Kirkjublaðið - 12.09.1949, Qupperneq 1
VII. árg.
Reykjavík, mánudaginn 12. september 1949.
15. tbl
Þverárkirkja í Laxárdal
Að Þverá í Laxárdal í S. Þing-
eyjarsýslu er kirkju getið í
Auðunnarmáldaga um 1318 og
eru þá í sókninni talin vera 5
bænahús. Kirkjan var Péturs-
kirkja og Þverá mun verið hafa
prestssetur um alllangt skeið í
kaþólskum sið. Síðan varð
kirkjan útkirkja frá Grenjaðar-
stað og hefur svo verið fram til
þessa dags. Um nokkurt skeið
eftir 1890 var Þvérá þjónað frá
Helgastöðum.
Eigi er mér kunnugt um hvar
bænahús þessi fimm hafa stað-
ið, en áreiðanlega munu bæna-
hús hafa verið á Halldórsstöð-
um, Hólum og Kasthvammi,
enda getur Árni Magnússon þess
í jarðabók sinni.
Þverárkirkja er og hefur
jafnan verið bændakirkja. Er
það steinkirkja byggð árið 1878,
traustlegt hús, en ekki stórt og
lágur turn á þaki. Henni hefur
og jafnan verið sómasamlega
við haldið.
Við biskupsvisitaziu árið
1892 eru helztu gripir kirkj-
unnar taldir þessir:. Altaris-
tafla, máluð af Arngrími Gísla-
syni eftir erlendri fyrirmynd,
kaleikur með patínu og dúk,
trébaukur gamall undir altaris-
brauð, tveir stórir altarisstjak-
ar úr silfurpletti, ljósahjálmur
úr gleri með 8 ljósapípum,
kirkjuorgel dágott og tvær væn-
ar klukkur í kirkjuturninum.
Séra Árni Sigurðsson
Séra Árni Sigurðsson frí-
kirkjuprestur hefur um skeið
verið sjúkur og legið í Landa-
kotsspítala. Er hann nú á bata-
vegi, en mun þó verða að halda
sér frá störfum í nokkra mán-
uði.
Vígsla Möðrudalskirkju
á Fjöllum
Sunnudaginn 4. sept. síðastl.
vígði biskupinn nýja kirkju í
Möðrudal á Fjöllum í N.-Múla-
prófastsdæmi. Möðrudalssókn
er minnsta kirkjusókn á land-
inu. I henni eru aðeins tveir
bæir, Möðrudalur og Víðidalur.
í Möðrudal var örlítil timbur-
kirkja, gömul og hrörleg. Fauk
hún af grunni og ónýttist með
skýjaþykkninu og svipti burt
þokunni er sveipað hafði hin
tignu fjöll í suðri óg vestri, og
blasti nú við öræfafegurðin í
öllum sínum hreinleika og heill-
andi dýrð.
Biskupinn framkvæmdi vígsl-
una og flutti vigsluræðu frá alt-
ari, en prófasturinn séra Jakob
Einarsson á Hofi og sóknar-
Kirkjan í Mfiðrudal.
öllu árið 1926 og hefur verið
kirkjulaust þar síðan. En nú
hefur Jón bóndi Stefánsson í
Möðrudal reist þarna á sinn
kostnað myndarlega og snotra
kirkju, er rúmar' í sæti um 50
manns eða nokkru fleira en
sóknarfólkið allt. Þetta er stein-
kirkja með forkirkju og turni
og setur að verulegu leyti nýj-
an svip á staðinn.
