Kirkjublaðið - 27.03.1953, Page 1

Kirkjublaðið - 27.03.1953, Page 1
XI. árg. Föstudagur 27. marz 1953 5. tbl. Kirkjukórar stofnaðir í nýju prestaköllunum í Reykjavík Miðdalskirkg a í Laugardal í kirknaskrá Páls biskups um 1200 er getið kirkju í Laug- ardal hinum efra og svo hin- um ytra. Þykir mér ekki ósenni- legt, að með Laugardal hinum efra sé átt við Miðdal, en að hinn ytri Laugardalur sé þar, sem nú kallast Laugarvatn. Yíst er um það, að snemma hef- ir komið kirkja á Laugarvatni. Var það Blasiuskirkja og er getið fyrst í Oddgeirsmáldaga 1379. Hefir það sennilega ver- ið hálfkirkja og þaðan sungið frá Miðdal og að öllum líkind- um staðið fram um siðaskipti. Nokkur merki um kirkju sjást þar laust eftir 1700, er Árni Magnússon er þar á ferð, en enginn man þó til þess, er kirkj- an stóð þar. Ennfremur getur Á.M. um að til forna hafi kirkja verið í Efstadal, en ekki eru til máldagar þeirrar kirkju og má vera, að þar hafi aðeins verið bænhús. í Miðdal var Maríukirkja og prestssetur. En prestakallið var lagt niður með lögum 1880 og Miðdalskirkja gjörð út- kirkja frá Mosfelli og hefir svo verið síðan. Miðdalskirkja er timbur- kirkja járnvarin og með turni á mæni, lítið hús en snoturt. Kirkjan er raflýst og rafhituð. Af kirkjugripum má nefna auk altaristöflu tvo kertastjaka úr kopar þríarma, gefna af Böðv- ari Magnússyni á Laugarvatni og Ingunni Eyjólfsdóttur, konu hans. Enn er þar kaleikur og patína, hvortveggja úr silfri, tveir altarisstjakar og einnig ljósakróna með átta ljósastæð- um. Messu- og altarisklæði eru talin í ágætu standi. Sigurður Birkis söngmála- stjóri hefir í þessum mánuði stofnað kirkjukóra í öllum sóknum hinna þriggja nýju prestakalla í Reykjavík. Er þar með stigið stórt spor til efl- ingar safnaðar- og kirkjulífs í þessum prestaköllum. Kirkjukór Kópavogssóknar í Bústaðarprestakalli. Stofnað- ur 8. marz sl. Stofnfélagar voru þrettán. í stjórn voru kjörin: Frú Margrét Halldórsdóttir, Digranesvegi 40, formaður, Egill Bjarnason, Hofgerði 8, ritari, Þórir Guðmundsson, Digranesvegi 12 A, gjaldkeri. Varamenn: Aðalbjörn Sigfús- son og frú Ólafía Jóhannes- dóttir. Organisti og söngstjóri:' Guð- mundur Matthíasson, Digra- nesvegi 2. Kirkjukór Bústaðarsóknar í Bústaðarprestakalli. Stofnað- ur þann 18. marz sl. með tíu stofnfélögum. Stjórnina skipa: Frú Þorgerður Elíasdóttir, Bú- staðarvegi 55, formaður, frú Katrín Egilsson, Hólmgarði 32, gjaldkeri, Guðmundur Jóns- son, Laugavegi 131, ritari. Organisti og söngstjóri: Jón G. Þórarinsson, Hólmgarði 35. Kirkjukór Háteigssóknar í Háteigsprestakalli. Stofnaður þann 22. marz sl. og voru stofn- endur tólf. Stjórn hans skipa: Garðar Bergmann, Háteigsvegi 52, formaður, Sigríður Briem, Flókagötu 29, ritari, Torfi Háskólafyrirlestrar um uppruna trúar- bragða Sunnudagana 15. og 22. þ. m. flutti Sigurbjörn Einarsson prófessor fyrirlestra fyrir al- menning í hátíðasal Háskólans. Fjölluðu fyrirlestrar þessir um uppruna trúarbragða meðal mannkynsins og leitaðist fyrir- lesarinn við að rekja þann upp- runa til fyrstu