Kirkjublaðið - 04.07.1949, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 04.07.1949, Blaðsíða 2
2 KIRKJUBLAÐIÐ kemur út hálfsmánaðarlega, ca. 25 blöð á ári. Auk þess vandað og stórt jólahefti. Verð kr. 15.00 árg. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Utanáskrift blaðsins er: ' KIRKJU B’LA’ÐIÐ Reykjavík. — Pósthólf 532. Tekið á móti áskrifendum í síma Isafoldarprentsmiðja h.f. Guðsþjónustur í Strandarkirkju og á Þingvöllum Sú nýbreytni hefir verið tek- in upp, að tilhlutan biskups að flytja messur í Strandarkirkju í Selvogi á hverjum sunnudegi yfir sumarmánuðina fram til 1. september. Guðsþjónusta hefst kl. 2 e. hád. hvern helgan dag. Yfir Strandarkirkju hefir um aldir hvílt sérstök helgi. Þessi afskekkta litla kirkja úti við hafið, sem stendur fjarri bæj- um á grænum hól í gróðurlausu og blásnu hrauni, hefir ekki að eins staðið af sér storma ald- anna, heldur orðið þjóðinn með sérstökum hætti tákn um mátt og miskunn Guðs. Þúsundir manna hafa heitið, og heita ár- lega á þessa kirkju til hjálpar í örðugleikum, vanda og raun- um, og sjálf reynslan sannfær- ir þá um, að þessi fátæklega kirkja sé farvegur hulins hjálp- andi máttar. Nú er Selvogurinn kominn í samband við akvegakerfi lands- ins og verið er að vinna að því að leggja braut frá þjóðvegin- um að kirkjunni. Þetta hefir orðið til þess, að mikill fjöldi ferðamanna kemur daglega til þess að skoða kirkjuna, og suma daga hafa gestirnir skipt mörg- um hundruðum. Þess vegna, meðal annars, þótti sjálfsagt og rétt, að fluttar yrðu í kirkjunni guðsþjónustur hvern helgan dag að sumrinu, svo að gestum og sóknarfólki gæfist kostur á að hlusta á tíðir í þessu helga húsi. Þessar guðsþjónustur hófust með því, að biskup landsins flutti þar messu sunnudaginn 19. júní. Ég hefi ástæðu til að ætla, að mjög margir muni fagna því, að þessi siður hefir verið upp tekinn. Það er ofur eðlilegt að ýmsir kjósi og beinlínis þrái, að mega eiga stund lofsöngs og tilbeiðslu, bæna og þakka í þess- ari litlu kirkju, sem svo mátt- ug helgi er við tengd í hjörtum þjóðarinnar. En í þessu sambandi kemur mér einnig í hug önnur kirkja, sem stendur á stað, sem allri þjóð- inni er heilög jörð. Það er Þing- vallakirkja. Væri ekki vel til fallið, að einnig þar væri klukk- um hringt hvern helgan dag, um Aðalfundur Prestafélags Islands Aðalfundur Prestafélags Is- lands, hinn 31. í röðinni, var haldinn mánudaginn 20. júní síðastliðinn. Hófst hann með morgunbænum í kapellu Háskól ans, og annaðist þær sr. Hall- dór Jónsson á Reynivöllum. Fundurinn var síðan haldinn í hátíðasal Háskólans. Formað- ur félagsins, próf. Ásmundur Guðmundsson, setti fundinn og tilnefndi sem fundarritara þá sr. Árna Sigurðsson, sr. Pétur Sigurgeirsson og sr. Yngva Þóri Árnason. Því næst flutti formaður á- varp til fundarmanna. Beindi hann fyrst nokkrum orðum til dr. Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, í tilefni af því, að næsta laugardag átti hann 10 ára vígsluafmæli sem biskup yfir Islandi. Þakkaði hann hon- um störf hans í nafni félagsins, samfagnaði honum og bað hon- um blessunar Guðs. Minntist hann á baráttu biskups fyrir málefnum prestastéttarinnar og kirkjunnar í heild, og hvernig hann hefði reynzt prestum sem bróðir og vinur í andlegum efn- um. Tóku fundarmenn undir heillaóskir hans með því að rísa úr sætum. Þá minntist hann tveggja lát- inna félagsbræðra, þeirra sr. Einars Thorlacius præp.hon frá Saurbæ og sr. Vigfúsar Þórðarsonar frá Eydölum. Síðan ávarpaði formaður fundarmenn, benti á að höfuð- hlutverk kirkjunnar nú væri að bera friðarorð manna og flokka í millum og auka þjóðinni þrótt, siðferðilega festu og trú, í sam- hljóðan við fagnaðarerindi Jesú Krists. Frumtónn kristindóms- ins væri kærleikur Krists og Guðs, og þeim kærleika yrðu prestarnir fyrst