Kirkjublaðið - 17.10.1949, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 17.10.1949, Blaðsíða 4
™ c n a Jörðin hefir gefið ávöxt sinn. Guð, vor Guð blessar oss. Sálm. 67.7. Mánudaginn 17. okt. 1949 Hver, sem upp sker fær laun og safnar ávexti til eilífs lífs til þess að bæði sá, sem sáir, og sá, sem upp sker, geti glaðst sam- eiginlega. Jóh. 4. 36. — Alþjóðaþing Framh. af 3. síðu. öfgafullum hugsæisljóma yf- ir þau. 2. Vér hyggjum, að alls staðar á jörðunni hafi mennirnir sömu vandamálin við að stríða, hvort sem þau eru þjóðfélagsleg vandamál eða önnur. 3. Vér trúum því, að um guð- lega opinberun sé einnig í öðrum trúarbrögðum að ræða, en fyrir oss hefur fagnaðarerindi Krists hið æðsta og endanlega gildi. * Af ályktunum þessum, sem þingdeildirnar komu sér saman um, er ljóst í hverja átt umræð- ur hafa hnigið. Oft var það ljóst af orðum fulltrúanna frá ýms- um löndum, að ekki þótti þeim blása byrlega sem æskilegt væri fyrir frjálslyndið í trúmálum og stjórnmálum þjóðanna. Þar mæltu ekki sízt miklum alvöru- orðum fulltrúarnir sumir frá Þýzkalandi. En þar hefur kirkj- an, líklega mest fyrir áhrif Karls Barth, hnigið ískyggilega mikið til afturhalds, vonleysis um manninn og gamalla kenn- ingafjötra. Margir fulltrúar ætluðu að sækja þingið frá Tékko-Slovakíu með Dr. F. Kovar, patríark í Prag í broddi fylkingar. En af skiljanlegum ástæðum kom enginn fulltrúi þaðan til Amsterdam. Og með þessar staðreyndir fyrir augum, j hina kommúnistísku þvingun t annars vegar og vaxandi kirkju legt afturhald í sumum löndum hins vegar, var þessi ályktun gerð í lok þingsins: „Andspænis heimi, þar sem kyndlar persónulegs frelsis eru enn að nýju víða slökktir og andspænis sívaxandi hættu af alræði ríkisins annarsveg- ar og kirkjunnar hinsvegar, lýsir 13. þing I. A. R. F. yfiri óhagganlegri trú sinni á nauðsyn borgaralegs og trú- arlegs frelsis um heim allan, svo að mannsandinn óhlekkj- aður og óbundinn megi ná þeim markmiðum, sem hann er skapaður fyrir“. Þegar þessi ályktun hafði verið gerð, var þinginu slitið með áhrifamikilli kvöldsam- komu í Mennonítakirkjunni í Amsterdam. Eftirtektarvert var fyrir ís- lenzkan mann, sem vanur er af- skiptaleysi valdhafanna af kristilegu starfi, hve málsmet- andi hollenzkir menn sinntu þessu þingi í Amsterdam. Borg- arstjórinn í hinurh sögufræga bæ Alktmaar tók á móti þing- heimi í hinu fornfræga ráðhúsi sínu og flutti ágæta ræðu um gildi kristindómsins. Hinn kunni borgarstjóri í Rotterdam, sem er mjög mikils metinn af ! þjóð sinni sem mikilmenni, kom til Amsterdam og flutti erindi, langt og snjallt fyrir þingheimi um boðskap hins frjálslynda kristindóms, og talaði af djúpri alvöru og mikilli þekking. Loks tók borgarstjórinn í Amsterdam á móti erlendu fulltrúunum á þinginu og ávarpaði oss með ræðu um kristindóminn og sam- tíð vora, sem tekið var með mikl- um fögnuði. Athyglisvert var um alla þessa kunnu menn í þjóðlífi Hollendinga, að ræður þeirra báru engan svip af því yfirborðskennda og marklausa hjali, sem tíðast er, þegar menn í háum stöðum ávarpa kristileg þing og samkomur í „represen- tativ“ tilgangi, — og enn það, að allir þessir menn voru sann- færðir um, að frjálslyndur víð- sýnn og kreddulaus kristindóm- ur einn næði eyrum samtíðar- innar, hann einn gæti bjargað framtíð Evrópu. Hollendingar eru elskuleg og gestrisin þjóð. Það fékk ég að reyna, þar sem ég var gestur ihollenskra hjóna, sem veittu mér allan góðan beina og þutu með mig í bílnum sínum víðs- vegar um hið fagra og frjó- sama land, þar sem tæknin ger- ir mararbotninn á fáum árum að friðsælum bændabýlum og þekur nytjagróðri og blóma- breiðum landið, sem bárurnar léku sér fyrir fáum árum. En það er aftur önnur saga og merkileg, já, furðuleg á sinn hátt. Jón Auóuns. Prestsembættið við Fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. janúar. 