Kirkjublaðið - 22.05.1950, Síða 3
KIRKJUBLAÐIÐ
I
SÉRA SVE'INN VÍKINGUR:
Kirkjustaðir í Árnesprófastsdæmi
Þar sem ýmsa kann að fýsa
að vita nokkrur skil á fornum
kirkjustöðum hér á landi, en
þeir eru nú margir í fyrnsku
fallnir, þá skal hér gerð lítil
tilraun til þess að segja frá
gömlum kirkjustöðum í Árness-
prófastsdæmi. Verður þó vegna
rúmleysis blaðsins að fara fljótt
yfir sögu, og sleppa mörgu, sem
þó hefði verið æskilegt að taka
með. Hér verður t. d. ekki farið
út í þær margháttuðu breyting-
ar, sem orðið hafa á prestakalla-
skipun í prófastsdæminu. I þess
stað verður stuðzt við núver-
andi prestaköll og skýrt nokkuð
frá þeim kirkjum og bænahús-
um, sem vitað er .að verið hafi
í hverju prestakalli um sig.
I. Arnarbælisprestakall. Þar
eru nú aðeins þrjár kirkjur: á
Strönd í Selvogi, Hjalla og Kot-
strönd. Áður fyrr munu á þessu
svæði verið hafa 12—14 kirkj-
ur, en ekki munu prestar setið
hafa á þeim kirkjustöðum öll-
um, því margar þessara kirkna
voru aðeins hálfkirkjur og þjón-
að frá aðalkirkjunum.
1. Strandarkirkja.
Hennar er getið í kirkjuskrá
Páls biskups um 1200. Var hún
helguð Maríu guðsmóður og
hinum blessaða Tómasi erki-
biskupi. Mjög snemma virðist
sérstök helgi hafa hvílt yfir
þessari kirkju, og henni mjög
snemma tekið að berast margar
dýrar gjafir og áheit. Á það
bendir ótvírætt máldagi kirkj-
unnar fr,á 1397, því þá á kirkj-
an þegar mjög marga og dýra
gripi. Má þar meðal annars
nefna: refil um alla framkirkju
nema yfir dyrum, stóran kross
með líkneski, tvo smellta krossa
og einn róðukross, kaleik er
stóð 12 aura og annan er stóð
hálfan fimmta eyri, þrjár
klukkur og dymbil, þrjár siná-
bjöllur, fimm kertastikar með
kopar og hinn sjötta járn,
messuklæði og fimm hökla að
auk, sex kantarakápur og mjög
marga dúka útsaumaða og
sumir mjög vandaðir. Enn-
fremur átti kirkjan allmikið af
bókum. Af lifandi peningi er
kirkjan talin eiga tólf 'Jkýr,
þrevetran uxa og einn hest. Er
þó enn margt ótalið af gripum
kirkjunnar á þessum tíma.
En með hnignandi efnahag
þjóðarinnar á næstu öldum,
virðist mjög hafa di’egið úr
gjöfum til kirkjunnar, og er
svo komið laust eftir 1500, að
kirkjan er orðin mjög hrörleg.
Lofar Erlendur lögmaður Þor-
varðarson Ögmundi biskupi því
með bréfi 8. júlí 1523, að gera
við Strandarkirkju. Um 4700
er Strandarkirkja orðin eina
kirkjan í Selvogi, enda virðist
fólki þar hafa farið fækkandi
vegna hins mikla sandfoks er
lagði jarðirnar smátt og smátt
í auðn. Að vísu stóð þá Nes-
kirkja, en þar aðeins messað
þrisvar á ári. Árið 1801 eru að-
eins orðnir 115 manns í sókn-
inni. Árið 1900 er innstæða
Strandakirkju í hinum almenna
kirkjusjóði kr. 1655,62, en hinn
1. janúar 1950 er sú innstæða
kr. 731.917,52, og sýnir það, að
áheit og gjafir til kirkjunnar
hafa ekki hafizt á ný, svo
nokkru nemi, fyrr en eftir alda-
mótin síðustu. En nú er svo
komið, að þessi litla og af-
skekkta kirkja er orðin auðug-
asta kirkja landsins.
2. Neskirkja í Selvoyi.
Hana lét gera Finnur Bjarna-
son sennilega nálægt miðri 13.
öld. Samkvæmt máldaga Árna
biskups Helgasonar um 1313
var þar Maríukirkja og einnig
helguð Magnúsi jarli, Þorláki
biskupi og heilagri Katrínu.
Skyldi þar messa hvern helgan
dag. Þangað var goldin tíund
heimanna, svo og frá Bjarna-
stöðum. Þar var og leyfður
gi’öftur heimamanna og fá-
tækra. Svipuð ákvæði eru og í
Vilchins máldaga um 1397. En
í Stefáns máldaga um 1500 er
kirkja þessi fallin og hefur ver-
ið það lengi. En árið 1523 lofar
Erlendur Þorvarðarson Ög-
mundi biskupi að reisa við
Neskirkju, er þá er talin að
niðurfalli komin. Virðist það
loforð hafa verið haldið, því
kirkju er þar getið 1547. Og
enn stendur þessi kirkja laust
eftir 1700, og segir Árni Magn-
ússön í jarðabók sinni, að þar
sé hálfkirkja og flutt embætti
þrisvar um ár, þá heimafólk er
til altaris.