róta. Fyrirlestr- arnir voru fróðlegir og má telja sennilegt, að þeir muni þirtast á prenti áður langt líður. Magnússon, Blönduhlíð 11, gjaldkeri. Organisti og söngstjóri: Gunnar Sigurgeirsson, Drápu- hlíð 34. Kirkjukór Langholtspresta- kalls. Stofnaður þann 23. marz sl. með fjórtán félögum. I stjórnina voru kjörin: Erling- ur Dagsson, Barðavogi 24, for- maður, frú Berga Ólafsdóttir, Laugarnesvegi 66, ritari, Sig- urður J. Sigurðsson, Skipa- sundi 3, gjaldkeri. Meðstjórn- andi: frú Oddfríður Sæmunds- dóttir, Langholtsvegi 53. Organisti og söngstjóri: Helgi Þorláksson, Nökkvavogi 21. Biskup heimsækir Skógaskóla Sunnudaginn 22. þ. m. heim- sótti biskup Skógaskóla ásamt tveimur guðfræðistúdentum, þeim Ingimari Ingimarssyni og Sigurði Hauki Guðjónssyni. Hafa slíkar skólaheimsóknir átt sér stað á vegum „Bræðra- lags“ undanfarin ár og hafa I ár eru liðin átta hundruð ár frá stofnun erkibiskupsstóls í Niðarósi, og var það upphaf að fullu sjálfstæði norsku kirkjunnar. Erkibiskupsstóllinn í Niðar- ósi og erkibiskuparnir þar koma á tímabili mjög við ís- lenzka kirkjusögu, eins og kunnugt er. Nú hefir verið ákveðið að hafa mikil hátíða- höld í Niðarósi til þess að minn- ast afmælisins. Mun aðalhátíð- in standa yfir dagana 28. og 29. júlí. Hefst hátíðin að morgni þess 28. júlí með hátíðasamkomu á biskupssetrinu. Niðaróssbiskup býður gesti velkomna, en síðan einkum þeir biskup og prófess- or Ásmundur Guðmundsson farið slíkar ferðir ásamt nem- endum guðfræðideildar. I Skógaskóla hófst samkoma kl. 2 e. h. og fluttu þeir þar allir erindi, biskup og stúdent- arnir og ennfremur skólastjór- inn, Magnús Gíslason, en skóla- stjórafrúin lék á hljóðfæri und- ir söngnum. Viðstaddir voru nemendur skólans ásamt kenn- urum og heimafólki. Skógaskóli stendur á glæsi- legum stáð og eru húsakynni hans hin prýðilegustu. Skóla- starfið virðist og vera með fall- egum svip og í góðum höndum. Um það er mest vert. Söngskemmfun kirkjukórs á Selfossi Hinn 25. janúar sl. hélt kirkjukórinn á Selfossi söng- skemmtun í Selfossbíó og skyldi ágóða varið til þess að kaupa orgel í Selfosskirkju, sem nú er verið að byggja. Að- sókn var mjög góð. Til skemmtunar var, auk kórsöngsins, upplestur Guð- mundar Daníelssonar rithöf- undar og íslenzk litkvikmynd, er Gísli Bjarnason sýndi. Fyrr í vetur hafði söngflokk- urinn um hálfs mánaðar skeið notið kennslu og leiðbeininga hjá Einari Sturlusyni söngvara. flytur dr. Arne O. Johnsen er- indi um sögu erkibiskupsstóls- ins. Eftir það munu fulltrúar flytja kveðjur frá kirkjum þeim og stofnunum, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Síðar um daginn verður opnuð kirkjuleg sýning, en um kvöldið verða kirkjuhljómleikar í Niðaróss- dómkirkju. Daginn eftir verður meðal annars haldin hátíðaguðsþjón- usta í Niðaróssdómkirkju, þar sem Oslóarbiskup mun stíga í stólinn. Biskupi íslands og frú hans hefir verið boðið á hátíð þessa og er ákveðið að því boði verði tekið. átta alda aímæli erkibiskupsstóls í Niðarósi

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.