Kirkjublaðið - 17.10.1949, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 17.10.1949, Blaðsíða 3
KIRKJUBLAÐIÐ 3 \ Sér Arni Sigurðssnn Fæddur 13. sept. 1893 - Dáinn 20. sept. 1949 ln memoriam Það hefir komið greinilega í ljós, að séra Árni var íslenzku þjóðinni kær og dýrmætur son- ur. Minnist ég þess ekki að jafn mikið fjölmenni hafi verið sam- an komið við útför í Reykjavík síðustu 10 árin, og á útfarar- degi hans, hinn 29. f. m.Og það er alveg víst, að það er mikið áfall fyrir kirkju og kristni Is- lands er jafn ágætur og glæsi- legur starfsmaður og hann var, hnígur í valinn á mjög góðum aldri og í fullu starfsfjöri. Fæddur var hann í Gerðiskoti í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu, 13. dag septembermánaðar 1893. Foreldrar hans eru þau hjónin Sigurður Þorsteinsson fyrrum bóndi að Flóagafli og síðar fast- eignasa.li í Rvík, og Ingibjörg Þorkelsdóttir, bónda Jónssonar í Óseyrarnesi. Er ætt séra Árna öll í Árnes- og Rangárvalla- sýslum. Fjögurra ára gamall flutti hann með foreldrum sínum að Tryggvaskála við Ölvesár- brú og þaðan eftir eitt ár að Helli í Ölvesi. Þegar hann var 10 ára fluttu foreldrar hans á Eyrarbakka, en þar dvaldi hann ásamt þeim til ársins 1910, en þá fluttist hann með þeim til Reykjavíkur. Bæði við heima- fræðslu og barnaskólanám á Eyrarbakka kom í Ijós að hann var mjög bókhneigður og að námsgáfur hans voru óvenju góðar. Hann var fermdur í Eyrarbakkakirkju vorið 1907 af séra Gísla Skúlasyni að Stóra- Hrauni. Á árunum 1914—’19 las séra Árni mjög mikið og einkum hneigðist hugur hans þá að jarðfræði, jurtafræði og efna fræði. Naut hann kennslu í efnafræði hjá Ásgeir Torfasyni efnafræði hjá Ásgeiri Torfasyni ýmsar athuganir á því sviði í að byggingu kirkjunnar og því, að hún mætti verða sem vegleg- ust, er Kirkjublaðið beðið að færa alúðar þakkir sóknar- nefndar og safnaðar. Núpi, 2. júní-1949. Haickur Kristinsson form. sóknarnefndar. rannsóknarstofu hans. En í ljós kom að hugur séra Árna stefndi æ meir að hinum andlegu mál- um. Hann var innilega trú- hneigður og laðaðist hugur hans æ meir að guðfræði og prests- starfi. Lauk hann gagnfræða- prófi vorið 1914 oghafði þá les- ið það, sem til prófsins þurfti utanskóla. Veturinn 1914—1915 sat hann í 4. bekk hins alm. Menntaskóla Reykjavíkur. — Næsta vetur las hann náms- greinar 5. og 6. bekkjar utan- skóla og lauk síðan stúdents- prófi vorið 1916. Um haustið lét hann innritast til guðfræði- náms við Háskóla íslands. Næsta vor tók hann próf í for- spjallavísindum og grískupróf 1918. Embættisprófi lauk hann í febrúarmánuði 1920. Við öll próf sín hlaut séra Árni mjög góðar einkunnir. Eftir embætt- isprófið veitti Háskólaráð hon- um 2000 króna styrk til frekara náms erlendis. Dvaldi hann í Danmörku um 8 mánaða skeið og stundaði trúarheimspeki við háskólann þar, einkum í sam- bandi við rit danska spekings- ins Kierkegaards. Enn dvaldi hann um tíma við Uppsalahá- skóla í Svíþjóð. Sumarið 1921 kom hann svo heim til íslands aftur. Sótti hann þá um Garða- prestakall á Akranesi, en náði ekki kosningu. Framan af vetri 1921—1922 ferðaðist séra Árni um Austur- land í erindum Góðtemplara, en í félagi þeifra var hann frá 12 ára aldri og var bindindismálið honum alla tíð hjartfólgið mál. Árið 1922 hætti séra Ólafur Ólafsson frá Arnarbæli störf- um, sem prestur fríkirkjusafn- aðarins í Reykjaví. Séra Árni réð af að sækja um embættið er það var auglýst til umsóknar, enda mun séra Ólafur hafa hvatt hann til þess og eindreg- ið óskað eftir honum sem eftir- manni sínum. Kosning fór fram 22. maí 1922 