Kirkjublaðið - 29.08.1949, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 29.08.1949, Blaðsíða 2
2 KIRKJUBLAÐIÐ kemur út hálfsmánaðarlega, ca. 25 blöð á ári. Auk þess vandað og stórt jólahefti. Verð kr. 15.00 árg. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Utanáskrift blaðsins er: KIRKJU B’LA’ÐIÐ Reykjavík. — Pósthólf 532. Tekið á móti áskrifendum í síma Isafoldarprentsmiðja h.f. Samfélag heilagra Ef ég ætti að skýra frá því, sem ég þrái og hefi þráð einna heitast, eigi aðeins meðal safn- aða minna og sóknarbarna, held ur einnig meðal annara, sem orðið hafa á lífsleið minni, þá væri það brot, — um meira get- ur eigi verið að ræða, — af sam- félagi heilagra á þessari jörð, sem meikii það, að komast í lét hann ekki af prestskap fyrr kynm við það og fá hlutdeild í en hann var 73 ára gamall. Séra Friðrik fæddist í Reykja- vík 9. júní 1872. Foreldrar hans voru Hallgrímur Sveinsson Séra Friðrik Hallgrímsson In memoriam Með stuttu millibili hafa lát-1 snemma hafði hann af því hið izt þrír merkir þjónar íslenzku kirkjunnar, þeir séra Páll Sigurðsson í Bolungarvík, séra Þorsteinn Briem f. prófastur og séra Friðrik Hallgrímsson. Séra Friðrik Hallgrímsson starfað lengst þeirra allra, enda því bezta, sem með hverjum einum býr. Það kann að vera lítið sak- laust barn, piltur eða stúlka,! biskup og kona hans Elina maður eða kona, aíveg jöfnum jMarie Bolette (f. Fevejle). Hann höndum. Allt þetta fólk er hrös- ( ólst upp í foreldrahúsum og ult eins og ég, veikleikanum, naut þar fyrstu fræðslu, og í skammsýmnni og breiskleikan- barnaskóla Reykjavíkur var um háð eins cg ég. En samfélag , hann í þrjú ár. Einnig naut heilagra í þeim skilningi, sem.hann tilsagnar séra Árna Jóns- ég á við, er að finna og njóta sonar prófasts frá Skútustöð- af hálfu annara, í því bezta og um. göfugasta, sem með honum býr | Vorið 1884 gekk hann inn j og hveijum sem er. Má með Lærða skólann í Reykjavík og sanni segja, að í rauninni sé tók þar stúdentspróf vorið 1891. aldiei boðlegt öðrum annað en Samsumars hóf hann guðfræði- nám við Kaupmannahafnar há- hið bezta, sem með manni býr. Hið bezta, — brot af samfé- lagi heilagra, — finnst í ástar- orði, í þéttu og heitu handtaki, skóla og lauk þar embættis- prófi vorið 1897. — Veturinn 1897—’98 stundaði hann 1 falslausum vinarkossi, í mildu kennslu við barnaskólann og og blíðu brosi, í hverjum votti kvennaskólann í Reykjavík. Að- elskunnar sem er. Af því að ég ■ allega kenndi hann þar kristni- er ekki hættur leitinni meðal1 fræði. Jafnframt tók hann þátt safnaða minna og sóknarbarna ! j kristilegu starfi í bænjmn og frá fyrri og seinni tíð og finnlhélt þá ásamt fleirum uppi löngum og hefi fundið það sem barnaguðsþjónustum, því að ég er að leita að, kýs ég enn, fyrst heilsan leyfir, að vera þjónandi prestur. Að samfélagi heilagra hefi ég stöðugt verið að leita meðal sóknarbarna minna og annara, sem ég hefi náð til, að því sem er gulli dýr- mætara, að þeim fjársjóði í mesta yndi að starfa fyrir börn og unglinga. Hinn 8. okt. 1898 skipaði landshöfðinginn hann til þess að vera prest við Holdsveikraspít- alann í Lauganesi, sem þá hafði nýlega verið reistur. Miðviku- daginn 12. sama mánaðar vigði faðir hans, lierra Hallgrímur, hann prestsvígslu í dómkirkj- unni í Reykjavík. — Kom það fljótt í ljós hver hæfileikamað- ur séra Friðrik var í prestsstarf inu. Skyldurækni hans og á- huga var viðbrugðið og varð hann þegar einkar vinsæll í starfi sínu. Hinn 24. júní 1899 var hann settur sóknarprestur í Útskálaprestakalli og veitt haföi ■ Prestakallið, 8. júní 1900. — Urðu þar fljótt margir í söfn- uðunum vinir hans og samherj- ar og enn í dag eru þar fjölda margir sem minnast hans með þakklæti. Sendi söfnuðurinn blómsveig á kistu hans og nú- verandi sóknarprestur Útskála