Kirkjublaðið - 29.10.1951, Qupperneq 1

Kirkjublaðið - 29.10.1951, Qupperneq 1
Kærkommn gestur Dr. Kristian Sehjelderup biskup d Hamri í Noregi í heimsókn hér sem fulltrúi norsku kirkjunnar Hofskirkja á Skagaströnd Samkvæmt máldögum frá byrjun 14. aldar var þar Ólafs- kirkja og átti þá hálft heima- land. Þar var og prestsetur og hélst svo fram yfir síðustu alda- mót. Var Spákonufellskirkja lengi útkirkja þaðan. En með prestakallaskipunarlögunum frá 1907 voru bæði Hofs- og Spá- konufellskirkjur sameinaðar Höskuldsstaðarprestakalli. Frá Hofi var að fornu sungið á tvö bænhús. Var annað þeirra á Harrastöðum en talið fallið árið 1486 og óvíst að það hafi verið endurreist síðan. Hitt bænhúsið var á Höfnum og stóð að minnsta kosti nokkuð fram yfir 1700. Af jarðabók Árna Magnússonar er að ráða, að Guðbrandur biskup hafi veitt bænhúsi þessu hálfkirkjurétt- indi og vígt það sem kirkju og skyldi þaðan sækja fólk af öll- um bæjum fyrir utan Skaga- heiði. En ekki er mér að öðru leyti þetta kunnugt né hvenær kirkjan var endanlega niður- lögð. Kirkjan á Hofi var áður léns- kirkja en mun hafa verið af- hent söfnuðinum árið 1891. Kirkja sú, er nú stendur á Hofi er timburkirkja turnlaus, reist árið 1860, en endurbætt að veru- legu leyti árið 1874 og jafnan verið vel við haldið. Má því enn teljast vera í dágóðu standi. Kirkjukór í Hafnarfirði Hinn 9. október s.l. var stofn- að í Hafnarfirði Söngfélag Hafnarfjarðarkirkju. Stofn- endur voru 17. I stjórn félags- ins voru kosnir: Júlíus Sigurðsson, formaður, Jón Gestur Vigfússon, ritari, Dagbjört Brynjólfsdóttir, gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru: Ingileif Sigurðardóttir og Páll Þorleifsson. Söngstjóri er Páll Kr. Pálsson, organisti. Undanfarna daga hafa verið hér í heimsókn góður gestur og virðulegur fulltrúi norsku kirkj- unnar. Það er dr. Kristian Schjelderup biskup að Hamri í Noregi, einn af fremstu kirkju- mönnum Noregs. Á styrjaldar- árunum tók hann virkan þátt í frelsisbaráttu norsku þjóðar- innar og sat í fangabúðum Þjóð- verja um skeið. En einnig þar vann hann ógleymanlegt starf meðal landa sinna. Árið 1947 var hann skipaður biskup að Hamri og hefur gengt því virðu- lega embætti síðan. Hann prédikaði í dómkirkj- unni í Reykjavík sunnudaginn 14. okt. s. 1. og var guðsþjón- ustunni útvarpað. 1 lok hinnar fögru predikunar flutti hann í umboði norsku kirkjustjórnar- innar hlýja kveðju til íslenzku kirkjunnar, en biskup Islands þakkaði fyrir hönd kirkjunnar og árnaði biskupinum, norsku kirkjunni og norsku þjóðinni heilla og blessunar Guðs í nú- tíð og framtíð. Seinna flutti Schjelderup biskup erindi í hátíðarsal Há- skólans, sem vakti mikla athygli og hrifningu áheyrenda. Erind- ið nefndi hann Kampen om Livssyn. Hann talaði um þær ó- líku lífsskoðanir, sem uppi eru í heiminum og menn ættu um að velja. Hann sagði, að engin ein stefna hvorki í trúmálum, heim- speki eða stjórnmálum hefði rétt til þess að segja, að hennar lífsskoðanir væri hin eina rétta, hvorki þeir sem legðu einhliða áherslu á þetta jarðlíf né hinir, se teldu manneðlið gjörspillt og sáluhjálpina