Kirkjublaðið - 29.10.1951, Side 3
KIRKJUBLAÐIÐ
3
Séra Hermann Gunn-
arsson á Skútu-
stöðum
Dánœrminning.
Hann andaðist að Skútustöð-
um af slysförum hinn 10. okt.
s. 1.
Séra Hermann var aðeins 31
árs er hann lézt. Hann var fædd-
ur 30. júní 1920 að Fossvöllum
í Jökulsárhlíð. Var hann sonur
hjónanna er þar bjuggu, Gunn-
ars bónda Jónssonar og konu
hans Ragnheiðar Stefánsdóttur,
og eitt af 14 systkinum, barna
þeirra hjóna. Ungur tók hann
að stunda nám, í Alþýðuskólan-
um að Eyðum og að loknu námi
þar í Menntaskólanum á Akur-
eyri, en þar lauk hann stúdents-
prófi 1943. Hóf hann þá nám
í Guðfræðideild Háskóla íslands
og lauk þar embættisprófi 1948.
Vígðist hann prestsvígslu í dóm-
kirkjunni, til Skútustaða-
prestakalls í Suður-Þingeyjar-
prófastsdæmi 28. ágúst 1949.
Séra Hermann kvæmtist eft-
irlifandi eiginkonu sinni Sigur-
laugu Þóreyju Þorsteinsdóttur
Johnsson 12. júní 1948, og eign-
uðust þau eina dóttur barna,
Ragnheiði, sem er nú tveggja
ára gömul.
Höfðu þau hjónin aðeins
dvalið í tvö ár á Skútustöðum
hinn 8. október s. 1., en 10. okt,
lézt hann.
Séra Hermann Gunnarsson
var án efa í hópi hinna beztu
presta landsins. Átti hann lif-
andi áhuga á því að starfa fyrir
kirkjuna og rækja skyldur sín-
ar sem bezt. Hann var búinn
mörgum ágætum hæfileikum
sem prestur, góður ræðumaður,
tónaði og söng ágætlega, en um-
fram allt var framkoma hans
falleg og aðlaðandi, enda var
hann góðgjarn í allra garð og
fús að rétta fram bróðurhönd
þar sem á þurfti að halda. Hann
var því einkar vinsæll í söfnuð-
um sínum, og eru þeir, sem von
er, harmi lostnir við fráfall
hans.
Séra Hermann var frábær
heimilisfaðir og sambandið
milli hans og foreldra hans og
systkina einkar ánægjulegt.
Minningin um hann er falleg og
björt, bæði hjá skyldmennum
hans og vandalausum.
Kirkjublaðið sendir öllum
vinum hans svo og söfnuðum
innilegar samúðarkveðjur og
biður þeim blessunar Guðs.
S. S.
Héraðsfundur Húna-
vatnsprófastsdæmis
Hérðasfundur Húnavatns-
prófastsdæmis var haldinn að
Blönduósi sunnudaginn 7. okt.
og hófst með guðsþjónustu í
Blönduósskirkju. Séra Jóhann
Kr. Briem að Melstað predikaði.
Hinn nýskipaði héraðspróf-
astur, síra Þorsteinn B. Gísla-
son í Steinnesi setti fundinn og
bauð fundarmenn velkomna.
Minntist hann fráfarandi próf-
asts síra Björns Stefánssonar á
Auðkúlu, er fengið hafði lausn
frá prestsskap fyrir aldurs sak-
ir, og þakkaði störf hans í hér-
aðinu.
Auk venjulegra héraðsfund-
armála voru einkum tvö mál
rædd á fundinum: Altarissakra-
menntið og prestakallaskipun
landsins.
1. Altarissakramentið: Fram-
sögu hafði síra Pétur Ingjalds-
son. Urðu um málið allmiklar
umræður, og skoraði fundurinn
á alla þá, sem kirkju og kristni-
haldi unna, að styðja og efla
þennan þátt kristnilífsins, sem
svo ótal mörgum fyrr og síðar
hefur verið helgur og hjartfólg-
inn.
2. Prestakallaskipunin. 1 því
máli hafði prófastur framsögu.
Samþykkt var í einu hljóði svo-
feld ályktun:
„Héraðsfundur Húnavatns-
prófastsdæmis haldinn á Blöndu
ósi 7. okt. 1951 mótmælir þeirri
prestafækkun í prófastsdæm-
inu, sem fyrirhuguð er í frum-
varpi til laga um skipun presta-
kalla er prestakallaskipunar-
nefnd hefir samið. Telur fund-
urinn þetta prófastsdæmi svo
hart leikið með frumvarpi
þessu, ef að lögum yrði, að það
hljóti að verða andlegu lífi og
kirkjulegu starfi í héraðinu til
verulegs hnekkis. Væntir hann
þess, að nefndin, sem samið
hefur frumvarpið, sjái við nán-
ari yfirvegun að hér hefur verið
allt of langt gengið í niðurrifs-
átt“.