var mættur við útför séra Frið- riks, sem fulltrúi hinna mörgu sem þar eiga um hann góða og fagra minningu. Séra Friðrik kvæntist 5. júlí 1900, Bentínu Hansínu Björns- dóttur bónda og hreppstjóra í Búlandsnesi við Djúpavog, Gíslasonar. — 1 Útskálaprestakalli starfaði séra Friðrik aðeins í 3 ár. Fékk hann þá lausn frá embætti, en gerðist árið 1903 prestur safn- aða hins evangelisk-lútherska kirkjufélags Islendinga í Vest- urheimi í Argylebyggð í Can- ada. Þegar séra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur fékk lausn frá embætti, urðu ýmsir vinir og frændur séra Friðriks hér heima á Islandi til þess að senda honum tilmæli um að sækja um Ef ég kynni að fella ástarhug til lítils, góðs barns eða barna vina minna, ætti ég þá að hætta að elska það, þegar það vex upp og verður að fulltíða manni og konu? Ef svo væri, væri það rauninni, sem ekki fær grandað næs1:a URóarlegt lögmál. Ég mölur eða ryð, að því bezta hjá hverjum, er vera skyldi. Og í elsku sinni og dásamlegri hand- léiðslu fer alvís og algóður Guð ótal leiðir og löngum fyrir manna sjónum ólíklegustu leið- ir til að hjálpa sínu breyzka barni til æðri fullkomnunar, gegnum gleði og sorgir, til- hlökkun og vonbrigði, hrasanir og breyskleik. Og enginn eðlis- munur er á manni, hvort hann er maður eða kona, piltur eða stúlka, barnið í vöggunni, full- tíða, starfandi maður eða hið hruma, ósjálfbjarga gamal- menni Hjá öllum er það mann- leg sál, sem máli skiptir, en ekki hið ytra gerfi. hefi löngum fellt ástarhug til lítilla barna vina minna, séð þau vaxa upp fyrir augiun mínum, og einatt haft nokkur afskipti að þeim, meiri og minni. Það væri undarlegt, ef ég ætti að hætta að elska þau og finna yndi í samfélagi þeirra, þegar þau verða stór. I óspilltri barnslundinni finn ég brot af samfélagi heilagra á þessari jörð, í því sem minnir á einlægni barnsins, í trúnaði, í tryggð og trausti hjá hinum fulltíða, körlum og konum, í heilbrigðri, þakklátri gleði æskumannsins fyrir þá náðar- gjöf að vera til, í hljóðum, þol- inmóðum harmi hins mædda manns, í þakklæti fyrir samúð eða veittar velgerðir, í þolin- móðri bið hins hruma gamal- mennis eftir lausninni frá þess- um dauðans líkama. Ég hefi löngum hrærst í mín- um huga við samfélag heilagra á þessari jörð og fengið að njóta yndis í því samfélagi. I því hef- ir falist fyrir sjálfan mig heil kenning og þá mátt sjá og vita eins og opnar dyr inn á fyrir- heitsins lönd, þar sem hið ófull- komna, sem hér er, verður full- komið. Og ég fagna við þá trú og öruggu vissu, að það sem hér löngum, þrátt fyrir þrá og viðleitni til æðri fullkomnunar, blettast af syndum og sora verði hreint, fagurt og full- komið, líkt og heiðríkt himin- hvolfið í sinni óendanlegu hæð og dýpt til dýrðar Drottni um eilífar aldir. Séra Halldór Jónsson, Reynivöllum. prestsembætti við dómkirkjuna. Hugur hans og fjölskyldu hans leitaði heim og þar kom að hann ákvað að sækja. Hlaut hann kosningu og veitingu fyrir 2. prestsembættinu við dómkirkj- una 29. júní 1925. Það var mikill fögnuður vina séra Friðriks og raunar flestra Reykvíkinga þegar hann kom aftur heim ásamt fjölskyldu sinni: frú Bentínu konu sinni og 5 börnum þeirra.. Guðsþjón- ustur hans urðu mjög fjölsóttar og góðvild hans og einlægni í prestsstarfinu laðaði alla að honum. Hann fagnaði því að vera kominn heim aftur, þótt hann saknaði hinsvegar mjög safnaða sinna og vina í Vestur- heimi, enda varð sambandið milli hans ög þeirra, sem hann starfaði þar fyrir, einkar hlýtt og ánægjulegt í alla staði. Enn í dag á séra Friðrik aðdáendur og vini vestra, sem aldrei munu gleyma honum. - Þeir sýndu það oft söfnuðirn- ir, sem hann starfaði hjá í Vest- urheimi að þeir kunnu að meta starf hans og minntist séra Friðrik þess oft hve einlæga og góða vini hann hefði átt