Kirkjublaðið - 23.10.1950, Síða 2

Kirkjublaðið - 23.10.1950, Síða 2
2 KIRKJUBLAÐIÐ Almennur bænadagur kemur út hálfsmánaðarlega, ea. 25 blöð á ári. Auk þess vandað og stórt jðlahefti. Verð kr. 15.00 árg. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Sifrurgeir Sigurðsson, biskup. Utanáskrift blaðsins er: KIRKJU B’LA’ÐIÐ Reykjavík. — Pósthólf 682. Tekið á móti áskrifendum í eíma 6015 frá kr. 10—12 og 1—5 e. h. faafoldarprsntsmiBja h.f. Vetrarkoman Missiraskifti hafa ætíð orkað mjög á hugi íslendinga. Þjóðin hefur átt líf sitt og tilveru und- ir gjöfum nátúrunnar til lands og sjávar, og því ekki nema eðli- legt, að breytingarnar, sem fylgja árstíðunum, hafi mikil á- hrif á fólkið sjálft. Auk þess má gera ráð fyrir, að hin ólíku áhrif sumars og vetrar á tilfinn- ingarlíf' manna hafi meira en litla þýðingu. Allt slíkt setur sitt mark á hætti og hugsun. Því er ekki að leyna, að mörg- um er þungt í hug við vetrar- komuna í þetta sinn. I sumum héruðum landsins hefur sumar- ið raunar gefið sínar gjafir af miklu örlæti, en um allt Austur- land og um eystri hluta bæði Norður- og Suðurlands hafa ó- þurrkarnir verið svo hræðilegir, að ótrúlegt er fyrir aðra en þá, sem reynt hafa að gera sér grein fyrir ástandinu. Það er hægt að reikna út í krónutali, hve mikið muni skorta á nægi- legar heyjabirgðir, en hitt er ekki hægt að meta á sama hátt, hvað fólkið er búið að þola, við svo að segja dagleg vonbrigði mánuðum saman. Sé litið á sjávarútveginn, er þar heldur ekki sem fegursf um að litast. Síldin hefur brugðist einu sinni ennþá, og hinir ágætu togarar, sem svo mikið hefur verið státað af, hafa legið við landfestar. Nú skilur hver mað- ur, að ekki er til nema eitt af tvennu. Annaðhvort eru þessi skip með öllu óþörf, eða þá að fjöldi heimila hefur lítið að bíta og brenna, þegar veturinn geng- pr í garð. Sú hygg ég, að verði raunin á. Mörg sjómannsheim- ilin eru nú þannig sett, að undir niðri hjá fólkinu er þögul kvöl og þungar áhyggjur. Enn er eitt, sem óneitanlega hefur valdið þungum skuggum á himni hins liðna sumars, og það eru horfurnar í alþjóðamál- um. Sá tími er liðinn, er Islend- ingar lifðu einangraðir og höfðu aðeins einu sinni eða tvisvar á ári sagnir af umheiminum. Nú fylgjumst vér daglega með því, sem gerist í annarri heims- álfu, og vitum, að vort eigið líf óg tilvera er að miklu leyti kom- in undir þeim atburðum. Það er því óhjákvæmilegt, að undir niðri í djúpi hugans búi um sig nokkur beigur, þegar illa lítur Jónasi Jónas Guðmundsson skrif- stofustjóri gefur út tímarit, sem hann nefnir Dagrenningu. Það flytur meðal annars þær greinar eftir ritstjórann, sem hann hefur fengið heim sendar frá öðrum blöðum af því að þau hafa ekki talið sér feng að birta þær. Ein slíkra greina birtist í tímariti þessu í sumar um al- mennan bænadag, en undir hinni einkennilegu fyrirsögn: Dans á eftir? Tilgangur grein- arinnar virtist einkum vera sá, að vekja deilur og úlfúð um mál- ið,.en tortryggni í garð biskups og presta landsins um að þeir séu óheilir í þessu máli. út. Menn bæla niður kvíðann, en alveg ósjálfrátt dregur þetta á- stand úr lífsgleði fólksins og hamingju þess. Ég hef dregið upp myndir með dökkum litum. En á hinn bóginn væri ranglátt að gleyma því, að einmitt á þessu sumri höfum vér íslendingar verið vottur að atburði, sem ætti að geta kennt oss, að örvænta ekki fyrr en í fulla hnefana. Þegar áhöfnin á „Geysi“ var talin af, skeði það kraftaverk, sem allir munu undrast og þakka. Þegar guðleg forsjón lætur slíka at- burði gerast, er það áminning til vor um það, að glata aldrei voninni, á hverju sem veltur. Hin kristna trú er einmitt grundvölluð á þessari vissu, að Guð hafi gert sínar ráðstafanir til að frelsa þennan heim, bjarga lífi hans. Guð vill ekki láta mannkynið hrapa til dauðs eða verða úti. Annað, sem oss verður minnisstætt frá þessum atburði, er einhugur allrar þjóðarinnar, og samhugur annarra þjóða, sem tóku höndum saman við oss um björgunarráðstafanir. I það skifti beindist allra vilji að því að bjarga