Kirkjublaðið - 27.03.1953, Qupperneq 3
KIRKJUBLAÐIÐ
3
SÉRA BÖÐVAR BJARNASON
Minningarorð
Séra Böðvar lézt að heimili
sínu í Reykjavík háaldraður
hinn 11. þ. m.
Hann fæddist að Reykhól-
um í Reykhólasveit 18. apríl
1872. Voru foreldrar hans
Bjarni bóndi að Reykhólum
Þórðarson, bónda í Belgsholti
í Melasveit Steinþórssonar, og
kona hans Þórey Kristín Ólína
Pálsdóttir, bónda að Reykhól-
um Guðmundssonar, en hann
var albróðir Þóreyjar konu
séra Eyjólfs Kolbeins á Staðar-
bakka. Séra Böðvar ólst upp
með foreldrum sínum til 9 ára
aldurs, en dvaldist næstu 5 ár-
in að Gröf í Bitru. Dvaldi hann
síðan í föðurgarði til vorsins
1890. Undir skóla lærði hann
hjá séra Arnóri Árnasyni. Tók
hann síðan inntökupróf í
latínuskólann vorið 1891. Stú-
dentsprófi lauk hann 1897 og
hóf þá þegar guðfræðinám í
Prestaskólanum og tók em-
bættispróf í guðfræði vorið
1900. Árið 1901 hinn 27. ágúst
fékk hann veitingu fyrir
Hrafnseyrarprestakalli og
vígðist prestsvígslu 13. apríl
1902 af herra Hallgrími bisk-
upi Sveinssyni.
Árið 1899 hinn 26. apríl
kvæntist hann Ragnhildi Teits-
dóttur, gullsmiðs og veitinga-
manns, frá ísafirði og eignuð-
ust þau 4 börn. Þrjú þeirra eru
á lífi, Bjarni Einar, Þórey
Kristín Ólína og Sigfús Ágúst.
Þau skildu árið 1913. Síðari
kona séra Böðvars er Margrét
Jónsdóttir frá Hrauni í Keldu-
dal og eignuðust þau 3 börn.
Tvö þeirra eru á lífi, Bryndís
og Baldur.
Séra Böðvar varð prófastur
í Vestur-lsafjarðarprófasts-
dæmi 1929 og gegndi því starfi
til 1941. Hann var sýslunefnd-
armaður í Vestur-ísafjarðar-
sýslu um alllangt skeið og
gegndi ótal trúnaðarstörfum
öðrum fyrir hrepp sinn og
sýslu. í stjórn Prestafélags
Vestfjarða var hann frá stofn-
un þess, 1. sept. 1928, til 1939.
Lausn frá embætti fékk hann
fyrir aldurs sakir 21. maí 1941
og fluttist þá til Reykjavíkur
og hefir dvalið hér síðan. Auk
prests- og prófastsstarfa
gegndi séra Böðvar jafnan
mikið kennslustörfum. Hann
var frábær kennari og dvöldu
námsmenn oft á heimili hans
að Hrafnseyri og bjó hann þá
undir framtíðarnám í skólum
landsins.
Stundaði hann einnig jafn-
framt öðrum störfum kennslu
í Reykjavík eftir að hann lét
af embætti. Hann var . bæði
snjall ræðumaður og hafði yndi
af ritstörfum. Skrifaði hann
margar blaða- og tímarits-
greinar. Hann var í 4 ár með-
ritstjóri „Lindarinnar", ársrits
Prestafélags Vestfjarða. Hann
ritaði og Námsbók í kristin-
fræðum handa börnunum. —
Ýmislegt mun hann láta eftir
sig í handritum. Hafði hann
þannig lokið við að semja sögu
Hrafnseyrar og nokkuð kom-
inn áleiðis með sögu Reykhóla
og hafði hann hið mesta yndi
af því verki og óskaði þess oft
að fá að ljúka því áður en hann
yrði að hverfa héðan. Séra
Böðvar var frábær embættis-
maður, reglusamur og skyldu-
rækinn svo sem bezt má verða.
Var hann hinn mesti áhuga-
maður um málefni kristni og
kirkju og ævinlega reiðubúinn,
er hann var kvaddur til starfa
fyrir kirkjuna, hvort heldur
var í sínum eigin söfnuðum
eða til fyrirlestra og fundar-
halda á hennar vegum utan
héraðs. Hann var áhugasamur
starfsmaður í góðtemplara-
reglunni og studdi málefni
hennar eftir því sem hann fékk
því við komið með ráðum og
dáð.
Séra Böðvar unni mjög ís-
lenzkri tungu og gerði sér mik-
ið far um að vanda málfar sitt
og ritmál. Hann var hagmælt-
ur vel og er til eftir hann all-
mikið af Ijóðum, einkum trúar-
Ijóðum, bæði prentuðum á víð
og dreif í tímaritum og blöð-
um, en mest þó í handritum.
Útför séra Böðvars fór fram
í Reykjavík miðvikudaginn 18.
þ. m. að viðstöddu fjölmenni.
Með honum er fallinn í val-
inn merkur og góður maður,
sem minnzt verður með þökk
og hlýju.
Kirkja íslands þakkar hon-
um mikið og gott starf og bless-
ar minningu hans.
S. S.
Safnaðarfélag í
Háteigsprestakalli
„Samherjar“, félag þeirra,
er styðja vilja starfsemi Há-
teigssafnaðar, var stofnað á
sunnudaginn 15. þ. m. Rúm-
lega 50 manns gengu í félagið
á stofnfundinum. Félagar geta
orðið allir karlar 16 ára og
eldri.