og fremst að gefast á vald, ef kirkjan ætti að geta leyst hlutverk sitt af hendi með þjóðinni. „Þótt vér höfum ólíkar skoð- anir“, sagði prófessorinn að lokum, „og deilum fast á það, sem við teljum vera rangt eða óhæfilegt, þá getur það allt orð- ið til góðs, sé það í kærleika gjört. Það er vel, að aðdynjandi sterkviðris hreinsi andrúms- loftið, ef eldtungur kærleikans fylgja, er mæla máli hans, sem allir skilja. Það getur leitt til dýpra og fylh-a skilnings — einingar og bræðralags að baki ólíkum skoðunum. Hvað mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists ? Látum þau orð lýsa okkur á þessum fundi og á komandi tímum. Þá verður kirkjan þjóðinni það, sem mörg kirkjuhús henn- ar voru vegferðamönnum áður — viti, er bregður ljóma á leið hennar. Þá er engu að kvíða, hvað sem framundan er. Þá blánar fyrir handan mistur Skuldar fyrirheitið landi — Guðs ríki. Heilir til starfa í nafni Krists“. Formaður þakkaði því næst félagsmönnum vinsemd og gjaf- ir, er hann hafði hlotið frá þeim í tilefni af sextugs afmæli hans á liðnu hausti. Formaður gaf skýrslu um störf félagsstjórnarinnar frá síðasta aðalfundi. Kirkjuritið hefir komið út sem fyrri, og útbreiðsla þess aukizt nokkuð á liðnu ári. Eftir að hafa leitað ^ til presta um allt land um þátt- töku í samningu kennslubókar í kristnum fræðum fyrir gagn- fræðaskóla, hefur stjórn Presta- félagsins falið sr. Árelíusi Ní- sumarmánuðina að . minnsta kosti, messa flutt og lofgjörð færð lifanda Guði? Mér virðist að á meðan ekki er skipaður prestur á Þingvöllum eins og landslög gera ráð fyrir, ætti ríkisstjórnin í samráði við bisk- up að beita sér fyrir því, að slíkum guðsþjónustum yrði komið þar á sumarmánuðina. Ég trúi ekki öðru, en æði marg- ir af þeim mikla fjölda gesta, sem þangað flykkjast um hverja helgi, mundu kjósa að hlýða messu í Þingvallakirkju. Það kynni og einnig að hjálpa ýmsum gestum þar til þess að finna skýrar til þess og gjöra sér ljósari grein fyrir því, að staðurinn, sem þeir standa þar á er heilög jörð. En á því vii'ð- ist, því miður, vera nokkur mis- brestur. S. V. elssyni að semja slíka bók und- ir yfirumsjón stjórnar Presta- félagsins, en Ingimar Jóhanns- son mun verða með í ráðum af hálfu kennarastéttarinnar. Þá gaf formaður upplýsingar um afskipti félagsstjórnarinnar af framlagi til byggingar prests setra, launakjörum opinberra starfsmanna o. fl. Er formaður hafði lokið , skýrslu sinni, voru kosnir í alls- i herjarnefnd til að athuga til- ! lögur, er fundinum bærust, þess- . ir prestar: Sr. Páll Þorleifsson, sr. Helgi Konráðsson, sr. Frið- rik A. Friðriksson, sr. Þorgrím- ur V. Sigurðsson og sr. Einar Guðnason. Þá las formaður reikninga félagsins, er voru samþykktir í einu hljóði. Björn Magnússon próf. lýsti því næst frumvarpi til laga um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, sem væntan lega verður lagt fyrir næsta Al- þingi. Að loknu hléi til hádegisverð- ar var tekið fyrir aðalmál fund- arins: Nauðsyn á fræðslu presta um sálsýki. Höfðu framsögu í því máli þeir sr. Jakob Jónsson og dr. Helgi Tómasson yfir- læknir. Talaði sr. Jakob út frá starfi og reynslu prestsins, en dr. Helgi frá sjónarmiði vísind- anna og læknisstarfsins. Taldi dr. Helgi, að nauðsynlegt væri að prestar fengju nokkra til- sögn í sálsýkisfræði, bæði fræði- lega og verklega, og tjáði sig fúsan til samstarfs við presta- stéttina og guðfræðideild Há- skólans um þetta efni. Báðir ræðumenn töldu, að samvinna milli presta og lækna á þessu ; sviði væri bæði eðlileg og æski- leg, og líkleg til mikils gagns. Urðu allmiklar umræður um þetta mál. Var í sambandi við það samþykkt svohljóðandi til- laga: „Aðalfundur Prestafélags Is- lands árið 1949, felur stjórn fé- lagsins að taka til nánari athug- unar þær tillögur, er fram komu í erindi dr. Helga