og hlaut sérá Árni 1248 atkvæði, af 1663, sem greidd voru. Var hann svo vígð- ur til embættis síns af biskupi íslands dr. theol Jóni Helgasyni 27. júní s. á. Með honum vígðist séra Björn O. Björnsson. Séra Árni tók formlega við embætti sínu 1. september 1922. Hófst nú hið annaríka og víð- tæka prestsstarf séra Árna. — Söfnuðurinn óx að meðlimatölu. Hinn ungi prestur laðaði að sér og voru guðsþjónustur hans ágætlega sóttar. Fór þegar orð af honum sem prédikara, og prestsstörfin öll vann hann þannig, að menn dáðust að. — Tekið var að útvarpa guðsþjón- ustum úr báðum kirkjunum í Reykjavík, dómkirkjunni og frí- kirkjunni og varð séra Árni mjög vinsæll útvarpsprédikari. Ræður hans voru oftast mjög góðar. en aldrei lélegar. Þær vofu bornar uppi af innilegri trúártilfinningu, góðri mennt- un, bjartsýni, víðsýni og frjáls- lyndri hugsun. Séra Árni fylgdi ávalt fast frjálslyndri trúar- skoðun. Hann bar ríkar þakkir í huga til hinna frjálslyndu ' kennara sinna, prófessoranna 'Haralds Níelssonar, Magnúsar Jónssonar og Sig. P. Sívertsen og minnist hann með mikilli ánægju dvalar sinnar í guð- fræðideildinni og námsins undir handleiðslu þessara manna. í „vitae pastorum“, segir séra Árni meðal annars þetta: ,,Það var mér mikill ávinningur að frjálslynd guðfræði skipaði þar öndvegi jafnan“. En kjarni pré- dikunar séra Árna var ekki guð- fræðin heldur Kristur og fagn- aðarerindi hans! i ,,Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs“, sagði hann s. 1. vor í prédikun. — „Það er mín trúarjátning". — Séra Árna var það ekki nóg að prédika. Hann óskaði að starfa að hug- sjónum sínum og áhugamálum. Hann þráði að gera bjartara í lífi manna. Honum var það inni- legt gleðiefni að sjá viðleitni þeirra til hins góða. Þessvegna vildi hann hjálpa ofdrykkju- mönnunum til nýs lífs, styðja barnið, sem fáa átti að, og sjó- manninn, sem skortir skjól, er að landi kom. Þessa þrá eftir að vera öðrum til styrktar, mátti . ávalt finna bæði í prédikun hans og starfi. Séra Árni var mikill starfs- I maður og afkastaði miklu. — Hann sat löngum í tómstundum 1 við skrifborð sitt og ritaði í blöð og tímarit og bjó sig undir 1 að láta bækur koma út frá sinni hendi. — En þó vanrækti hann aldrei skyldur sínar í heimilinu. 1 Þar er um hann yndisleg og fög- | ur minning. Kvæntur var hann ' Bryndísi Þórarinsdóttur prests frá Valþjófsstað, Þórarinsson- ar, mikilhæfri og ágætri konu, sem var honum sannur vinur og samhent í störfum. Börn þeirra eru þrjú, Ragnheiður og Ingi- björg, sem báðar eru giftar og Þórarinn, sem er 16 ára. Séra Árni var fjölhæfur gáfu maður og hreinn í hjarta. Hann var einn af þessum traustu og góðu sonum Islands, sem þjóðin má ekki missa. Skarðið sem eft- ir er er vandfyllt. — Og í hópi okkar vina hans og samherja er dapurt og tómlegt þegar hann er farinn. Ég þakka þér vinur, sam- starfið. Það var ekkert, sem okkur skyldi þótt kirkjan þín héti öðru nafni. Þú varst góður samherji og vinur. Ég þakka þér samverustundir okkar, í starfi, í erfiðleikum okkar og baráttu, þakka þér minningarnar frá björtum og helgum stundum. Guð blessi íslenzku kirkjunni og þjóðinni allri minninguna um þig. S. S. Séra Theódór Jónsson látinn Hann andaðist að Bægisá hinn 5. okt. s. 1. Hann fæddist 16. maí 1866 á Auðkúlu í Svína- dah Foreldrar hans voru Jón Þórðarson prófastur á Auðkúlu og kona hans Sigríður Eiríks- dóttir. Hann varð stúdent í Reykjavík vorið 1886. Gekk þá þegar í Prestaskólann og lauk þar embættisprófi árið 1888. Um tíma stundaði hann barna- kennslu eftir að hann hafði lok- ið námi sínu, en sótti