1950. Umsóknir sendist formanni safnaðarstjórnar, Sigurði Halldórssyni, Þingholtsstræti 7, Rvík. Reykjavík, 1. október 1949. Safna'ðars tj órnin. I Kirkj ufundurmn Ut af samþykkt Kirkjuráðs, sem birt var í síðasta Kirkju- blaði vill Undirbúningsnefnd hinna almennu kirkjufunda taka fram: 1. Bréf nefndarinnar var sent til biskups 12. febr. 1949, en í því var þess farið á leit, að „Kirkjuráð“ greiði úr Prestakallasjóði kostnað við fundarhaldið, svo sem verið hefur venja, en á fundi Kirkjuráðs 16. septbr. var þessari beiðni synjað. 2. Það var ekki fyrr en 23. júní síðastl. að ákveðið var að boða til kirkjufundarins dagana 16.—18. oktbr., en honum var síðar frestað til 30. oktbr., vegna Alþingis- kosninganna. Af þessu sést, að það liðu sjö mánuðir frá því umrætt bréf var sent þar til það var tekið fyrir í Kirkjuráði, en undir- búningsnefnd mundi hafa verið fús til samvinnu við biskup og Kirkjuráð um undirbúning fund arins, ef ósk um það hefði kom- ið fram, enda þótt nefndinni sé ekki kunnugt um að f járveiting til þessara funda hafi áður ver- ið skilyrðum bundið. Um fundartímann er það að segja, að hann er nú ákveðinn um sömu helgi og síðast, en þá var fundurinn haldinn 2.—4. nóv. 1947. Fyrirkomulag fund- arins er með sama hætti og áð- ur, eins og dagskráin ber sér. sér. Undirbúningsnefnd hinna alm. kirkjufunda. Sigurbjörn Á. Gíslason, formaður. Sigurjón Guðjónsson, ritari. Athugasemd Blaðið taldi rétt að birta of- anskráða grein, enda þótt, eigi sé fyllilega ljóst yfir hverju nefndin er að kvarta. Á fundi Kirkjuráðs 14. febr. síðastl. var lögð fram beiðni um fjárstyrk til kirkjufundar, en afgreiðslu málsins frestað til fundar, sem allir kirkjuráðs- menn sætu. Næsti fundur ráðs- ins var haldinn 22. marz, en þá voru aðeins 3 kirkjuráðsmenn mættir og því ekki unnt að af- greiða þessa beiðni nema brjóta samþykkt næsta fundar á und- an. Þriðji fundur ráðsins var haldinn 16. sept. síðastl. Þá voru allir kirkjuráðsmenn mættir, málið tekið fyrir og styrkbeiðn- inni synjað á þeim forsendum að hvorki hefði undirbúnings- nefndin ráðfært sig á neinn hátt við biskup eða kirkjuráðið um ákvörðun fundartíma né fyrir- komulag fundarins. Það er því algjörlega út í hött að bregða kirkjuráði um nokkra van- rækslu í sambandi við þetta mál Málið var tekið fyrir í kirkju- ráði — ekki sjö mánuðum eftir að bréf nefndarinnar var sent, eins og nefndin tekur fram — , heldur aðeins tveim dógum eftir að bréfið var skrifað. En í tilefni af greininni þyk- ir rétt að taka þetta fram: 1. Á síðasta almennum kirkju- i fundi voru þverbrotnar þær |venjur, er gilt höfðu um val undirbúningsnefnda slíkra funda. 1 stað þess að velja í nefndina menn úr öllum lands- fjórðungum, svo sem tíðkast hafði, voru í nefndina eingöngu valdir menn úr Reykjavík og nágrenni hennar. I stað þess að velja menn bæði úr hópi þeirra, sem fylgdu íhaldssamri guð- fræðistefnu og hinna, sem frjáls lyndir eru, var með áróðri og leynisamtökum því til vegar komið að allir nefndarmenn væru valdir úr flokki þeirra íhaldssömu, enda þótt vitað sé, að þeir eru í stórkostlegum minnihluta innan kirkjunnar og enda þótt til þess yrði að víkja biskupi landsins og formanni Prestafélagsins úr nefndinni. Þetta gjörræði hlaut að vekja gremju margra og tortryggni á það, að hin nýkjörna undirbún- ingsnefnd gæti orðið þess um- komin að undirbúa almennan kirkjufund þjóðkirkjunnar. 