsanir bifreiðastjór- ans. En þeirrar vitneskju getur verið harla örðugt að afla sér, svo óyggjandi sé, Eða hvar er tryggingin fyrir því,aðbifreiðar stjórinn segi dagsatt um tilgang sinn eða tilgangsleysi í þessu til- felli ? Ég held að við yrðum yfir- leitt harla fáfróð eða máske öllu heldur ljúgfróð um tilgang mannlegrar breytni, ef við mættum þar á engu öðru byggja en því sem mönnum þóknaðist að segja okkur um tilgang at- hafna sinna í hverju tilfelli. Yfirleitt ályktum við af verkn- aðinum um tilganginn með hon- um, og teljum það í flestum til- fellum enganveginn barnalega rökfærslu eða fjarri sanni. Þegar ég horfi á málverk af hesti, þá leyfi ég mér að draga af því þá ályktun að tilgangur málarans hafi verið sá að mála hest en ekki t. d. kött eða blóm. Ég þykist ekki þurfa að gjör- þekkja hugsanir málarans til þess að mega álykta svo. Og ef hann skyldi segja mér, að til- gangur sinn hefði raunveru- lega verið sá að mála kött, þá mundi ég alls ekki trúa honum og telja að hann væri að gera gys að mér og sjálfum sér. Ég geng daglega fram hjá stað, þar sem verið er að reisa myndarlegt íbúðarhús. Ég hefi fylgst með starfinu, frá því fyrst var byrjað að grafa fyrir kjallaranum, séð hverja hæð steypta ofan á aðra, séð gengið frá gluggum, dyrum og þaki. Ég veit ekkert hver á þetta hús. En ég er eigi að síður svo djarfur að leyfa mér hiklaust að álykta að á bak við alla þess starfsemi frá upphafi, sé einn og augljós tilgangur, sem öll framkvæmdin stjórnast af, sú að byggja hús. Ég hefi áður rakið þróunina í megindráttum og sýnt fram á það, hvert hún stefnir. Er þá næst að spyrja um hvað ráði stefnunni. Er það hending? Eru það vélræn náttúrulögmál ? Eða er þar um að ræða tilgang og takmark? Vér skulum velja eitthvert dæmi. Hvernig hafa t. d. fuglar orðið til? Engum heil- vita manni mun detta í hug, að þeir hafi til orðið af hending einni saman. Engum vísinda- manni mun heldur láta sér til hugar koma, að fleygur fugl hafi allt í einu fæðst af foreMrum, sem voru ferfætt dýr fyrir ein- hverja óskiljanlega stökkbreyt- ingu (mutation). Yfirleitt mun litið svo á, að fuglinn hafi þróast smátt og smátt í þá átt að verða fleygur fugl, og að sú þróun hafi tekið hundruð og þúsundir ættliða áður takmarkinu yrði náð. Segjum nú, að eitthvert dýr hafi fæðst með vanskapaðar framlappir, sem það hvorki gat notað til gangs eða sem gripfæri. Hlaut þá ekki slíkt dýr að standa ver að vígi í lífsbaráttunni en systurdýr þess, sem rétt voru sköpuð? Er hægt að færa nokk- ur skynsamleg rök fyrir því, að þetta volaða dýr mundi halda áfram að aukast og margfaldast, verða því vanskapaðra, sem lengra leið, unz framlappir þess og annar líkamsskapnaður var orðinn þannig, að það gæti skyndilega hafið sig til flugs ? Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, en það ætti að nægja til þess að sýna, að þær skýr- ingar, sem vísindamennirnir hafa hingað til gefið á þróun- inni, eru allsendis ófullnægj- andi. Og hvernig ætti til dæmis náttúruval eða aðlögun eftir um- hverfi að get skýrt uppruna leð- urblökunnar? Ekki hefir henni getað orðið mikil hjálp að því í Framh. á 4. síðu.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.