þar. Allri hinni íslenzku þjóð er í fersku minni starf séra Frið- riks í dómkirkj usöf nuðinum. Hann átti vinsældum ajð fagna, sem prédikari. Börnin báru nafn hans á vörum og hlökk- uðu alltaf til er þau áttu von á að fá að hlusta á hann í út- varpinu. En þar talaði hann oft við þau og annaðist mörgum sinnum barnatímana þar, sem hann sannarlega átti sinn þátt í að gjöra vinsæla. , Séra Friðrik unni prestsstarf- inu og þá var hann jafnan glað- astur er mest var að starfa. Hann var líka mjög heilsugóð- ur og léttur í lund. Hann átti gleði hins kristna manns. Þess vegna birti í raun og veru alls staðar þar sem hann kom. Hann átti kýmnigáfu en notaði hana þó ekki til þess að særa, heldur til þess að gleðja og reka á burt ólund og hugarvíl. Embættismaður var séra Friðrik með ágætum: starfsam- ur, áhugasamur, félagslyndur og ríkur af þrá eftir að fegra og bæta lífið í kring um sig. Formfastur var hann. Embætt- isbækur og plögg í þeirri reglu að fágætt er. Hann þoldi ekki að sjá óreiðu í skrifstofu starfi. Lítill blaðsnepill, sem geyma þurfti, en var að flækjast, gat orðið honum mikið aðfinnslu- efni. Hver hlutur á sínum stað. Og sérhvert verk svo vel unnið, að eigi yrði að fundið. Pi’ófastur í Kjalarnespró- fastsdæmi var séra Friðrik skipaður 27. maí 1938 og dóm- prófastur í Reykjavík 1. marz 1941. Jafnframt prestsstörfunum í dómkirkjusöfnuðinum var séra Friðrik aftur prestur við Laug- arnesspítala og Kópavogshæli frá 1928. Þá gegndi séra Frið- rik enn ýmsum trúnaðarstörf- um. Hann átti sæti í stjórn Prestafélags íslands um all- mörg ár. I útvarpsráði var hann 1930—1935. Hann var um skeið- formaður í ensk-íslenzka félagihu „Anglia“. Hin síðari ár var hann ritari Þjóðræknis- félags Islendinga og rækti öll þessi störf með mikilli prýði. Hann kunni manna bezt fagra framgöngu. Hann kunni að taka þátt í gleði og hamingju ann- ara manna, en líka að taka bróð- urlega í hönd þeirra, sem báru byrði harma og lífserfiðleika. Séra Friðrik ritaði margar bækur fyrir börn, sem urðu mjög vinsælar. Hann samdi meðal annars Kristinn fræði, bók handa fermingarbörnum, sem víða er notuð í landinu. Kona séra Friðriks var hon- um samhent og var heimilí þeirra með fögrum svip. Húu lifir mann sinn ásamt börnum þeirra öllum. Séra Friðrik var frábær heimilisfaðir. Enda rík- ir sár harmur í hópi ástvina hans næi’ og fjær við fráfall hans. Starfsbræður séra Friðriks eiga um hann hina fegurstu minningu og blessa látna bróð- urinn og vininn. Kirkja Islands óskar sér þess að eiga marga þjóna líka hon- um. Þá mun vel fara. Þá muu verða bjart yfir framtíðarstarfi í víngarði hennar. Rödd séra Friðriks er þögn- uð. En minning hans lifir — og víða munu frækornin, sem hanu sáði, bera ávöxt. Hann átti bjartsýni í orðsins bezta skilningi. Hann var trú- aður. Þessvegna hafði hann^ eins og vitur maður sagði, „ráð á að vera frjálslyndur". Hann trúði því að föðurást Guðs og kærleiki gæti aldreí brugðist. Og í dauðanum horfðl hann hugrór heim í trausti og trú. S. S. -------—-— KIRKJURITIÐ Kirkjuritið 2. hefti þessa ár- gangs er nýlega komið út. Er það fjölbreytt að efni og flytur bæði greinar og ljóð. Af grein- um má nefna: Sáluhjálparstarf í Svíþjóð eftir séra Benjamíu Kristjánsson. Norðan úr fá- ménninu, eftir séra Jónmuná Halldórsson. Hvar var síðastl sigurinn unninn eftir séra Frið- rik J. Rafnar vigslubiskup. Náðar gáfa veikleikans eftir séra Ölaf Ólafsson. Grein um séi’a Pál Jónsson í Viðvík ásamt prédikun eftir hann. Utanlands og innan eftir ritstjórann. Hug- vekja eftir Brynleif Tobíasson. Gamla versið í Hlíð eftir Svein- björn Guðmundsson, fréttir og fleira. Sálmar og ljóð eru í ritinu eft- ir Valdimar Snævarr, séra Magnús Guðmundsson, séra Sig- urð Norland o. fl.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.