Sennilega hefur þó þessi
kirkja aflagst með öllu skömniu
síðar.
3. Fjall í Selvogi.
Um það segir svo í nótu við
máldaga Strandarkirkju árið
1397: „Kirkjan í Fjalli á tvær
klukkur að kirkjunni á Strönd“.
Benda þessi ummæli á að jörð
sú hafi verið í Selvogi er Fjall
nefndist og að þar hafi kirkja
verið. En eigi hefi ég séð um
þetta aðrar heimildir.
4. Herdisarvik.
Enn segir í þessari sömu við-
bót við Strandarkirkjumáldaga:
ítem er þar biskups líkneski,
er herra Grímur hafði ætlað til
bænhússins í Herdísarvík.
Sýnist því að á þessum tíma
(1397) hafi bænhús verið í Her-
dísarvík, en hve lengi það hefur
haldist, er mér ókunnugt.
Af framansögðu er að sjá, að
í hinum fornu Selvogsþingum
hafi verið þrjár kirkjur og að
auki a. m. k. eitt bænhús.
5. ÞorlákshÖfn.
Þar mun verið hafa hálf-
kirkja, og segir Árni Magnús-
son svo um það í jarðabók
sinni: Her er hálfkirkja að
fornu og nýju og tíðir veittar
jafnan þá heimamenn eru til
altari^.
6. Breiðabólssta&ur.
Samkvæmt Vilchins máldaga
um 1397 er þar kirkja helguð
Maríu og Ólafi kóngi. Árið 1523
lofar Erlendur Þorvarðarson að
láta gera upp kirkjuna, sem þá
var fallin og er þar nefnd hálf-
kirkja. Sennilega hefur þessi
kirkja lagst niður skömmu eftir
siðabót.
7. Hjalli.
Þar er kirkju getið í kirkna-
skrá Páls biskups um 1200, og
hefur haldizt þar síðan. Það var
Ólafskirkja og var þar heimil-
isprestsskyld. Um 1700 er
kirkja þessi orðin útkirkja frá
Arnarbæli og messað þar þriðja
hvern dag helgan.
8. Núpur eða Gnúpar.
Þar var Þorlákskirkja, svo
sem segir í Vilchinsmáldaga um
1397. Þessi kirkja hefur varla
staðið fram yfir siðaskipti, því
í jarðabók sinni segir Árni
Magnússon svo: Munnmæli eru,
að hér hafi að fornu kirkja ver-
ið, en engin sjást þess viss
merki og eru því gátur einar.
Kirkjan hefur þá (um 1700)
verið af fallin fyrir ævalöngu.
9. Reykir.
Þar hefur kirkja staðið þegar
fyrir 1200. Var það Larents-
iuskii’kja. Hún á land á Völl-
um. Segir Vilchin að þar skuli
vera heimilisprestur. Þessi
kirkja var, ásamt Arnarbælis-
kirkju, lögð niður með stjórnar-
ráðsbréfi 17. júlí 1909 og ný
kirkja reist að Kotströnd.
10. Vellir.
Þangað mun Reykjakirkja
hafa verið flutt og staðið þar
um tíma, líklega á 17. öld. Um
þetta segir Árni Magnússon:
Her hefur kirkja verið flutt
frá Reykjum um 30 ára tíma.
Sjást enn merki til kirkjugarðs.
11. Kotströnd.
Þar var kirkja reist árið
1909, er Reykja- og Arnarbælis-
sóknir voru sameinaðar, og
stendur sú kirkja enn.
12. Arnarbæli.
Þar var Nikulásarkirkja og
er hennar getið í kirkjuskrá
Páls biskups um 1200. Heimilis-
prestur var þar og djákn. Árið
1528 mun Snæbjörn Gíslason
hafa gefið Arnarbæli í vald Ög-
mundar biskups og hefur það
síðan verið prestssetur (bene-
ficium). Kirkjan þar var, sem
áður segir, lögð niður árið 1909.
13. Auðsholt.
Þar er kirkju getið í Vilchins-
máldaga um 1397, en efgi er
mér kunnugt hve lengi hún hef-
ur staðið.
I
14. Kirkjuferja.
Þar getur Vilchinsmáldagi
um kirkju og virðist hún hafa
staðið fram yfir siðabót að
minnsta kosti. Getur Gissur
biskup þess (1545) að ráð sé
fyrir gjört, að Arnór Eyjólfs-
son taki 4 kúgildi er fylgt hafa
Kirkjuferju, „en eg skal sjálf-
ur í svari við kirkjuna um þau
kúgildi".
Þessi kirkja er þó löngu nið-
urlögð, er Árni Magnússon
ferðaðist þarna um. Segir hann
svo um þetta: So segja menn,
að hér hafi að fornu kirkja
verið. Sjást einnig merki kirkju-
garðs.
15. Árbær.