því næst um Bægisárprestakall í Eyja- fjarðarprófastsdæmi og fékk veitingu fyrir því 12. júní 1890. Yar hann vígður til prestakalls- ins af herra Hallgrími Sveins- syni biskupi 29. j úní og þjön- aði ávalt Bægisárprestakalli þar til er hann, fyrir aldurs sakir, fékk lausn frá embætti 1. júní 1941. Kvæntur var séra Theodór Jóhönnu Valgerði Gunnarsdótt- ur prests á Svalbarði og Ljósa- vatni, Gunnarssonar og eignuð- ust þau þrjár dætur. Síðan séra Theodór hætti prestskap hafa þau hjón búið að Bægisá. Lagðist Bægisár- árprestakall niður, sem sérstakt prestakall, er séra Theodór hætti störfum og er því nú þjón- að af sóknarprestinum í Möðru- vallaprestakalli. Séra Theodór var mætur mað- ur. Hann var sérstaklega grand- var í öllu sínu lífi ‘og gaf þar fagra og góða fyrirmynd. Hæg- ur í framgöngu og hjálpsamur og góðviljaður í allra garð. — Hann var ávalt mjög hlédrægur og gekk fram í klæðum hins hógværa kyrláta anda. Var sóknarbörnum hans mjög hlýtt til hans og er hans af öllum þeim, sem starfa hans nutu minst þakklátum huga. Minn- ing hans verður því öllum þeim, sem honum kynntust, kær. Hann umgekkst meðbræður sína með bróðurhug og benti öðrum með dæmi sínu á að ganga veg friðar og hreinleika. Kirkjan þakkar líf og starf þessa trúa þjóns og biður hon- um blessunar Guðs. S. S. Alþjóðaþing Framh. af 1. síðu. skyldu vora og fela Guði síð- an allt. Vér trúum því, að í vorri órólegu samvizku fá- um vér heyrt Guð tala til vor, þar sem hann sé að leita vor og bræðra vorra, og að á þeim vegum getum vér fund- ið þann frið, sem æðri er öll- um skilningi. * Forseti fyrir þeirri þing- deildinni, sem fjallaði um hið trúarlega uppeldi, einkum æsku- lýðsins, var Ernest W. Kuebler, frá Bostoh. Ályktanir hennar voru meðal annars þessar: Meðlimir hinnar trúarlegu uppeldismáladeildar láta í ljós gleði sína yfir að hafa fengið tækifæri til að ræða saman hin trúarlegu uppeldismál, sem eru mjög þýðingarmikil fyrir frjálslyndar kirkjur nú- tímans. Vér erum sannfærðir um, að framtíð kirkjunnar sé undir því komin aðunniðsénú fyrir æskulýðinn ogaðkirkjan í heild notfæri sér þá reynslu, sem af því starfi fæst. Vér lítum svo á, að trúaruppeldis- starfið eigi að vera fastur lið- ur í starfi I. A. R. F., og að vegna þess að hið trúarlega uppeldi á að vera ævilangt viðfangsefni hvers manns, beri kirkjunni að eiga fast- mótaða starfsskrá um það efni. Á þessu sviði ber kirkj- unni einnig að vinna fyrir þá, sem utan hinna eiginlegu vé- banda hennar standa. Trúin og heimilin. Vér sjá- um að heimilið gæti verið hin áhrifaríka miðstöð trúarlegs uppeldis. En til þess að kirkj- an geti rækt skyldur sínar í þessum efnum við heimilin verður hún að fá foreldrun- um í hendur tækin til að vinna þetta verk, fá þeim í hendur bækur, veita þeim fræðslu og leiðsögn. Vér bend um á, að í þessum efnum er merkileg reynsla fengin hjá sambandi foreldra og kenn- ara í kristnum fræðum, sem haldið hefur umræðufundi foreldranna og kennaranna og tekið til meðferðar grundvall- aratriði trúarinnar og höfuð- vandamál önnur í lífi samtíð- arinnar. * Forseti þingdeildarinnar, sem f jallaði um afstöðu kristindóms- ins til annarra trúarbragða, var Próf. Dr. C. J. Bleeker, og voru ályktanir þeirrar deildar í fimm liðum, meðal annars þessar: 1. I afstöðu vorri til annarra trúarbragða verðum vér af- dráttarlaust með öllu að við- urkenna allt, sem er gott og satt í þeim. Vér verðum að bera virðingu fyrir sannind- um þeirra og kenningum, án þess þó að bregða nokkrum- Framh. á 4, síðu.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.