Kirkjuvígslan hófst laust fyr-
ir klukkan 2 e. hád. Hafði verið
regn um nóttina og þoka grúfði
yfir fjöllunum fram til hádegis,
en þá brauzt sólin fram úr
presturinn séra Sigurjón Jóns-
son í kirkjubæ töluðu úr pré-
dikunarstóli Vígsluvottar, er
aðstoðuðu við athöfnina, voru
séra Magnús Már Lárusson,
séra Pétur Sigurgeirsson, séra
Sigmar Torfason og séra Sveinn
Víkingur. Kór úr Mývatnssveit
annaðist sönginn undir stjórn
Sigfúsar Hallgrímssonar í Vog-
um. Mikill mannfjöldi víðsveg-
ar að af Norður- og Austurlandi,
um eða yfir 200 manns, hafði
safnast heim á staðinn, þrátt
fyrir óálitlegt veður um morg-
uninn, sem og hitt að um óra-
vegu er þangað að sækja frá
öðrum byggðai'lögum. Rúmaði
ekki kirkjan nema lítinn hluta
þessa mikla mannfjölda. En í
lok athafnarinnar kallaði bisk-
up mannfjöldann úti fyrir inn
í kirkjuna og hélt stutta en
áhrifaríka ræðu en síðan sungu
allir sálminn: Son Guðs ertu
með sanni. Þótti ganga undri
næst hve margir gátu staðið
inni í kirkju þeirri er Jón bóndi
hafði látið gera. Var mér tjáð
að út úr kirkjunni, að lokinni
athöfninni, hefðu verið taldir
rösklega hálft annað hundrað
manna.
Jón í Möðrudal hefur með
kirkjusmíð þessari sýnt frá-
bæra fórnfýsi, áhuga og dugn-
að. Hefur hann að mestu leyti
einn starfað að byggingu og
skreytingu kirkjunnar og oft
unnið að því bæði nætur og
daga. Viðtökurnar í Möðrudal
voru hinar höfðinglegustu og
gestum óspart og rausnarlega
veittur beini, kaffi og matur á
borðum óslitið frá morgni til
kvölds, því ekki leyfðu húsa-
kynni að nema lítill hluti hins
mikla gestafjölda gæti setið að
borði í senn. En hér var ósvikin
íslenzk rausn og risna, sem gam-
an var að finna og kynnast.
Vígsluathöfn þessi var öll hin
ánægj ulegasta og virðulegasta.
Hinn mikli mannfjöldi sýndi
ljóslega hversu sterk og traust
ítök kirkjan á í hjörtum fólks-
ins, og sólskinið og öræfafeg-
urðin hjálpaði til að- gera dag-
inn gestunum dýrmætan og ó-
gleymanlegan.
Og nú gnæfir turn hins ný-
vígða guðshúss hátt yfir húsin
í Möðrudal og setur svip á stað-
inn. Á efsta bæ á íslandi innst
í faðmi öræfanna bendir hann,
þessi hvíti turn kirkjunnar í
Möðrudal, hugum heimafólks og
vegfarenda til himins. En um-
hverfis er hinn víði og fagri
sjónhringur — öræfanna hljóða
fegurð, tign og kyrrð.
S. V.
Hermann Gunnarsson
vígður tíl Skútustaðar-
prestakalls
Sunnudaginn 28. f. m. vígði
biskupinn cand. theol. Harmann
Gunnarsson í Dómkirkjunni til
Skútustaða í Suður-Þingeyjar-
prófastsdæmi.
Vígslu lýsti séra Friðrik A.
Friðriksson prófastur á Húsa-
vík. Séra Jón Auðuns þjónaði
fyrir altari. Auk þeirra beggja
voru vígsluvottar þeir séra Jón
Thorarensen og séra Magnús
Már Lárusson. Hinn nývígði
prestur prédikaði. Séra Her-
mann er kvæntur Sigurlaugu
Þóreyju Þorsteinsdóttur frá
Vestmannaeyj um.
— ----—-—
Niemöller og
játningarnar
Þýzka blaðið Christ und Welt
skýrir frá því, að á þingi játn-
ingakirkjunnar í Frankfurt am
Main nýlega hafi Niemöller
haldið ræðu, þar sem hann hafi
varað við þeirri hættu, að hin
einstrengingslega áhersla (játn
ingarkirkjunnar) á játningar-
ritin eyðilegði það star'f, sem
þegar er hafið til að sameina
allar mótmælendakirkjurnar
I þýzku.
j Þetta gæti verið lærdómsríkt
j fyrir þá, sem ákafastir eru í að
vilja fella játningafjötrana á
kirkjurnar, og vitna um leið
mjög í hinn fræga þýzka kirkju-
leiðtoga. Honum sýnist vera.
farið að vera nóg boðið í þeim
efnum í Þýzkalandi.