2. Síðan hefir komið í ljós, að þessi nefnd hefir boðað til kirkjufundar í Reykjavík á þeim tíma, þegar engin tök voru á því fyrir allan þorra manna að sækja hann, þ. e. a. s. rétt fyrir alþingiskosningarnar. Eft- ir að á þetta var bent hér í blað- inu, hefir nefndin að vísu aug- lýst frestun á fundinum til 30. október en sá tími er einnig svo óheppilega valinn að engar lík- ur eru á að fundur þessi verði sóttur nema úr Reykjavík og ná- grenni hennar. 3. Nefndin hefir varast að hafa nokkur samráð við Kirkju- ráð eða biskup, um fundarboð- an þessa eða dagskrá fundarins. Og svo langt hefir nefndin geng- ið, að hún í sambandi við fund þenna auglýsir einhverja kirkju sýningu, sem einstakir menn, er ,hún nafngreinir, hafi undirbúið. Hér hefir nefndin bersýnilega farið langt út fyrir verksvið sitt. Það er með öllu óverjandi að halda sýningu í nafni kirkj- unnar án þess, að kirkjustjórn og kirkjuráð séu þar með 1 ráð- um. Það liggur í augum uppi, að ef kirkjusýning á að gefa rétta mynd af íslenzkri kirkju, starfi hennar og þýðingu henn- ar fyrir þjóðlíf og menning í fortíð og nútíð þá verður að vanda til slíkrar sýningar og undirbúa/hana rækilega og af réttum aðilum. Og til slíks und- irbúnings þarf bæði mikinn tíma og fé. Á þessa fyrirhuguðu sýn- ingu ber því að líta sem einka- fyrirtæki og óviðkomandi kirkj- unni sem slíkri. 4. Þar sem öllum undirbún- ingi þessa fundar hefir verið hagað, svo sem hér að framan hefir verið lýst, og þar sem Kirkjuráð hefir eigi séð sér fært að veita styrk til þessarar fyrirhuguðu samkomu, sem til er stofnað með svo óvenjuleg- um hætti, þá er í raun og veru ekki unnt að líta á hana sem al- mennan kirkjufund, heldur sem sérsamkomu nokkurra manna úr fámennum flokki þeirra sem íhaldssömustu skoð- unum fylgja í guðfræði. Þeir vildu vera og hafa verið einráð- ir um undirbúning og boðun þessa fundar. Þeir verða og sennilega einráðir á fundinum. Frjálslyndir menn munu sitja heima. Þeir líta svo á, að sá fundur sem svona er undirbú- inn sé ekki almennur kirkju- fundur hinnar íslenzku kirkju. Nýstofnaður kirkjukór í Reykhólasókn Kirkjukór Reykhóla á Barða- strönd var stofnaður þann 5. sept. síðastl. Stofnendur voru 13. Stjórn kórsins skipa: Sig- urður Elíasson framkvæmdar- stjóri, formaður; Tómas Sigur- geirsson, bóndi á Reykhólum, ritari; frú Ingibjörg Árnadótt- ir í Miðhúsum, gjaldkeri; frú Theodóra Guðmundsdóttir á Höllustöðum og Jón Daðason bóndi í Miðhúsum. Organisti er ungfrú Ólína Kr. Jónsdóttir í Miðhúsum. Jónas Tómasson sönstjóri á ísafirði dvaldi um hríð í Reyk- hólasveitinni og stofnaði kór þenna og æfði hann. Til lesandanna Kaupendur eru vinsamlega minntir á að gjalddagi áskrift- argjalda fyrir blaðið var hinn 1. júlí s. 1. Þar sem blaðið á fjárhagslega afkomu sína að verulegu leyti undir skilvísi kaupendanna, er því mikill greiði gerður með því, ef kaup- endur vildu greiða blaðið á biskupsskrifstofunni, ef þeir eiga leið þar um, eða senda blaðinu árgjaldið í póstávísun, þar sem slíkt sparar blaðinu bæði innheimtukostnað og fyr- irhöfn.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.