og hjálpa. Er það ekki tákn þess, sem Guð.vill að verði meðal mannkynsins alls? Ef sannkristinn hugsunarháttur næði tökum á þjóðum og ein- staklingum, hver mundi þá þurfa að óttast styrjaldir? Og er það ekki einnig þessi hugsun, sem býr að baki samhjálpar inn- anlands á erfiðum tímum? Sumarið liðna skilur því meira eftir en áhyggjur og vonbrigði. Það lætur oss eftir eina sönn- unina enn fyrir því, að Guði megum vér treysta og á hann vona, og eitt dæmið enn um það, áð kenning Krists um kærleik- ann er ekki draumórar sveim- huga manns, heldur hin raun- hæfa leið út úr ógöngum heims- ins. — Eigum vér ekki að nota hinn komandi vetur til þess að rækja bæði trúna og kærleikann betur en vér höfum gert? — Guð blessi oss veturinn, sem nú er að byrja. Jakob Jónsson. Guðmundssyni Kirkjublaðinu þótti rétt að leiða þetta hjá sér, þar sem það telur, að brigslyrði höfundarins séu ekki svaraverð og að blaða- deilur um þetta mál séu ekki leiðin til þess að- skapa þann einhug þjóðarinnar um bæna- dag, sem nauðsynlegur er til þess að slíkur dagur mætti verða henni til gagns og blessúnar. En nú hefur Jónas Guðmundsson í blaði sínu vegið á ný í hinn sama knérunn og er nú sýnu ófyirleitnari og æstari en fyrr og ber nú ekki aðeins biskupinn hinum verstu brigslun, heldur og guðfræðideild háskólans og þorra prestastéttarinnar. Sú grein heitir: Myrkrið í kirkj- unni. En af því að honum virð- ist vera fyrirmunað að skilja, að við svona hávaða er góðlát- leg þögn eðlilegasta og sjálf- sagðasta svarið, heldur æsir sig upp í æ meiri rökleysur og ofsa, þá þykir hans vegna rétt að láta hann vita, að maður hafi heyrt til hans. ílg hélt, að Jónas Guðmunds- son væri heill í því að vilja að með þjóðinni yrði komið á al- mennum bænadegi fyrir for- göngu og stuðning kirkjunnar. Ég hélt, að hann hefði gert sér þá fyrirhöfn, að hugsa þetta mál nógu mikið til þess að sjá, að frumskilyrði þess, að slíkur dagur geti náð tilgangi sínum, er að þjóðin sjálf finni það og skilji, að á slíkri stund á hún og þarf hún að sameinast í ein- um anda og hug frammi fyrir Guði sínum, þrátt fyrir skiptar skoðanir og ólík sjónannið að mörgu öðru leyti. Því miður sýna skrif hans nú hið gagn- stæða. Hann er hvorki málefn- inu heill, né heldur hefur hann nennt að hugsa það til nokkurr- ar hlýtar eins og nú mun sýnt verða. Hver fæst til að trúa því, að sæmilega greindur maður, sem enganveginn er óæfður í mála- fylgjum bæði í bæjarstjórn og .á alþingi, mundi skrifa um bænadaginn eins og Jónas Guð- mundsson gerir í Dans á eftir?, ef hann hefði verið málinu fylgjandi af heilindum? Þá stendur mál þetta þannig, að biskup hefur kynnt þjóðinni málið í útvarpserindi og sagst mundu leggja það fyrir presta- stefnu um vorið. Hann reynir á allan hátt að svívirða með rakalausum brigsl- um biskup landsins, þann mann- inn, sem stöðu sinnar vegna mestu hlaut að ráða um afdrif og framkvæmd málsins. Hann fullyrðir þvert ofan í yfirlýs- ingu biskups í Ríkisútvarpinu að „bæði hr. biskupinn og fleiri kirkjunnar menn vilja undir öllum kringumstæðum komast hjá því“ að almennur bænadag- ur verði upp tekinn. Um þá hug- svarað mynd biskups, um sameiginleg- an bænadag meðal allra þjóða, er hann setti fram í áðurnefndu útvarpserindi, segir hann: „Ég get ekki varist þeirri hugsun, að þessi tillaga hr. biskupsins sé í og með sett fram til þess að þóknast hinum kommunis- tisku sprautum innan kikjunnar og utan, með því á þennan hátt að reyna að koma í veg fyrir almennan íslenzkan bænagerðar og þakkardag". Og svo heimskulegt ofurkapp leggur hann á, að særa þann mann, sem framkvæmd bæna- dagsmálsins heyrir undir, og svívirða hann og tortryggja í augum þjóðarinnar, að hann vílar ekki fyrir sér að tileinka honum þessi orð: „Vér höfum ekkert að þakka Guði fyrir og þar af leiðandi er slíks dags (þ. e. alm. bænadags) engin þörf“. Loks reynir hann að ala enn á sundrungu um bænadagsmálið með því að blanda því saman við viðkvæm utanríkis- og stjórnmál. Hann segir: „Komm- únistaprestarnir og háskóla- kennararnir, sem