Norskur sjómanna-
prestur í Kaup-
mannahöfn
Samkomulag hefur nýlega
orðið á milli dönsku og norsku
kirkjunnar um það, að norskur
prestur starfi framvegis í Kaup-
mannatrúboð þar. En sjó-
mannatrúboðið þar. En sjó-
mannaheimilið þar sækja, eins
og kunnugt er, margir norskir
sjómenn.
Ekki væri vanþörf á því, að
við íslendingar hefðum einnig
prest að staðaldri í Kaupmanna-
höfn, er héldi uppi guðsþjónust-
um fyrir landa þar. Séra Hauk-
ur Gíslason flutti þar íslenzkar
guðsþjónustur um margra ára
skeið, en síðan hann lét af því
starfi, mun ekkert hafa verið
gert fyrir hina mörgu landa
vora þar í þeim efnum.
Soffía Gunnlaugsdóttir
Syðri-Reistará.
Séra Ingvar Nikulás-
son 85 ára
Séra Ingvar Nikulásson f.
prestur að Skeggjastöðum á
Langanesströndum varð 85
ára í þessum mánuði.
Hann er fæddur 16. október
1866 að Múlaseli í Hrauns-
hreppi, sonúr Nikulásar Sig-
valdasonar og konu hans Odd-
nýjar Jónsdóttur frá Hauka-
tungu. Stúdentsprófi lauk hann
í Reykjavík 1889 og embættis-
prófi úr Prestaskólanum 1891.
Vígður þá um haustið aðstoðar-
prestur Síra Jóns Björnssonar
á Stokkseyri og settur prestur
þar vorið 1892. Veittur Gaul-
verjabær 1893, en fékk sama ár
lausn frá störfum og fluttist til
Reykjavíkur. Vorið 1907 fékk
hann veitingu fyrir Skeggja-
stöðum og gengdi þar prests-
þjónustu til vorsins 1936, er
hann fékk lausn frá enbætti,
og fluttist þá til Reykjavíkur.
Árið 1894 kvæmtist hann
Júlíu Guðmundsdóttur frá
Keldum á Rángárvöllum, en
hún andaðist 1934.
Séra Ingvar var einn af hin-
um hógværu mönnum, sem vann
starf sitt af alúð og samvizku-
semi og ávann sér með ljúf-
mennsku sinni og hógværð vin-
áttu og traust safnaðarins.
Hann gengdi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir sveit sína og
hérað og var meðal annars sýslu-
nefndarmaður um skeið.
Síðan hann fluttist til Reykja-
víkur hefir hann lengst af dval-
izt hjá dóttur sinni frú Soffíu
Ingvars og manni hennar Svein-
birni Sigurjónssyni kennara.
Alls eignuðust þau hjónin þrjú
börn og eru þau auk frú Soffíu
Helgi yfirlæknir á Vífilsstöðum
og frú Ingunn kona séra Vig-
fúsar I. Sigurðssonar á Desjar-
mýri.
Kirkjublaðið árnar séra Ing-
vari heilla og blessunar á þess-
um tímamótum um leið og það
þakkar honum dyggilegt starf
hans í þjónustu kirkjunnar.
TIL KAUPENDA
Gjalddagi blaðsins var 1.
júlí. Gleymið ekki að greiða
ársgjaldið.
Utanáskriftin er:
KIRKJUBLAÐIÐ
Reykjavík.
Þú ert óvalt sjúku barni nœr
SÁLMUR
1. Vanheil þó eg mæóist marga stund
mun eg reyna aö hafa glaöa lund.
Frelsarans því finn eg kærleiks mátt
friöinn senda hverjum, sem á bágt.
2. Ein blóösjúk kona bað þig, Jesús kær
.\um blessun þá að mega koma nær,
og faldi þinna fata þreifa á.
Hún fékk þá bæn og læknaðist hún þá.
3. Og eg er sjúk, því bið eg, Kristur kær,
að kærleikur þinn sé mér ávallt nær,
og lækni mig á likama og sál.
Lífsins faSir: Heyr það bæna mál.
U. Eftir skilur aldrei Jesús neinn,
ást hans því og kærleikur er hreinn.
Ríkur eins og fátækur því fær
frið og lækning Drottins hjarta nær.
5. Ennþá sendir Guð mér geislann sinn.
Glóir sól á rúmið til mín inn.
Þökk og heiður þér sé, Drottinn kær.
. Þú ert ávallt sjúku barni nær.