Kirkjublaðið - 29.10.1951, Page 4

Kirkjublaðið - 29.10.1951, Page 4
Leitið Drottins meðan hann er að finna, kallið á hann á meðan hann er nálægur. (Jesaja 55. 6) Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni á- samt þaikkargjörð. (Fil. 4. 6) Minningar um séra Ófeig Vigfússon Dr. Schjelderup Frh. af 1. síðu. andi. — En eigi að síður er í þessu aðhald, sem ég tel kirkj- unni hollt og prestunum nauð- synlegt. — Hvernig lízt yður svo á land og þjóð? — Ég hlakkaði mjög til þess- arar ferðar, og gerði mér mikl- ar. — og stundum sagði ég við sjálfan mig, of miklar vonir um sögueyna og frændur vora þar. En nú, þegar ég er að fara, verð ég að segja, að þær vonir hafa í engu brugðist heldur ræzt á glæsilegri hátt, en ég gat gert mér í hugarlund. Ég vissi, að ísland átti sína frægu fortíð og glæsilegu fornbókmenntir. En mig óraði ekki fyrir því, að hin fámenna íslenzka þjóð stæði á jafn háu menningarstigi and- lega og verklega og raun ber vitni. Og hinni íslenzku gest- risni og alúð mun ég aldrei gleyma. Ég hverf héðan fullur aðdáunar á fegurð og tign landsins, með innilegum hlýhug til þjóðarinnar og þakklæti fyrir ógleymanlegar viðtökur. — Schjelderup biskup lagði af stað heimleiðis hinn 23. þ. m. Kvöldið áður en hann fór, sat hann aðalfund „Bræðralags“ er haldinn var á heimili Ás- mundar Guðmundssonar pró- fessors. Þar flutti biskupinn erindi afburðasnjallt, sem öllum mun verða minnisstætt, er á hlýddu. Séra Magnús í Ólafsvík skrifar Séra Magnús Guðmundsson prestur í Ólafsvík dvelur nú í Danmörku bæði sér til heilsu- bótar og til þess að kynna sér kirkjulegt starf og ekki sízt störf presta þar við ýms sjúkra- hús og heilsuhæli. I nýlega komnu bréfi frá séra Magnúsi segir hann meðal annars frá biskupsvígslu er hann var viðstaddur, og fór fram í Kaupmannahöfn sunnu- daginn 23. september. Vígði þar dr. Fuglsang Damgaard Sjá- lands biskup C. Baun prófast til biskups í Viborgar biskups- dæmi. Viðstaddir vígsluna voru flestir biskupar Dana og auk þeirra erkibiskup Finnlands dr. Salomies og dr. A. Nygren biskup í Lundi í Svíþjóð. Fannst séra Magnúsi mikið til um at- höfn þessa, er fram fór með miklum virðuleik. Eftir guðs- þjónustuna gafst honum tæki- færi til þess að heilsa hinum nýja biskupi og færa honum árnaðaróskir fyrir hönd ís- lenzku kirkjunnar. Eftirfarandi minningarorð um séra Ófeig prófast Vigfús- son í Fellsmúla hafa Kirkju- blaðinu nýlega verið send. Enda þótt bráðum séu liðin fimm ár frá láti séra Ófeigs, þykir blað- inu eigi að síður rétt að birta þessa grein, sem ber svo Ijósan vott um hlýhug höfundar til sóknarprests síns og læriföður. Prestsstarfið verður aldrei réttilega metið eftir messu- fjölda eingöngu eða tölu hinna svonefndu aukaverka. Það er venjulega fyrst og fremst fólgið í hinu, hversu þeim tekst að vekja gróanda í mannssálunum sjálfum og fá hin beztu blómin til að gróa „í brjóstum sem að geta fundið til“. Að kvöldi hins 21. jan. 1947, barzt mér til eyrna gegnum út- varpið, andlátsfregn hins mæta manns, séra Ófeigs Vigfússon- ar, fyrrum prests að Guttorms- haga og síðar prests og prófasts að Fellsmúla á Landi. Friður sé með hinni bljúgu barnssál hans Svo fór ég að rifja upp kær- ar minningar um séra Ófeig. Minnist ég þá fyrst barnafræð- arans, sem með föðurlegri ástúð „útskýrði ritningarnar“ svo vel, að bróðurelska Krists og kær- leiki Föðursins, stóðu öllum lif- andi fyrir sálarsjónum. Þetta gerði hann með sinni meðfæddu hjartans auðmýkt og lítillæti, með blúgri barnssál. Ég minnist einnig prestsins í kirkjunni. Sama auðmjúka sálin, þakklát og bænheit. Aldrei vart neins kala eða kulda, hvorki utan kirkju né innan. Lotning fyrir öllu, sem háleitt er. Lotning fyrir starf- inu. Lotning fyrir guðshúsinu, kirkjunni, jafnt fyrir því þó hún væri hrörleg og köld. Hún var þó „Guðshús“. Og umgengnin utan kirkju? Sama lítillætið og auðmýktin, jafnvel svo, að sumum þótti við of, einkum á fyrstu prestskap- arárum hans. En virðing hans óx með ár- um og aldri. Og síðara hluta ævinnar, einkum eftir að hann kom að Fellsmúla, var