Vilchinsmáldagi getur þar
kirkju, en hve lengi hún hefur
staðið, er óvíst.
í núverandi Arnarbælis-
prestakalli hafa því kirkjur
staðið að minnsta kosti á 14
bæjum auk bænhúss í Herdís-
arvík. Þar hafa og í kaþólskum
sið verið að minnsta kosti þrír
prestar, einn í Selvogsþingum,
annars að Reykjum og þriðji í
Arnarbæli og djákn að auki.
Framh. í næsta blaði.
Kirkjuhljómleikar
í Hallgrímskirkju
Söngkór Hallgrímskirkju í
Rvík hefur tvívegis að undan-
förnu haft söngsamkomur í
kirkjunni. Söngstjóri er organ-
isti kirkjunnar Páll Halldórs-
son' en aðstoðað hafa Þórarinn
Guðmundsson fiðluleikari, ósk-
ar Cortes (fiðlur), Indriði
Bogason (viola), Þórhallur
Árnason (celló), Guðmundur
Gilsson (harmonium), Adolf
Kern (fagot) og dr. Victor
Urbantschitch (harmonium).
í lok samsöngvanna hafa
prestar safnaðarins flutt bæn
og kirkjugestir allir tekið undir
síðasta lagið.
Efnisskrá þessara samsöngva
beggja hefur verið hin ágæt-
asta, sálmalög forn og ný og
andleg og kirkjuleg tónverk.
Söngurinn hefur tekizt mjög
vel, bæði hjá kirkjukórnum sem
heild og einsöngvurunum Sverri
Kjartanssyni, Þórhalli Björns-
syni, Ingu Markúsdóttur, Matt-
hildi Pálsdóttur og Baldri
Pálmasyni.
Mjög fallegur blær ríkti yfir
samkomunum og er hér á ferð-
inni merkilegt starf, sem mörg-
um mun þykja vænt um og án
efa hefur góð áhrif. Væri á-
nægjulegt, ef aðrir söfnuðir,
sem því geta við komið, tækju
upp líkt starf og hér er hafið
í Hallgrímssöfnuði.
Matteusarguðspjall
Skýringar eftir prófessor Ás-
mund Guðmundsson.
Útgefandi: Isafoldarprentsmiðja
h.f. Reykjavík 1950.
Þetta er ný útgáfa af skýr-
ingum prófessorsins á Markús-
arguðspjalli, er hann gaf út
1942. Þótti ekki séu margar
breytingar frá fyrri útgáfu, vill
Kirkjublaðið þó fara nokkrum
oi’ðum um þessa útgáfu. Það er
mjög ánægjulegt að lesa þessar
skýringar prófessors Ásmund-
ar. Þær eru mjög vel skrifaðar
og margt er þar um fróðleik
fyrir þá, sem öðlast vilja skiln-
ing á þessu elzta guðspjalli, er
vér eigum. Ber bókin vott um
mjög mikla vinnu höfundarins
og rannsóknir í allar áttir varð-
andi guðspjallið, efni þess og
innihald.
Er ánægjulegt, að prófessor-
inn hefur getað helgað sig ó-
skiptan hinum guðfræðilegu
vísindum. Skýringarnar eru
fyrst og fremst ætlaðar guð-
fræðinemum Háskólans og nem-
endum Kennaraskólans. En þær
eru vissulega fyrir fleiri. Munu
prestar landsins yfirleitt hafa
gagn og ánægju af því að lesa
þessar skýringar og vil ég einn-
ig hiklaust mæla með þeim við
alla þá, leika og lærða, sem á-
huga hafa á því að lesa og*
kynna sér guðspjallið fræðilega.
Prófessor Ásmundur er orðinn
afkastamikill rithöfundur á
sviði guðfræðilegra vísinda og
á kirkja íslands honum miklar
þakkir að gjalda fyrir ritstörf
hans, kennslustörf hans í Há-
skólanum og brennandi áhuga
á málefnum kirkjunnar.
Framan við skýringar próf.
Ásmundar er prentuð ný þýð-
ing á Markúsarguðspjalli, sem
hann og séra Gísli prófastur
Skúlason unnu að í Norðtungu
sumarið 1942 á vegum íslenzka
Biblíufélagsins.
Mun ef til vill síðar verða
ritað um þýðingu þeirra hér í
blaðinu, er tími gefst til að at-
huga hana og breytingar þær,
er þeir gera á fyrri þýðingu
guðspjallsins. — S. S.
Séra Guðm. Sveinsson
dvelur enn við nám
erlendis
Séra Guðmundur Sveinsson,
prestur á Hvanneyri, sem nú
dvelur í Danmöi’ku og stundar
framhaldsnám við Kaupmanna-
hafnarháskóla í semitiskum
málum og gamlatestamentis-
fræðum, hefir nýlega farið þess
á leit við kirkjustjórnina, að
leyfi hans til námsdvalar verði
framlenga um 7—8 mánuði, svo
að honum gefist kostur á að
ljúka námi og taka kandidata-
próf í hinum semitisku málum.
Nágranna prestar hafa þjónað
fyrir hann prestakallinu í fjar-
veru hans.