Tómassonar um bóklega og hagnýta fræðslu prestaefna í sálsýkisfræði, og bera þær fram við guðfræði- deild Háskólans til fram- kvæmda“. Próf. Ásmundur Guðmunds- son flutti guðfræðilegt erindi, kafla úr bók, sem hann er að rita og nefnist: Þættir úr ævi Jesú Krists. Talaði hann um fæðingu Jesú, fyrstu bernsku og uppvaxtarár. Samþykkt var að kjósa þrjá menn til að greiða fyrir heim- sóknum kennimanna frá Norð- urlöndum til íslands til efling- ar gagnkvæmri viðkynningu. Þessir voru kosnir: Sr. Jón Þorvarðsson prófast- ur, sr. Sigurbjörn Á. Gíslason og sr. Garðar Svavarsson. Tveir menn áttu að ganga úr stjórn félagsins, þeir próf. Ás- mundur Guðmundsson og sr. Sveinbjörn Högnason prófast- ur, og voru þeir báðir endur- kjörnir í einu hljóði. Varamenn voru og endurkjörnir sam- hljóða þeir sr. Hálfdán Helga- son prófastur og sr. Sigurbjörn Einarsson dósent. Ennfremur endurskoðendur, sr. Þorsteinn Briem præp.hon og sr. Friðrik Hallgrímsson præp.hon. Alls voru mættir á fundinum 46 félagsmenn. Fundinum lauk með kvöld- bænum í kapellunni, og stýrði þeim sr. Ölafur Ólafsson á Kvennabrekku. Um kvöldið sátu fundarmenn kvöldboð heima hjá formanni félagsins, próf. Ásmundi Guð- mundssyni, og frú hans, og nutu þar samvista í góðum fagnaði. B. M. Séra Björn IVIagnússon skipaður prófessor Séra Björn Magnússon dócent hefir hinn 15. júní síðastl. ver- ið skipaður prófessor við guð- fræðideild Háskólans, frá 1. júní að telja. KVEÐJA til Prestastefnu íslands Hér birtist kveðjuávarp það, er pró- fessor Dr. Richard Beck, sendi Presta- stefnunni, en hann er, sem kunnugt er, eigi aðeins einn af áhugasömustu unnendum íslenzkrar menningar vest- an hafsins, heldur og einlægur vinur kirkjunnar. Hratt rennur elfur tímans; dagarnir hverfa hver eftir ann- an líkt og dropar í haf eilífðar- innar. Og þetta óðfluga hraðstreymi tímans verður mér venju frem- ur, ofarlega í huga, þegar ég geng á sjónarhól og minnist þess, að nú eru liðin fimm ár síðan ég gisti ættjörðina sigur- sumar hennar, þegar lýðveldið var endurreist. Meðal allra hugþekkustu minninga minna frá því sögu- ríka sumri, er minningin um komu mína á hina fjölsóttu og virðulegu Prestastefnu ykkar það ár, minningin um ljúfar samverustundirnar með ykkur, hinar innilegu og bróðurlegu viðtökur, sem ég, leikmaðurinn, átti að fagna af ykkar hálfu. Því fannst mér einnig, að ekki mætti minna vera, en ég þakk- aði ykkur fyrir síðast með því að senda ykkur kveðju mína á þessu fimm ára afmæli lýð- veldisins. Og hverjum þeim, sem nokk- uð þekkir til sögu Islands, og les þá sögu gegnum sjónargler sanngirni og réttdæmis, hlýtur að vera það ljóst, hversu grund- vallandi áhrifamáttur og heilla- ríkur íslenzk kirkja hefir verið í menningarlífi þjóðarinnar á í liðinni tíð. Sama hlutvei'ki ^ gegnir hún í okkar umbrota- miklu samtíð, nema fremur sé, !og eigi er henni minna eða ó- | verðugra hlutskipti ætlað á kom andi árum. I anda djúpstæðrar j virðingar og þakklætis sendi ég kirkju Islands þess vegna kveðju mína á þessum tímamót- um hins unga íslenzka lýðveldis. Minnugur er ég þess einnig, að herra biskupinn á um þessar mundir 10 ára vígslu- og starfs- afmæli í sínum veglega embætt- issessi. Honum sendi ég því sér- staka kveðju, hamingju- og blessunaróskir, með þökk fyrir frábæra vinsemd og ógleyman- legar samverustundir beggja megin hafsins. Og þó að ég tali hér aðeins í eigin nafni, þá get tég fullvissað hann og ykkur aðra kirkjunnar menn um það, að margir eru þeir landarnir vestan hafsins, sem taka heilum huga undir þá kveðju og bless- unaróskirnar honum til handa. Bið ég svo kristni landsins og kirkju blessunar með þess- um orðum sálmaskáldsins:: „Gef að blómgist, Guð, þín kirkja, Guð oss alla leið og styð“. Richard Beck.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.