Formaður var kosinn Lúðvíg
Guðmundsson skólastjóri, en
meðstjórnendur Axel Sigur-
geirsson kaupmaður, Eggert
P. Briem fulltrúi, Jónas Jó-
steinsson yfirkennari, séra Jón
Guðnason skjalavörður, Stef-
án Á. Pálsson kaupmaður og
Þórður Jasonarson bygginga-
meistari.
Tilgangur félagsins er að
vinna að heill Háteigssafnaðar
í hvívetna og að vinna að því,
að kirkjumál safnaðarins verði
leyst hið fyrsta.
Ljósavatnskirkja
60 ára
Á þessum vetri varð kirkjan
á Ljósavatni 60 ára. Fyrsta
guðsþjónusta þar fór fram
1. janúar 1892. Þessara tíma-
móta var minnzt með hátíða-
messugjörð á nýjársdag síð-
astliðinn. Sóknarpresturinn
séra Þormóður Sigurðsson á
Vatnsenda prédikaði og rakti
sögu kirkjunnar, en kirkjukór
safnaðarins annaðist sönginn
undir stjórn forsöngvarans,
Sigurðar Sigurðssonar. Kven-
félagskonur höfðu prýtt kirkj-
una af mikilli smekkvísi og
þennan dag var kirkjan í
fyrsta sinn lýst með mörgum
rafmagnsljósum, þar á meðal
frá fagurri ljósakrónu, sem frú
Hólmfríður Sigurðardóttir á
Fosshóli hafði gefið kirkjunni
til minningar um látinn eigin-
mann sinn, Vigfús Kristjáns-
son frá Úlfsbæ. Ennfremur af-
hentu forstöðukonur kvenfé-
lags sóknarinnar kirkjunni
þennan dag 5 þús. krónur sem
afmælisgjöf með fyrirmælum
um, að því væri varið til að
koma í kirkjuna fullkomnu
rafmagnshitunarkerfi. Einnig
gaf kvenfélagið vegglampana,
sem lýsa upp kirkjuna. Raf-
magn fær kirkjan frá vandaðri
heimilisrafstöð, sem kirkju-
bóndinn, Þórhallur Björnsson,
og börn hans hafa byggt á
staðnum.
Eftir messu buðu hjónin á
Ljósavatni, Þórhallur Björns-
son kennari og frú Jenný
Björnsdóttir, kirkjugestum til
stofu. Var þar setið að veizlu-
fagnaði og ræður fluttar.
Veður var hið fegursta þenn-
an dag og bílfært um sveitina.
Kirkjuna á Ljósavatni
byggði timburmeistari Björn
Jóhannsson, sem átti kirkjuna,
eins og þá var talið. Hann gekk
frá henni að öllu leyti af mikl-
um hagleik og smekkvísi. Síðar
afhenti hann söfnuðinum
kirkjuna og fjárhald hennar.
Þjónandi prestar þessi 60 ár
hafa verið: Séra Lúðvíg Knud-
sen, séra Sigtryggur Guðlaugs-
son, séra Sigurður Guðmunds-
son, séra Ingólfur Þorvaldsson,
séra Sveinn Víkingur og séra
Þormóður Sigurðsson, sem er
það nú og hefir verið prestur
í Þóroddsstaðarprestakalli síð-
an árið 1928. Auk þesSara hafa
eftirtaldir prestar starfað í
Ljósavatnskirkju um skemmri
tíma: Séra Helgi Hjálmarsson
á Grenjaðarstað, séra Ásmund-
ur Gíslason á Hálsi, séra Jón
Arason á Húsavík og séra Her-
mann Hjartarson á Skútustöð-
um. — Organleikarar Ljósa-
vatnskirkju þennan tíma hafa
verið: Kristján Sigurðsson
bóndi á Halldórsstöðum frá
1892 fram til 1928 með aðstoð
Theódórs sonar síns hin síðustu
ár, en lengst af síðan Sigurður
Sigurðsson bóndi á Landamóti
og er hann það nú.
Sóknarnefnd skipa nú: Jón
Jónsson bóndi í Fremstafelli
formaður, Hermann Guðnason
bóndi á Hvarfi gjaldkeri og
Kristján Jónsson bóndi í
Fremstafelli ritari. — Safn-
aðarfulltrúi er Sigurður Geir-
finnsson bóndi á Landamóti.
J. J.
Kvenfélag í
Langholtsprestaka lli
Fimmtudaginn 12. marz sl.
var stofnað Kvenfélag Lang-
holtssóknar. Stofnendur voru
rúmlega 40. Stjórnina skipa:
Formaður frú Ólöf Sigurðar-
dóttir, forstöðukona Hlíðar-
enda, varaformaður Ragnhild-
ur Þórðardóttir, Langholtsv.
20, ritari Ingibjörg Þórðardótt-
ir, Snekkjuv. 15, gjaldkeri
Hansína Jónsdóttir, Kambsv.
33. Meðstjórnendur: María
Guðmundsdóttir, Guðlaug Sig-
fúsdóttir, Unnur Schram.
Félagið mun starfa að safn-
aðar- og öðrum menningarmál-
um á grundvelli kristilegra
hugsjóna.
Nýsftofnaður
kirkjukór
Kirkjukór Ingjaldshólssókn-
ar var stofnaður þann 15. marz
sl., með 18 meðlimum. Stjórn
kórsins skipa: Friðþjófur Guð-
mundsson, bóndi í Rifi, formað-
ur, Ólöf Jóhannsdóttir, húsfrú
á Hellissandi, ritari, Guðbjörg
Jónasdóttir, húsfrú á Hellis-
sandi, gjaldkeri. Organisti er
Jóhanna Vigfúsdóttir, húsfrú á
Hellissandi.
Séra Magnús Guðmundsson
sóknarprestur og Kjartan Jó-
hannesson söngstjóri stofnuðu
kórinn.