hann virtur og metinn að verðleikum. Séra Ófeigur var kominn af fátækum foreldrum (en ríkri föðurætt). Fátæktin merkti því hann sínu marki á yngri árum. En sveitabændum hefur lengi komið betur, að prestar þeirra væru vel efnum búnir og bú- menn góðir. Það var séra Ófeigur ekki álitinn vera, meðan hann bjó í Guttormshaga. Því litu sum af sóknarbörnum hans hann smáum augum. Ekki bætti það um, að á þeirri tíð, er séra Ófeigur varð prestur í Gutt- ormshaga, var það enn venja, að prestar tækju að nokkru leyti laun sín sjálfir beint frá söfnuðinum. En pyngjan er löngum viðkvæmur punktur, þess er gjalda skal. Þegar séra Ófeigur kom að Guttormshaga, var þar gamall og hröi-legur bær og stóð neðst í túninu, undir hárri brekku, svo að útsýn var lítið frá bæn- um, en prýðilegt útsýn var ofar á túninu Prestur réðist í að rífa gamla bæinn og byggja lítið timbur- hús, efst á túninu. Þar var víð- sýni. Fyrir þetta var presti legið á hálsi. „Ráðleysi!" sagði fólk- ið. „Miklu veðrasamara þarna, og vatnsbólið niður hjá gamla bænum, en þarna ekkert vatn“. Nú myndi engum detta í hug að byggja þar, sem gamli bær- inn stóð. En séra Ófeigur var ekki einn og óstuddur í lfsbaráttunni. Kona hans, frú Ólafía Ólafs- dóttir, dáin 28. nóv. 1939, var forkur dugleg og myndarleg í öllum verkum og bústjórn. Þess bar heimili þeirra hjóna vott, bæði úti og inni, og þá ekki síður klæðnaður þeirra prests- hjóna og sona þeirra. Slíkt var dæmafátt. Um frú Ólafíu mætti segja líkt og sagt var um aðra merka prestskonu: „Prestskonan mörg var prýði sveitar elskuð og virt af öllum lýði; hússtörf hún kenndi og hannyrðir og siðfágun sveitakonum". Og einig átti þetta við um frú Ólafíu: „Hispurslaus, hreinlynd og holl í ráðum samhent elskuðum eiginmanni. Stýrði hún garði með stakri prýði og gat sér granna og gesta lof“D. D Erindin voru ort eftir prófasts- frú Önnu Pétursdóttur á Hálsi í Fnjóskadal (dáin 1936), konu séra Asmundar Gíslasonar. Blessuð sé minning þeirra mætu hjóna. Þetta, sem hér er sagt, er skyndimynd, sem bar mér fyrir sjónir, er ég heyrði lát séra Ófeigs. Vona ég, að þó fátæk- Gjafir til Stranda- kirkju Strandarkirkju í Selvogi hafa nýlega verið færðar tvær mjög veglegar gjafir. Önnur þeirra er frá mæðgum tveim vestur í Ameríku, frú Ingibjörgu Jónsdóttur Guð- mundsson og Önnu Bjarnadótt- ur, sem heima eiga í borginni Tujunga í Californiu, en gjöf- ina afhenti Sigurður Baldvins- son, póstmeistari í Reykjavík, ásamt hlýjum kveðjum og árn- aðaróskum frá þessum konum, er kveðast færa kirkj unni þessa gjöf í einlægri lotningu fyrir þeim krafti, til hjálpar og bæn- heyrzlu, er þessari afskekktu kirkju fylgir, og þær hafa haft um langan veg spurnir af. Gjöf ■ in er einkar fagurt kristslíkn- eski á krossi, og kristsmynd úr máluðu gibsi. Hin gjöfin er frá Landsmiðj- unni í Reykjavík og afhent af forstjóra hennar, Ólafi Sigurðs- syni. Er það kassi úr forláta viði, ætlaður til þess, að vera komið fyrir í anddyri kirkjunn- ar og taka við því fé, er gestir þeir, er kirkjuna skoða, vildu færa henni. Á loki kassans er róðrarbát- ur úr málmi, mjög haglega gjörður, og allur er gripur þessi hin vandaðasta smíð. Er þegar búið að koma honum fyrir í kirkjunni, en hinar gjafirnar eru enn varðveittar í biskups- skrifstofunni. Fyrir hönd kirkjunnar flytur biskup gefendunum alúðar þakkir. Héraðsfundur Mýra- prófastsdæmis Héraðsfundur Mýraprófasts- dæmis var haldinn í Borgarnesi hinn 12. oktober. s.l. Meðal þeirra mála, sem rædd voru á fundinum, var presta- kallaskipunin og var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Héraðsfundur Mýraprófasts dæmis, haldin í Borgarnesi 12. október 1951 lýsir sig eindregið mótfallinn fækkun presta í sveit um og vill í því sambandi sér- staklega taka fram, að hann staklega taka fram, að hann leggur einróma og ákveðið gegn því að Staðarhraunsprestakall verði lagt niður“. legt sé, sé það ekki fjarri hinu sanna. Bið svo þann, er lesa kynni, vel að virða. 16. 2. 1947. Guðlaugur E. Einarsson Hafnarfirði.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.