annars heims eina öllu skipta. Sannleikurinn væri sá, að hver maður yrði að skapa sér sjálfur sína lífsskoð- un út frá þekkingu sinni og reynzlu, og að það væri blátt áfram skylda hvers hugsandi manns að reyna að gjöra sér grein fyrir tilgangi lífsins, ann- ars yrði lífið tómt fálm og ekki vert þess að lifa því. Að lokum ræddi biskupinn um sína eigin lífsskoðun, sem hefði verið að mótast á mörgum árum fyrir persónulega reynslu, þekkingu, innri baráttu og leit að sannleik- anum. „Ég fullyrði enganveg- inn að hún sé hin eina rétta“, sagði biskupinn að lokum „En hún er reist á reynslu minni og baráttu á liðnum árum. Þrátt fyrir allt hið illa í þessum heimi ranglæti, kúgun og þjáningar, þá er ég sannfærður um að hið góða er sterkast í hverri manns- sál, og að tilgangur lífsins sé að vinna að sigri þess og þar með að skapa göfugra samlíf ham- ingju og frið á jörðu. Ég trúi á Guð, sem af kærleika sínum vill frelsa mennina frá synd og villu, vera með þeim og hjálpa þeim í daglegri baráttu þeirra til þess að nálgast hina kristnu lífshugsjón, en einkenni hennar er góðvild, þjónusta, kærleikur og réttlæti". Hinn norski biskup flutti einnig erindi í dómkirkjunni í sambandi við kirkjufund þann, er þá var haldinn í Reykjavík, enda var hann þangað boðinn, sem gestur fundarins. Fjallaði erindið um einstaklinginn, söfn- uðinn og kirkjuna og var bæði fróðlegt og snjallt. fslenska kirkjan hefur annast móttöku biskupsins og dvaldi hann á heimili biskupshjónanna. Þar hafði Kirkjublaðið tal af honum, og spurði hann tíðinda frá norsku kirkjunni. — Stríðsárin kenndu okkur — segir biskupinn, að sjá og skilja, að það sem þjóðin þarfn- aðist þá, var ekki sú kirkja, þar sem deilt var innbyrðis um trúfræðilegar stefnur og skoð- anir heldur sú kirkja þar sem menn ynnu saman í anda Jesú Krists, að hinum aðkallandi verkefnum, án tillits til skoðana munar í einstökum atriðum. Deilurnar voru lagðar til hliðar. Starfið var í fyrirrúmi. Og mér er óhætt að segja það, að kirkjan vann mikið og gott starf fyrir þjóðina á þeim erfiðu reynzlu tímum. Enda voru menn kirkj- unni þakklátir og kirkjusóknin á þeim árum yfirleitt mjög mikil. En eftir stríðið hefir kirkjusóknin, því miður, minnk- að verulega einkum í bæjun- um. — Hvað getið þér sagt mér um starf prestanna t. d. í yðar biskupdæmi? — Yfirleitt má bera þeim mjög vel söguna — segir dr. Schjelderup — Þeir vinna störf sín af alúð og samviskusemi. Aðstaðan til starfs er auðvitað misjöfn. Algengt er, að hver prestur hafi aðeins eina að tvær kirkjur, en til eru þó prestar, sem hafa allt að því sjö kirkjum að þjóna. Yfirleitt messa þeir á hverjum sunnudeigi, en taka auk þess flestir verulegan þátt í æskulýðsstarfi og ýmsu félags- lífi innan safnaðanna. Enginn prestur má þar vera degi lengur fjarverandi úr prestakalli sínu. Prófastur getur veitt allt að þriggja daga fjarvistar leyfi. En sé um lengri fjarveru að ræða, verður prestur að sækja um það til biskups. En venjulega veiti ég prestum mínum slíkt leyfi. — segir biskupinn bros- Frh. á U. síðu.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.