ávallt eru boðnir og búnir til hverskonar þjónustu fyrir kommúnismann, bæði innan og utan kirkjunnar, sjá mætavel að þakkargerðir til Drottins fyrir vernd og varð- veizlu stríðsáranna hlyti að koma út sem einskonar þakk- læti til Breta og Bandaríkja- manna, sem Drottinn fól vernd þessa lands í síðasta stríði“. Óþarft er að rekja fleiri dæmi til þess að sýna svo ljóst, að eigi verður um villst óheilindi Jón- asar við bænadagsmálið. Hann lætur einskis ófreistað til þess að svívirða og æsa til andstöðu þá mennina, sem afrgeiðsla og framkvæmd málsins heyrir und- ir, og til að fullkomna það sem bezt að spilla varanlega fyrir málinu reynir hann að kljúfa fylgi þjóðarinnar við bænadag- inn, með því að gefa í skyn að honum eigi að verða stefnt gegn ákveðnum stjórnmálaflokki í landinu, og að mönnum ætti ekki að þurfa að vera vorkunn að sjá, að bænadagurinn „hlyti að koma út sem einskonar þakk- læti til Bréta og Bandaríkja- manna“. Enn koma óheilindin í ljós í sambandi við þá uppástungu biskups, að þjóðin veldi 17. júní, afmælisdag lýðveldisins og frelsishetjunnar Jóns Sigurðs- sonar, sem bænadag og þakkar- dag fyrir vernd Guðs og hand- leiðslu um aldirnar og til þessa dags. Þetta finnst honum „með öllu fráleitt". Og hversvegna? Vegna þess, að dagurinn „hefur þegar fengið allfast form og ákveðin verkefni“. Og verkefnin eru þessi: „að dansa á strætun- um“. Svo stóru verkefnin telur hann alveg „fráleit" að fórna. | í hans augum er það „fráleitt" að láta sér detta í hug að dans á strætunum megi víkja fyrir bæn og þakkargjörð til Guðs á stærsta hamingjudegi þjóðar- innar. Sem dæmi um það, hvað hann hefur gjörhugsað fyrirkomulag væntanlegs bænadags, má til gamans geta þess, að þenna dag vill hann fyrst og fremst láta messa samtímis í öllum kirkjum landsins. Um hitt, hvernig tæp- lega 100 prestar geti samtímis messað í rúmlega 280 kirkjum, lætur hann lesendur vera í ó- vissu um. Þessa grein tókst Jónasi ekki, eins og áður segir, að fá birta áður en prestastefnan kom sam- an til þess að afgreiða bæna- dagsmálið. Að vísu er það fjarri mér að ætla, að útkoma hennar hefði breytt nokkru um afstöðu biskups og prestastefnu til máls- ins. Hún hefði aðeins sýnt hverra heilinda og stuðnings við bænadagsmálið væri að vænta frá þessum manni, sem þó vill telja sig aðalforgöngu- mann þess af íslendinga hálfu. Þegar svo prestastefnan hafði rætfc bænadagsmálið, samþykkt að fela biskupi að fyrirskipa al- mennah bænadag og valið nefnd til þess að athuga og undirbúa guðsþjónustuform við þetta tækifæri, þá hefði mátt ætla, að sá maður, sem af heilindum og áhuga væri málinu fylgjandi, hefði glaðst af þeim undirtekt- um og afgreiðslu, sem málið hlaut meðal prestastéttarinnar. En í þess stað notar J. G. fyrsta tækifærið til þess að ráð- ast á biskupinn og prestastétt- ina af hinni mestu heipt. Hann kveðst „ekkert hafa sótt til kirkjunnar og ekkert frá henni fengið“. Kirkjan sé „aðeins kristin að nafninu til“ og „margir prestanna beinlínis heiðnir“. Þeirra verk sé að „rangfæra og rangtúlka frá- sagnir Biblíunnar". Þá sjaldan hann segist hafa farið í kirkju, hugsar hann um það, að hann hefði sjálfur getað flutt miklu snjallari ræðu en presturinn og tekið málin þar þeim tökum, sem þyrfti. Þeir menn, sem séu í fyrirsvari fyrir kirkjuna, „reiki í andlegu myrkri“ eins og hann hafi raunar sjálfur gert áður en hann hlaut hina sönnu upplýsingu frá Ruther- ford og pýramídafræðingunum. Að fara í kirkju telur hann vera hræsni —- „hræsni af verstu teg- und“. Eftir þessa lýsingu á kirkj- unni og prestunum telur hann það svo vera æskilegt, rétt og viðeigandi, að fela henni for- ustu og framkvæmd bænadags- málsins. Heilindi hans í málinu eru þau, að hann viíl að bæna- dagurinn verði haldinn í „myrkri kirkjunnar“, þar sem það er „hræsni af verstu teg- und“ að láta nokkurn mann sjá sig, og þar eiga bænirnar að vera fluttar fram fyrir Guð af „heiðnum“ prestum, sem rang- snúa ritningunum og hvorki Framh. á 4. síðu.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.